Ingibjörg hættu að bulla út í eitt.

Ingibjörg og ÍslandFrasakenndar upphrópanir Ingibjargar Sólrúnar, undanfarna daga,  að ríkisstjórnin ætli að standa vörð um velferðina eru í hæsta máta undarlegar og torskildar í meira lagi.  

Ingibjörg er mjög hissa á gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar í gær,  því ríkisstjórnin hafi reynt að standa vörð um velferðina!

Er ekki ríkisstjórnin, með sinn meirihluta á Alþingi,  eini aðilinn sem getur bætt eða skert kjör í velferðarkerfinu?  Fyrir hverjum þarf  ríkisstjórnin að reyna að verja kerfið? Sjálfri sér, það gefur auga leið.  Sótti ríkisstjórnin svo hart að sjálfri sér að varnirnar brustu?

Hverjum vilja ráðherrarnir kenna um árásir á velferðakerfið, jólakettinum? Hann er auðvitað kjörinn blóraböggull.

Og svo kórónar Ingibjörg bullið og segir að hátekjuskattur skili svo litlu að það taki því ekki að angra hátekjumenn með honum. Þvílík helvítis steypa.

Allir eiga að taka þátt í endurfjármögnum  auðmannastyrkjakerfisins, nema auðmenn að sjálfsögðu, sem eru ekki aflögufærir,  því er nauðsynlegt að kafa dýpra í tóma vasa vesalinga þessa lands til að ná fullum jöfnuði í anda Ný-Samfylkingar. Svei.


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Það verður vandfundinn sá stjórnarmeirihluti sem inniheldur tóma engla, spái ég, jafnvel þótt við kjósum. Styð samt að kjósa sem fyrst. Hægt er að smella undirskrift á "kjosa.is".

Auðvitað á að vera hátekjuskattur. Þó ekki væri nema til annars en að þeir sem breiðust bökin hafa taki þátt í að búa til réttlátt samfélag. Eflaust eru þeir það fáir að skatturinn skili hlutfallslega litlu, en þetta er bara réttlæti.

Ég legg til að sérstaklega rausnarlegur skattur verði lagður á ofurlaun. Vandamálið er bara að svo hann virki, þarf hann að vera í vissu hófi, annars eru allir ofurlaunamennirnir bara á vinnukonukaupi þegar þeir skila skattskýrslunum.

Það er þjóðhagslega hagkvæmt að hafa jöfnuð í samfélaginu. Launamunur hámark 3x-5x lágmarkslaunin, þegar jöfnuður er þá geta fleiri verslað og það smyr hjól efnahagslífsins. Kannski virkar það ekki alveg í núverandi kreppu en almennt virkar það.

Einar Sigurbergur Arason, 13.12.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband