Fáheyrð vinnubrögð

böns af peningumFjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé vinna óháðra sérfræðinga, sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig, á mögulegum lögbrotum í starfsemi bankana.
.
Gott og vel en hverjir eru þessir óháðu sérfræðingar?  Eru þeir erlendir eða innlendir og ef innlendir hefur verið gengið úr skugga um óvefengjanlegt hæfi þeirra til verksins, eða er þetta enn ein fjölskyldu rannsóknin?
.

Ef lögbrot hafa verið framin í bönkunum er þá ekki ljóst að þau hafa verið framin af blankurstarfsmönnum þeirra, eða í þeirra þágu? Jú það liggur í augum uppi, það sér hvaða bjáni sem er.

Er þá ekki undarlegt að þessir hugsanlegu brotamenn skuli , á meðan á rannsókn stendur, vera áfram í sínu gamla starfi hjá bönkunum með fullan og óskertan aðgang að öllum rannsóknargögnum? Menn sem hugsanlega gætu átt allt undir því að ekkert komi út úr rannsókninni.

Hversu gáfulegt er það, ef menn á annað borð leita sannleikans?

Ekki er líklegt að pappírstætarar bankana eigi náðuga daga framundan.

Burt með spillingarliðið....... og enga Breta hingað til landvarna, aldrei!


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála öllu þessu.  Því til viðbótarmætum á Austurvöll g mótmælum þessari svívirðu

Kristin (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.