Flott – einmitt það!

0020.jpg

Furðuleg þessi frétt þar sem húðflúrhaugar eru hafnir til skýjanna.

Ein og ein stök húðflúrmynd getur verið falleg og farið viðkomandi vel.

En það er nákvæmlega ekkert flott við fólk sem er svo þakið húðflúri að það lítur út eins og gangandi blekklessur!

Svo ekki sé talað um þau ósköp þegar húðin slaknar er aldurinn færist yfir og fallegu myndirnar fara að "renna til".

 


mbl.is Flottustu flúruðu Íslendingarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fegurð er í augum sjáandans, það sem þér finnst fallegt er ljótt að mati annars og svo öfugt... ekki satt ?

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 25.7.2016 kl. 11:50

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Segi það sama og Hallgrímur.
Nú eru tvö af börnum þínum flúruð, og fleiri flúr jafnvel á planinu hjá mér í komandi framtíð. 

Kannski ég láti flúra á mig gulann hest.
Þá getur þú sagt, "Hver málaði hestinn minn gulann?!"

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.7.2016 kl. 17:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er að sjálfsögðu um mína skoðun að ræða en lásuð þið ekki færsluna elskurnar.

Ég segi að ein og ein stök mynd geti verið falleg og farið eiganda sínum vel.

En þegar flúruð hefur verið mynd ofan í mynd verður útkoman ein  alsherjar blekklessa.

Ég sé engin rök sem gætu sannfært mig um að það sé eitthvað fallegt við líkama mannsins á nyndinni t.a.m.

Orðin afskræmdur hryllingur koma fyrst upp í hugann.

Inga, allir litir aðrir en grænn, bleikur þess vegna!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2016 kl. 19:31

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þér þarf ekki að þykja hann fallegur. Hann gerði þetta líklega ekki fyrir okkur. 

Þess má nú geta samt sem áður, að þegar ég og Grímsi fengum okkur flúr, þá fussaðir þú og sveiaðir yfir þessum afskræmingum, og sagðir ekkert fallegt við þetta. Þú hefur greinilega skipt um skoðun síðan, og því ekki öll von úti enn. ;) 

Hvað segirðu pabbi.. Viltu koma með mér í flúr? Getum fengið svona samskonar feðgina flúr! 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.7.2016 kl. 12:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, þegar þú fékkst þitt fyrsta flúr, þá hefði ég getað beitt foreldravaldi og sett þér stólinn fyrir dyrnar, en gerði það ekki, þrátt fyrir skoðun mína á fyrirbærinu, því ég virti vilja þinn.

Sama og þegið Inga mín, ég var enn í barnaskóla þegar ég óx uppúr því að krota mig út. Ég fer úr þessum heimi jafn flúrlaus  og ég kom.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2016 kl. 19:27

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/07/26/fangelsi_fyrir_ad_teikna_typpi/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2016 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband