Strandar málið á verkkvíða?

Ögmundur Jónasson leggur á það ríka áherslu í viðtölum þessa dagana, með miklu og torskyldu málskrúði að þjóðin eigi að ráða Evrópusambands aðild. Hefur annað staðið til? Er ekki öll þjóðin sammála um það?

verkkvíðiMér finnst það blasa við að eins og Ögmundur og Atli Gíslason stilla málinu upp, þá sé það hreint ekki ætlan þeirra að þjóðin verði yfir höfuð spurð um Evrópusambandsaðild, hvað þá að hún fái að ráða því. Það ákvörðunarvald ætla þeir sjálfum sér, þótt annað sé látið í veðri vaka.

Ein þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar niðurstaða samningaferilsins liggur fyrir,  er allt sem þarf. Það að ætla þjóðinni að greiða atkvæði án þess að fyrir liggi eitthvað til að greiða atkvæði um er bara fyrirsláttur til að tefja eða stoppa málið.

Þessari framsetningu má líkja við að VG hafi ákveðið að birta ekki stefnuskrá sína fyrr en eftir kosningar en samt ætlað kjósendum að taka afstöðu til hennar í kosningunum.

Getur það verið að Ögmundur og Atli vilji frekar vera í stjórnarandstöðu til að geta komið sér þægilega fyrir í skotgröfunum þar sem  verkkvíðinn sækir síður á þá?


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef þingmenn geta ákveðið að sækja um aðild að ESB getur þjóðin það líka.

Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Alveg kórrétt Héðinn, enda stendur ekkert annað til en að þjóðin ráði. En þegar 1 st. þjóðaratkvæðagreiðsla kostar 200 milljónir þá má spyrja hversu skynsamlegt það er að hafa 2 kosningar um sama málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.