Endurunnin hugmyndafræði

Þó útfærslan sé önnur, þá minnir hugmyndafræði Avigdor Liebermann utanríkisráðherra Ísraels, um þjóðhreinsun og brottflutning „óhreinu“ íbúa Ísraels úr landi, óneitanlega á atburði seinni heimsstyrjaldar, þegar „óæðri“ íbúum Þýskalands var smalað þúsundum saman upp í gripaflutningavagna og þeir fluttir á vit örlaga sinna.

 


mbl.is Borgi aröbum fyrir að fara frá Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa svo sem fleiri en þjóðverjar rekið gyðinga í burtu, nauðuga viljuga. Þau mætu hjón Isabella og Ferdinand ráku t.d. gyðinga burt frá Spáni ásamt márum, auk þess sem þeir hröktust hingað og þangað um Evrópu.  Ekki má heldur gleyma gyðingunum sem bjuggu í Mesapótamíu (Irak) allt frá  dögum herleiðingarinnar eða gyðingunum sem bjuggu í Alexandríu allt frá stofnun þeirrar borgar. Við stofnun Israelsríkis bjuggu um 700 þús. gyðinga í arabaríkjunum,frá Persaflóa til Marokkó. Nú er þar enginn eftir, nema mér skilst að um 3000 manna söfnuður sé enn í Marokkó.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 23:09

2 identicon

Ekki gleyma þegar íslendingar ráku flóttafólk af ætt gyðinga burt frá landinu beint til útrýmingarstöðva nasista á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Tóti (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 00:50

3 identicon

Sæll.

Mikið ertu nú illa að þér í sögunni :-( Mikið er þér nú illa við Ísraela :-( Heldur þú að þeir muni reyna að drepa kerfisbundið hina svokölluðu Palestínumenn?

Palestína er heiti á svæði sem Rómverjar réðu á sínum tíma. Á þessu svæði núna eru Ísrael, Gaza, Líbanon, Sýrland (hluti) og Jórdanía (hluti). Árið 1695 var manntal framkvæmt á þessu svæði og þar má sjá margt áhugavert. Það sem m.a. kemur fram í því er að á þessu svæði á þessum tíma var ekki einn íbúi með arabískt nafn. Skiptir það ekki máli? Kemur það umræðu dagsins í dag ekki við?

Svo má líka tína til að í Jerúsalem hafa alltaf búið margir gyðingar og frá 1844, minnir mig, hafa þeir verið meirihluti íbúa þeirrar borgar. Hinir svokölluðu Palestínumenn eiga ekkert tilkall til þeirrar borgar sem höfuðborgar.

Þjóð hefur ákveðin einkenni, það sem greinir t.d. okkur frá Færeyingum er ekki mikið en tungumálið greinir okkur þó að, gerir okkur og Færeyinga að tveimur þjóðum. Hvað greinir hina svokölluðu Palestínumenn sem þjóð frá t.d. Jórdönum?

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 06:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki var það mín meining að þessi færsla mín væri tæmandi söguskýring Hörður.

Framkoma okkar öld í garð gyðinga á þessum erfiðu tímum Tóti, er okkur ekki til sóma.

Hún er undarleg Helgi, en lífsseig, þessi helvítis rökleysa að úthrópa alla gagnrýni á pólitíska stefnu Ísraelsstjórnar sem Gyðingahatur. Ég er ekki að reyna að kryfja þessi mál til mergjar eða sökkva mér í flóknar og óljósar söguskýringar.

Það er staðreynd að Nasistar stunduðu þjóðernishreinsun í sínu landi og hernumdum svæðum og reyndu að hreinsa þau gersamlega af Gyðingum. Gyðingar hafa vegna þeirra hræðilegu atburða notið velvildar heimsins. Ég er því aðeins að greina frá undrun minni á þeim furðulegheitum að Ísraelsmenn, af öllum þjóðum, skuli íhuga opinberlega slíkar þjóðernishreinsanir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2014 kl. 08:54

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Framkoma okkar á síðustu öld í garð gyðinga á þessum erfiðu tímum Tóti, er okkur ekki til sóma.- Átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2014 kl. 10:37

6 identicon

Sæll.

Þú virðist ekki hafa lesið það sem ég skrifaði. Ég saka þig hvergi um gyðingahatur. En það að bera saman tillögu Liebermann og það sem nasistarnir gerðu gyðingum í kringum WW2 er merkilegt.

Ég bendi þér hins vegar á að það sem þú segir stenst ekki. Liebermann er að tala um að bjóða aröbum fé fyrir að fara. Var gyðingum boðið fé fyrir að fara í útrýmingarbúðir? Málflutningur þinn er afar furðulegur. Þetta tvennt er alveg ósambærilegt.

Vissir þú að nasistar og múslimar voru vinir?

Ef þú hefðir fyrir að kynna þér söguna og reyna að svara þeim spurningum sem ég beini til þín að ofan myndi afstaða þín til þessarar sorglegu deilu sennilega breytast.

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 08:19

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helgi. Þú sleppir alveg að taka það fram að í manntalinu árið 1695 kom fram að um 1% íbúa á þessu svæði voru Gyðingar. Restin var að mestu Arabar burtséð frá þeim nöfnum sem þar komu fram. Árið 1890 er talið að um 2% íbúa á þessu svæði hafi veirð gyðingar. En frá þeim tíma hófst mikill aðflutningur gyðinga inn á svæðið í anda Zíonisma. Það eru því fyrst og fremst gyðingarnir sem eru aðkomumenn þarna.

Til dæmis er Liebermann sjálfur innflytjandi frá gömlu Sovétríkjunum. Það væri því nær að bjóða honum fé fyrir að fara aftur til þess lands sem hann kom frá í stað þess að bjóða réttmætum eigendum landsins fé fyrir að fara frá því. Það sama gildir um aðra gyðinga sem ekki geta lifað þarna með réttmætum eigendum landsins það er Palestínumönnum.

Sigurður M Grétarsson, 3.12.2014 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband