Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Farinn í sólina
11.6.2008 | 01:15
Farinn að heiman. Næstu 3 vikurnar verð ég til heimilis á Agia Marina ströndinni á Krít.
Santorini- auðvitað fer ég þangað
Bið að heilsa........................................sjáumst!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gula pressan
10.6.2008 | 09:59
Þær eru margar örlátar stjörnurnar í Hollywood. Eða svo mætti ætla. En það er lítið gaman að vera stjarna og gefa í gott málefni ef enginn veit af því. Tryggja þarf pressunni allar upplýsingar, helst halda blaðamannafund, baða sig í fjölmiðlaljósinu svo allir geti notið þess með viðkomandi hve gott það er að vera ríkur og geta gefið smáaura, af alsnægtum sínum.
Þegar fátæka ekkjan úr hópi almennings gefur stórfé af skorti sínum, til góðs málefnis, er ekki boðað til blaðamannafunda, enda hafa blaðamenn gulu pressunar og lesendur hennar ekki áhuga á slíku glamurleysi.
Gefur bílinn sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagsmæðan
9.6.2008 | 03:41
Ég var að viðra hundinn minn hann Bangsa eitt kvöldið fyrir stuttu. Við áttum leið framhjá girðingu þar sem nokkrir hestar voru á beit. Meðan við löbbuðum framhjá fór ég að veita einum klárnum meiri athygli en hinum. Þetta var blesóttur jálkur, þreytulegur að sjá og hélt sig nokkuð frá hinum hestunum. Ég gat ekki betur séð en hann væri að róta með snoppunni í einhverju rusli á túninu. Þá er ég horfi á þetta lýstur niður í huga mér minningu úr barnæsku, af Blesa, hesti á Skagaströnd sem var alveg í rusli, bókstaflega sagt.
Ég fór að grafa í fylgsnum hugans að því sem hann hafði að fela um þennan merka hest og þóttist þá muna þá að Rúnar Kristjánsson skáld og húsasmiður á Skagaströnd hafði skrifað grein um hestinn í Feyki, óháða fréttablaðið á norðurlandi vestra. Ég fór og grúskaði í gömlum Feykisblöðum og öðrum gögnum frá þessum tíma, sem ég varðveiti sem sjáöldur augna minna. Og greinin var þarna í Feyki frá 13. Sept. 1989.
Við lestur greinar Rúnars varð mér ljóst að hér var á ferð alger gimsteinn. Ég ætla að gerast svo djarfur að birta þessa grein Rúnars í heild hér á bloggi mínu að honum forspurðum og vona að hann fyrirgefi mér það.
Greinin er svohljóðandi:
Fyrir allmörgum árum var öllum íbúum Skagastrandar vel kunnur klár einn í eigu Sigurbjörns á Kárastöðum. Klár þessi hét Blesi, en sökum þess að hann sótti mjög í ruslatunnur bæjarbúa og sýndi mikla hugkvæmni í því að komast í góðgæti það sem þær höfðu að geyma, var nafn hans lengt og hann nefndur Tunnu-Blesi.
Þarna var vissulega um mesta skynsemdarjálk að ræða, en ekki skorti hann þráann og einráðinn var hann í því alla sína tíð að fara helst sínar eigin leiðir.Athyglisvert var að fylgjast með honum þegar hann kom að ruslatunnu sem var með kyrfilega yfirfelldum hlemmi, þá var það venja hans að bera tanngarðana og leggja geiflur sínar snyrtilega um hölduna, kippa hlemminum upp með tilþrifum, henda honum til jarðar og stinga síðan hausnum niður í matvörudeildina. Aðrir ferfættir voru látnir skilja það, á ótvíræðan hátt, að hann ætlaði sér að sitja einn að krásunum. (Hér var um að ræða tunnur gerðar úr olíutunnum með stálloki og því engin léttavara. Aths. Axel)
Tunnu-Blesi var ekki gjarn á það að flýta sér, enda streitan í algjöru lágmarki hjá honum, hann var nefnilega heimspekilega sinnaður og spekúleraði áreiðanlega í mörgu. Mannlífið vakti greinilega áhuga hans og stundum var hann svo íhugull á svipinn, að sjá mátti að hann hugsaði bæði djúpt og fræðilega.
Oft stóð hann út við Norður- Skála, fyrir framan skrifstofur hreppsins og horfði inn um gluggana þar. Þorfinnur Bjarnason hefur áreiðanlega oft hugsað með sér; hvað er þessi klár eiginlega að hugsa?, því segja mátti að þeir Blesi horfðust stundum í augu í gegnum glerið. Hinsvegar mátti þá lesa úr svip þess ferfætta fyrir utan, að ólíkt hefðust þeir að, hann og oddvitinn þáverandi.
Það vissu allir að Blesi var skynugur og vafalaust hefði hann orðið aðnjótandi hárra embætta, hefði hann verið uppi á dögum Caligula keisara, en þar sem Þorfinnur var og er allt önnur manngerð en umræddur keisari, var Blesa svo sem ekki gert hátt undir höfði. Hann varð að reyna að una glaður við sitt og labba frá tunnu til tunnu með alla sína hæfileika sem Þorfinnur aldrei viðurkenndi.
Börnum þótti gaman að koma á bak Blesa og var það hægðarleikur þegar hann var við tunnurnar, þá var hann það önnum kafinn að gramsa í þeim, að hann skeytti því oftast engu þó verið væri að príla upp á hann, en þó kom fyrir að hann sletti til taglinu og var það þá talandi tákn um að hætta skyldi leiknum.
Það var því almennt harmsefni yngri kynslóðarinnar þegar fréttist að Tunnu-Blesi væri horfinn og enginn vissi hvað af honum hefði orðið. Voru uppi ýmsar getgátur um hvarf hans og sumar þeirra ekki sérlega vel til þess fallnar að skýra málið. En svo var það uppgötvað að Blesi greyið hafði fallið ofan í alldjúpan skurð og skorðast þar svo illa að hann hefur sig hvergi getað hreyft. Mun hann við þær kringumstæður hafa beðið dauða síns, vafalaust með svipaðri sálarró og Skarphéðinn forðum við gaflhlaðið.
Þóttu endalok Blesa ill og ógæfuleg og þótti líklegt að hann hefði verið þungt hugsandi er hann átti leið þarna um og því ekki gætt að sér. Var bannsettur skurðurinn úthrópaður sem dauðagildra og gott ef hann var ekki fylltur upp fljótlega eftir þetta. Er nú mjög farið að fyrnast yfir feril Blesa og því þótti við hæfi að dusta rykið af minningu hans, eins kunnasta ferfætlings sem hér hefur alið aldur sinn og það við meiri vinsældir en margur tvífættur.
Rúnar Kristjánsson.
Ég vona að lesendur hafi haft nokkuð gaman af þessari sögu af Tunnu-Blesa.
Dægurmál | Breytt 10.6.2008 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ný Bjarmalandsför?
7.6.2008 | 13:00
Á enn að leggja í nýja Bjarmalandsför gegn Baugi? Er sú illgirni og hefndarþorsti sem var upphaf málsins enn að verki í einhverju bakherberginu við sundin blá, þótt forsætisráðherra hafi í sjónvarpsfréttum lýst því yfir, harla daufur í dálkinn, að dómur Hæstaréttar væri endir málsins?
Geir hefur líka sagt að ákæruvaldið starfi sjálfstætt og án afskipta framkvæmdavaldsins. Þannig er það víst hugsað en er hægt að draga þá ályktun af Baugsmálinu að þannig sé það?
