Bannsvæði karla

menn_banna_ir.jpgVarla hafa lætin á sam- félagsmiðlunum, vegna ummæla Þorgríms Þráinssonar um brjósta- gjöf, farið framhjá nokkrum manni.

Ekki er neinn vafi í mínum huga að með ummælum sínum hafi Þorgrími gengið gott eitt til.

En það sama verður varla sagt um sumar þær konur sem í kjölfarið óðu fram á ritvöllinn dreifandi stóryrðum á bæði borð, af fullkominni illgirni á köflum.

Glæpur Þorgríms er helst sá að honum láðist að fá leyfi hjá þessum konum, einkarétthöfum allrar kvenlegrar umræðu, áður en hann fjallaði um mál sem, eins og allir vita, koma körlum  ekkert við.

Ef marka má Hildi Sigurðardóttur, lektor í ljósmóðurfræðum við Háskóla Íslands, þá voru orð Þorgríms ekki alveg út í bláinn.

Konan sú á aldeilis von á góðu!


mbl.is Hafði Þorgrímur rétt fyrir sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Burtséð frá þeim ágætu punktum sem þú reifar, finnst mér lítið gagn í ummælum ÞÞ með því að hann fjallar um mál sem ekki er útbreitt vandamál - en hann lætur eins og það sé útbreitt. VAFALAUST eru einhverjar brjóstamæður alltaf á feisbúkk en þegar staðreyndin er sú að langflestar brjóstamæður standa sig vel, þá er ekki ástæða fyrir ÞÞ að hvetja mannskapinn til að "standa sig betur". 

Hins vegar mættum við standa okkur betur í því að aka bíl án þess að vera að glápa á skjáinn. Það er vandamál. Beinlínis hrikalegt að horfa á ökumenn og - konur á öllum aldri undir stýri að vafra á snjallsímunum. ÞÞ mætti standa sig betur í því að benda á þetta - sé hann áhugamaður um bætta lýðheilsu og svoleiðis.

jon (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 13:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið jon.

Því er haldið fram af sumum konum að brjóstagjöf sé einkamál kvenna. Að mínu viti er það alrangt. Það eru tilfinningalausir karlmenn sem eru ekki bullandi meðvirkir þegar barni þeirra er gefið brjóst.

Það er rétt sem þú segir um símana. Þegar ég bjó í Reykjavík var það giska algeng sjón að sjá konur mála sig í umferðinni á leið í vinnuna á morgnanna og karlana hnýta á sig bindið.

En það er ekki sanngjarnt að segja að ÞÞ megi ekki fjalla um þetta af því hann hafi ekki fjallað um eitthvað annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2016 kl. 13:52

3 identicon

Vel mælt sem fyrr. 

En þetta er einhver fljótfærni í ÞÞ. Hann hefur þetta eftir einni heimild, leggst ekki í könnun á málefninu (þarf ekki að vera flókin) og sprautar þessu út úr sér án þess að hafa yfirsýn yfir umfangið. En OKEI, nú er hann búinn að hvetja þessar fáu feisbúkkmæður til að standa sig betur og þá er að athuga hvað hann kemur með næst.

Auk þess sem hann einfaldar málið úr hófi. Hann kennir fbúkk um tengslarof, þegar allt aðrir og fleiri þættir eru að verki, s.s. lítið sjálfstraust, sálfræðileg vandamál, kvíði, árátta og fleira. Fosseti má ekki vera einfeldningslegur. ÞÞ féll á þessu prófi að mínu mati. Sjálfsagt voða næs maður og allt það. En þetta er bara ekki faglegt.

jon (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 14:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað er ÞÞ ekki hafinn yfir gagnrýni og þetta var vissulega  klaufalega gert hjá honum. En stormur í vatnsglasi og vart athugasemdavert og fráleitt tilefni til þeirra viðbragða sem raun varð á.

Ekki má túlka það sem stuðning við framboð ÞÞ þó ég hafi tekið upp hanskann fyrir hann í þessu máli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2016 kl. 14:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þessu meinta vandamáli er til sáraeinföld lausn. Hún er sú að sleppa því einfaldlega að nota facebook. Viðskipti við það fyrirtæki hef ég sniðgengið frá upphafi og hef ekki upplifað neina skerðingu lífsgæða vegna þess, heldur þvert á móti betri lífsgæði en ella.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2016 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband