Hræsni andskotans

Berlin_WallMargt stórmennið, núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar ásamt  almennum borgurum er saman komið  í Berlín til að fagna því að 20 ár eru í dag  liðin frá falli Berlínarmúrsins illræmda.

Fall múrsins, sem var tákn kúgunar og harðstjórnar, markaði upphaf nýrra tíma. israeli-wall14

En á sama tíma, í dag, er unnið við að reisa annan múr, aðskilnaðarmúrinn í Palestínu, sem eins og múrinn í Berlín,  er ætlaður til kúgunar og valdníðslu.

Enginn hreyfir hönd né fót gegn nýja múrnum og hinum kúguðu til varnar, ekki einu sinni fólkið sem nú fagnar sínu frelsi í Berlín.

Og þá ekki þeir sem hvað digurbarkalegast gefa sig út fyrir að vera málsvarar frelsis og mannréttinda og nota þetta tækifæri til að gera sig gilda í Berlín.

  
mbl.is Tilfinningaþrungin athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábært blogg. Sammála.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.11.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kveðja frá Flórida til þín Skagstrendingur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.11.2009 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.