Ákvörðun um ákæru tekin í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valhallarsiðgæðið
7.6.2008 | 11:58
Svo er að sjá að lög hamli því að Jón Ásgeir geti setið í stjórnum sinna eigin félaga næstu 3 árin, eftir dóm Hæstaréttar. Jón var dæmdur fyrir bókhaldsbrot sem er álíka að umfangi og umferðarlagabrot. Það má eflaust deila um þessi lög en lög eru lög og þeim ber að hlíta.
Fyrir nokkrum árum komst upp um þingmanninn Árna Johnsen þar sem hann lét greipar sópa um eigur ríkisins og almennings. Hann var að vonum dæmdur í fangelsi fyrir sín brot og afplánaði dóminn með miklum hetjubrag.
Nú háttar þannig til í lögum að dæmdir menn og mannorðslausir, hafa ekki kjörgengi til Alþingis en þangað stefndi hugur Árna á ný eftir að hafa höndlað frelsið. Nú voru góð ráð dýr. En Valhöll sér um sína. Þar var sest á rökstóla og leitað lausna. Þó farið sé að lögum má alltaf sveigja þau og beygja svo þau falli að háleitum markmiðum.
Þess var beðið að forseti Íslands færi utan. Þá voru handhafar forsetavalds kallaðir saman, þeir hreinsuðu mannorð Árna með forsetaúrskurði á stuttum fundi. Nú var Árni klár í slaginn, hvítþveginn, syndlaus og betri en nýr.
Almannarómur segir að frá Valhöll hafi fyrirmæli um rannsókn á Baugi komið. Í ljósi þess er ekki líklegt að þaðan komi tilmæli um að handhafar forsetavaldsins komi saman á ný til að endurreisa mannorð Jóns Ásgeirs.
Enda er hér ólíku saman að jafna. Annarsvegar er maður, sem fært hefur Íslenskum almenningi meiri kjarabætur en áralöng barátta verkalýðsfélaga og hinsvegar maður sem setti sig ekki úr færi að stela frá sama almenningi þegar færi gafst.
Jón Ásgeir þarf að víkja úr stjórn Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki Baugur sigurvegari þrátt fyrir allt?
5.6.2008 | 22:28
Þrátt fyrir að hæstiréttur hafi að mestu staðfest dóm héraðsdóms í Baugsmálinu tel ég Baugsmenn vera sigurvegara málsins. Jón Ásgeir var í héraðsdómi dæmdur fyrir skjalafals og ranga tilkynningu til hlutafélagaskrár. Nú er hann sýknaður af því en sakfelldur fyrir bókhaldsbrot.
Ekkert bókhald í lýðveldissögunni hefur verið rannsakað og skoðað jafn vel og Baugsbókhaldið. Það hefði verið undarlegt ef ekkert hefði fundist sem orkaði tvímælis, væri á gráu svæði, rangfært eða mislagt.
Ég fullyrði að ekkert bókhald á Íslandi þoli slíka lúsarleit án þess að eitthvað óeðlilegt finnist, eitthvað sem betur mætti fara. Það breytir engu þótt menn megi ekki vamm sitt vita, mistök gerast og eftir því sem reksturinn verður meiri, flóknari og víðtækari, því fleiri mistök. Hér er dæmt fyrir mistök sem gerast í öllum fyrirtækjum. Þar er mitt fyrirtæki Skagstrendingur ehf. ekki undanskilið.
Ekki liggur fyrir kostnaðurinn af þessari Bjarmalandsför, en hann skiptir hundruðum milljóna. Mestur hluti málsvarnarlauna var felldur á ríkið.
Þeir sem komu þessu máli öllu af stað af undarlegum hvötum munu hafa skömm af. Sneypa þeirra mun uppi meðan land er byggt.
Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2008 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður
3.6.2008 | 21:57
Margir kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður hafa í dag farið mikinn og undantekningarlítið gagnrýnt harðlega þá gjörð að fella björninn. Þekkir þetta fólk aðstæður á svæðinu? Þekkir þetta fólk til Hvítabjarna? Kann það til verka við handsömun á hungruðum og hættulegum villidýrum? Veit það yfir höfuð nokkuð um Hvítabirni?
Á Svalbarða standa Norðmenn frammi fyrir þessum sama vanda, ekki á 18 ára fresti eins og hér, heldur oft á ári. Þar eru tveir kostir taldir raunhæfir. Fyrst er reynt að reka björninn aftur út á ísinn sé þess kostur. Takist það ekki er að þeirra mati aðeins eitt raunhæft úrræði, skjóta björninn. Það er nú þannig að ísbirnir eru ekki beinlínis auðsveipur búpeningur sem lætur rekast þangað sem þeim er ætlað að fara, nema ef vera kynni í hugarheimi kaffihúsabloggara og vesturbæjarhúsmæðra.
Ég tel fullvíst að það sé ekki af mannvonsku, umhverfisverndarandúð eða dýrahatri sem Norðmenn fara svona að. Full víst verður að telja að þar ráði mestu áratuga löng reynsla og þekking. En hvað hefur slíkt að segja þegar kemur að tilfinningarríkum Íslenskum bloggurum.
Mest varð ég hissa á ummælum Egils Steingrímssonar héraðsdýralæknis á Blönduósi. Hann taldi lítið mál að reka saman barndýrshelt búr á engum tíma. Eða að svæfa hefði mátt björninn með æti blönduðu svefnlyfi. Ég tel rétt að Egill verði fengin til að kenna mönnum að smíða Hvítabjarnarheld búr úr engu á engum tíma. Eitthvað takmarkað efni um Hvítabirni hefur verið í þeim fræðum sem Egill las til prófs.
Ekki veit ég glögglega ástæður þess að Norðmenn hafa ekki farið að ráðum Egils eða kaffihúsabloggara. Þeir hafa örugglega fengið allar þær frábæru hugmyndir, sem þetta fólk af visku sinni býr yfir, beint í æð en af einhverjum ástæðum ekki talið þær raunhæfar eða framkvæmalegar. Á Svalbarða fara menn ekki af bæ örðuvísi en vopnaðir, það gerðu þeir örugglega ekki ef greining Íslenskra kaffihúsabloggara- og vesturbæjarhúsmæðra á meðfærni Hvítabjarna væri rétt.
Hvítabirnir eru algengast 400 til 600 kg. Dæmi eru um birni sem hafa náð 800 kg. 90% af fæðu þeirra er selkjöt. Þeir bana 300 kg. útselsbrimli með einu höggi þannig að hér eru engar barnagælur á ferð.
Það er þægilegt að sitja í öryggi fjarlægðarinnar, í vesturbænum, ýmist heima eða á kaffihúsi og gagnrýna lögregluna á Sauðárkróki. Meta málið af fagmennsku úr fjarlægð af fréttum einum saman og gefa lítið fyrir mat lögreglunnar sem var á vettvangi.
En ég hugsa að tónninn hefði fljótlega breyst í vesturbænum og annað hljóð komið i strokkinn ef bangsi hefði verið á vappi þar í nágreninu og löggan dundað sér við hugmyndir um að fanga hann lifandi í anda rómantísks ævintýris svo hægt yrði að hjálpa honum heim til Birnu og Húna litla, fjölskyldu bangsa sem bíður svöng á ísnum eftir að pabbi komi heim með matinn.
Þá yrði nú bloggað maður! Það yrði bloggað um; aðgerðarleysi yfirvalda, hvað löggan væri að pæla, að öryggi manna væri stefnt í voða, hver bæri ábyrgð o.s.f.v...... o.s.f.v. Og mönnum yrðu ekki vandaðar kveðjurnar.
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Er Ólafur F að vakna?
3.6.2008 | 17:41
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri telur að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra hefði hugsanlega hlotið betra umtal hefði meirihlutinn sleppt því að setja saman málefnasamning í janúar síðast liðnum. Ólafur vék að störfum meirihlutans og umræðunni um hann á fundi borgarstjórnar fyrr í dag.Ólafur sagði umræðuna um meirihlutann vera óhlutdræga og ósanngjarna þar sem einungis væri hamrað á því neikvæða. Svo segir m.a. á Vísi.is í dag.
Er þetta ekki örugglega sami Ólafur F. Magnússon sem stóð keikur, kynnti málefnasamninginn og gortaði af því að í honum hefði 80% af stefnu Frjálslyndaflokksins náðst fram ? Að nú yrðu verkin látin tala. Er Ólafur að átta sig á því að stefna FF, var ekki, er ekki og verður ekki líkleg til vinsælda í óbreyttu formi. Er þetta fyrsti iðrunarhósti Ólafs, sem er að átta sig á þeim mistökum, sem myndun núverandi meirihluta vissulega var? Verkin hafa talað!
Sjálfstæðismenn taka við borgastjórastólnum innan árs og þá verður aðeins ár til kosninga. Ekkert er í spilunum sem bendir til að lausn sé í sjónmáli í foringjakreppu borgarstjórnarflokks sjallana.
Það eina sem er ljóst er að Villi vill. Á meðan getur staða meirihlutans aðeins versnað og ekki hvað síst, staða Ólafs.
Ólafur segir umræðuna ósanngjarna aðeins sé talað um það neikvæða. Liggur eitthvað jákvætt eftir þennan meirihluta? Jafnvel innmúraðir Sjálfstæðismenn koma ekki auga á neitt jákvætt, hvað þá aðrir. Þetta er óvinsælasti meirihluti sem verið hefur við völd í Reykjavík frá upphafi.
Ég hef þá trú að Ólafi muni líða illa á friðarstóli með sjöllunum, með aðeins ár til kosninga. Þá verður Ólafur aftur orðin að peði, mjög óvinsælu peði raunar.
Það er slæm staða fyrir mann sem hugnast að halda áfram í pólitík til að vinna að og hrinda fram öllum þeim góðu málum, sem hann hefur á stefnuskrá sinni.
http://visir.is/article/20080603/FRETTIR01/50378850Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nekt eða naut?
3.6.2008 | 15:47
Dýraat og dýraníðsháttur er eitthvert ógeðlegasta birtingarform á mannlegu óeðli. Það eina sem hugsanlega gleður augað í þeim slag, sem fram fer í hringnum, er þegar nautinu tekst að svara fyrir sig en það er að lokum dæmt til að láta líf sitt, sjúkum sálum til skemmtunar.
Fylgjendur atsins fullyrða að nautið finni ekkert til! En ekki þarf annað en sjá myndir að aðförunum, þar sem dráp dýrsins er dregið eins á langinn og hægt er, til að efast um þá fullyrðingu. Áhangendur þeirrar fullyrðingar ættu að prófa sannleiksgildi hennar á eigin skinni.
Nú er nektinni beitt gegn nautaatinu. Nektin er heldur meira fyrir augað en atið.
Ég hef áður bloggað um svipað efni. Hér.
Nakin gegn nautaati | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einar, áttu til ögn af skynsemi?
2.6.2008 | 21:57
Það er ekki spurning að hefja hvalveiðar á ný ef hægt er að selja kjötið. Engin ástæða er til að draga þá ákvörðun á langinn.
Því hefur verið fleygt að hvalveiðar geti spillt þeirri ætlan utanríkisráðherra að koma Íslandi inn í öryggisráðið. Ef það er líklegt, þá ætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann Einar K. Guðfinnsson að grípa þetta eina tækifæri sem hann fær á lífsleiðinni að gera eitthvað af viti.
Einar getur slegið tvær flugur í einu höggi, komið hvalveiðunum af stað aftur og það sem meira er um vert, komið í veg fyrir þá arfavitleysu sem þessi öryggisráðshugmynd er og sparað landinu nokkur hundruð milljónir sem yrði varið til þess eins að geta sleikt rassgatið á Kananum af meiri ákafa en áður.
Sjáum í þessu ágæt viðskiptatækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |