Verður Mogginn aftur skítlegt flokksblað?

mogginnÓlafur Þ. Stephensen er eðlilega ekki sáttur við brottrekstur sinn af Mbl.  og þótt  ástæða brottrekstursins  hafi verið varfærnislega orðuð  sem „mismunandi áherslur varðandi ritstjórn og rekstur Morgunblaðsins“,  þá fer ekki á milli mála að bullandi ritstjórnarlegur ágreiningur hefur verið milli „eigenda“ og ritstjóra.

Fullvíst verður að telja að núverandi eigendur vilji gera blaðið aftur  að hreinu flokksblaði og málgagni Sjálfstæðisflokksins.  Ekki kæmi á óvart að næsti ritstjóri blaðsins yrði atvinnuleysingi sem starfaði lengi í „tukthúsinu“ við Lækjargötu  og hafði síðast aðsetur á Svörtuloftum.


mbl.is Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ er þetta ekki flokksblað, þannig séð ?

hilmar jónsson, 18.9.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ritstjórnarstefnan hefur aldrei hætt að horfa til hægri, en beint samband Valhallar við blaðið hafði verið rofið.

Sat ekki fulltrúi blaðsins á þingflokksfundum hér áður? Þegar hr. D verður orðin ritstjóri verður það form tekið upp aftur og þá með tillögu- og atkvæðisrétti að sjálfsögðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Davíð hefur náttúrlega víðtæka reynslu og hæfni. Sama hvar borið er niður...

hilmar jónsson, 18.9.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá verður lítt öfundsvert hlutskipti Bjarna litla Ben.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2009 kl. 23:18

5 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þessi brottrekstur sýnir vel hversu lágt auðvaldið og einangrunarsinnar leggjast. Ólýðræðislegur lýður sem svífst einskis.

Kjartan Jónsson, 19.9.2009 kl. 01:40

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á maður að trúa því að Davíð verði ritstjóri ?

Finnur Bárðarson, 19.9.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband