Hættið að taka myrt fólk af lífi

Hvernig í andsk...... stendur á því að íslenskir fjölmiðlar þrástagast á því að kalla hrein og klár kaldrifjuð morð aftökur. Er máltilfinning blaðamanna virkilega orðin svona slöpp?

Aftaka og morð er hreint ekki það sama.  Morð verður aldrei annað en morð, hvernig sem það er framkvæmt eða sviðsett.


mbl.is Hótanir hafi aðeins öfug áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki um aðrar greinar, en í þeirri sem þú ert að tengja í þarna er þessu greinilega lýst sem morði. Lestu aðra málsgreinina aftur.

Og ég fatta ekki alveg hvað vandamálið er til að byrja með. Aftökur eru alltaf morð (sama hvaða rétt fólk heldur að það hafi til að taka aðra af lífi!), þanning að ef þeir lýsa þessu sem aftöku þá fylgir það því að um morð er að ræða.

Bjánalegur hlutur til að vera að pirra sig yfir, really.

Atli Þór (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 07:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í sumum fréttum eru orðin morð og aftökur notuð jöfnum höndum yfir sama hlutinn Atli, í öðrum ekki. Gúglaðu bara aftöku og athugaðu hvað þú finnur.

Ef það er bjánalegt að þetta pirri mig, er þá ekki undarlegt að þú látir þennan bjánalega pirring minn pirra þig? 

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/07/09/fjortan_teknir_af_lifi/

 http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/09/03/sa_naesti_verdur_breskur/

 http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/09/04/var_engin_hetja/

 http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/09/02/toku_annan_bladamann_af_lifi/

 http://www.visir.is/toku-fjolda-hermanna-af-lifi/article/2014140619410

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2014 kl. 15:36

3 identicon

Kannski les ég þetta bara öðruvísi. Ég sé aftökur alltaf sem morð, sama hvað þessir fréttamenn eru að bulla. Er annars nánast kraftaverk ef greinar á þessum Íslensku frétta síðum eru svo mikið sem stafsettar rétt, hvað þá orðaðar rétt. Býst ekki við miklu af þeim.

Þessi pirringur þinn var svossem ekkert að pirra mig. Fannst þetta bara athyglisvert.

Atli Þór (IP-tala skráð) 4.9.2014 kl. 19:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við deilum í það minnsta andúð á aftökum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2014 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband