Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

666 á Blönduósi - er sá illi þar?

 

Það er ekkert grín að vera merkt þeim illa. Margir hafa kreperað af minna tilefni. Það er grínlaust að lifa í ótta.

Það kitlar þó  hégómagirndina að sjá það loks svart á hvítu, að samkvæmt símanúmeri lögreglunar á Blönduósi, sé sá gamli  staðsettur þar.

En auðvitað er ekkert slíkt á ferðinni. Það tengist enginn sjálfkrafa andskotanum þótt hann fái fyrir tilviljun töluna 666 í nafn- eða símanúmeri sínu, sem af fávisku hefur verið tengd djöflinum í einhverju ennþá fíflalegra riti, mörg þúsund ára gömlu, skrifuðu af mönnum sem héldu eldinguna tákn um reiði Guðs og annað eftir því.

Það er aðeins gott eitt að segja um störf lögreglunar á Blönduósi  og  það fólk sem þar býr. Ekkert illt staðsett þar.


mbl.is Óánægð með kennitöluna 666
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta list?

Því hefur verið haldið að fólki að veggjakrot væri ákveðið form á listsköpun.

Þetta atvik með Þristinn sannar að þótt klessan sé nokkuð snoturlega gerð þá er hvötin að baki ekki list heldur skemmdarfíkn.

Þegar þessar klessur vítt og breitt um borgina eru skoðaðar þá má glöggt sjá að handbragð og rithönd er áþekkt á flestum  „verkunum“.

Það hlýtur að vera hægt að finna þessa „listamenn“ ef vilji er fyrir hendi. Og láta þá þrífa borgina eftir sig.


mbl.is Skemmdarverk á Þristinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

616 - Stefán Rögnvaldsson

Þessi bátur, Stefán Rögnvaldsson, hefur legið í höfninni á Skagaströnd um nokkurn tíma. Hann mun vera í eigu aðila á Blönduósi. Hvorugt er þó fréttnæmt í sjálfu sér. Það er þó eitt sem er athugavert við bátinn og vakti athygli mína. Ég ætla að bíða með að upplýsa hvað það er og gefa lesendum síðunnar færi á að spreyta sig og koma með rétt svar.

Axel Jóhann06 08 001

Axel Jóhann06 08 002Axel Jóhann06 08 003


Málfarsást mbl.is

Nunnuástir... hvað er nú það? Jú eins og orðið segir mætti ætla að hér væri á ferðinni ástir tveggja nunna á hvor annarri eða fleiri nunnum eftir atvikum, jafnvel hópást. En samkvæmt fréttinni er það öðru nær.

Þetta er bara eitt dæmið af mýmörgum sem sýna mjög skertan móðurmálsskilning blaðamanna mbl.is, sem er skrítið því Morgunblaðið hefur í pappírsútgáfu sinni að mínu viti sýnt metnað fyrir góðu og vönduðu málfari.

 

 


mbl.is Nunnuástir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært Þórunn!

Hún áttar sig ekki á því blessuð konan að með þessari yfirlýsingu hefur hún gert sig vanhæfa að fjalla um málið komi það á hennar borð.

Frábært Þórunn, meira af þessu.

 
mbl.is Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Jesú náttúrulaus geldingur?

Jesú var karlmaður, ekki rétt? Ekki herma sagnir að hann hafi verið geldingur. Honum hlýtur því að hafa risið hold annað slagið hið minnsta. Ef ekki til kvenna þá af öðrum hvötum. Ekkert dónalegt við það aðeins hrein máttúra til viðhalds mannkyninu að boði Guðs.

Hvað Múhameð áhrærir þá þarf ekki svona umræðu um hann. Allir vita að hann var graðhundur sem reið öllu sem hreyfðist í kringum hann. Nógu margar átti hann víst konurnar og börnin.

 


mbl.is Málsókn út af dónalegum Kristi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hengjum boðbera slæmra frétta.

Það hefur löngum verið þekkt aðferð að hengja boðbera slæmra frétta. Átti ekkert að fréttast af molunum sem Geir ætlaði að ýta af borði alsnægtanna til fórnarlamba Breiðavíkurógeðsins fyrr en þær væru orðin hlutur?

Eru Geir og hans lið virkilega orðið svo siðblint að það sjái ekkert athugavert við þetta.

Ígildi 13 lágmarksbóta þarf til að jafna kostnað við ferðalög varaformanns Sjálfstæðisflokksins og maka hennar til Kína í tengslum við Ólympíuleikana.

Þar hefur örugglega ekkert verið skorið við nögl í aðbúnaði og hollustu. Enda mikið í húfi, velferð ráðherrans og hans og því er ekki horft í aurinn.

En í þessu máli, þar sem virðing þjóðarinnar er í veði gagnvart þegnum sínum, þá er allt annað uppi á teningnum, þá er horft í aurinn. Þetta eru jú allt ógæfumenn.

 


mbl.is Birt án samþykkis ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 millur í her eða hjálp?

Það er vissulega umhugsunaratriði þegar stjórnvöldum finnst það standa þeim nær að eyða 100 milljónum í nokkurra daga tindátaleik í stað þess að nota sömu upphæð til að leiðrétta kjör ljósmæðra, sem sannarlega eru ekki rétt staðsettar í launastiganum.

Með þráhyggju fjármálaráðherra og félaga hans, sem segja ekki svigrúm til launaleiðréttinga,  er stöðu ljósmæðra og því mikilvæga hlutverki sem þær gegna í þjóðfélaginu, til öryggis fyrir nýbura og mæður þeirra, stefnt í voða.  

En sömu menn dásama göfug markmið tindátaleikja. Hlutverk þeirra sé m.a. að vernda mæður, börn og þá ekki hvað síst ljósmæður sem og aðra landsmenn gegn allskonar vá t.d. hryðjuverkum, það ættu allir að geta séð.

Það breytir engu hversu miklu fé verður varið í varnarmál, það verður alltaf gagnslaus og glórulaus sóun.  Ef eitthvert herveldi ásældist Ísland og gerði árás yrði fátt um raunverulegar varnir.

Meira segja Danski herinn tæki landið auðveldlega, þótt í þeim her megi aðeins gefa eina skipun, komi til átaka, sem er „VIÐ GEFUMST UPP“!  

Öflugasti her heims, öflugasti floti heims og öflugasti flugher heims megnuðu ekki til samans að koma við vörnum gegn árás á Bandaríkin 11. September 2001.

Svo ímynda hernaðarsinnar á Íslandi sér að svona tindátaleikir og tímabundnar viðkomur örfárra manna og flugvéla séu einhverjar varnir fyrir Ísland! Þvílík sjálfsblekking, þvílíkt bull. Óvinurinn sem tindátaleikurinn snýst um er ímyndaður.

En óvinurinn er samt til.  Óvinurinn er innlendur. Óvinurinn er hugmyndafræði þessara manna.

Í stjórnarsáttmála núverandi „ríkisstjórnar“  segir m.a:  

Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta“.

Ég geri ekki ráð fyrir að Sjálfstæðismenn hafi knúið þetta inn í sáttmálann. Þarna sé ég fingraför Jóhönnu Sigurðardóttur.

Er ríkisstjórnin að efna þetta með framgöngu sinni gegn ljósmæðrum, verðandi mæðrum og öðrum konum þessa lands?  

Fjármála- og heilbrigðisráðherra segjast ekkert geta gert, málið sé í höndum samninganefndar ríkisins!   HALLÓ... hvaðan fær samninganefndin umboð sitt og fyrirmæli?

Er Samfylkingin sammála þessari hugmyndafræði? Er Samfylkingin sammála þessum vinnubrögðum? Er Samfylkingin búin að gleyma  hugsjónum, háleitum markmiðum og manngildinu? Er Samfylkingin orðin viljalaus hóra Íhaldsins. Er strúturinn með höfuðið í sandinum orðinn herra hennar?

Á meðan ekki heyrist múkk frá Samfylkingunni um hið gagnstæða hljóta kjósendur að álykta að svo sé.

Hvar er Jóhanna Sigurðardóttir? Þessi baráttukona sem hingað til hefur ráðist af krafti gegn öllum sem sett hafa sig upp á móti réttlátum markmiðum hennar. Hvar ertu Jóhanna? Hvar ertu?

Þar sem fjármálaráðherra er dýralæknir ætti hann að nýta þá þekkingu og gefa sjálfum sér og samráðherrum sínum súrdoðasprautu, það gæti hjálpað. Hver veit nema hún komi að gagni gegn hroka, drambi og sjálfumgleði ráðherrans og magnleysi Samfylkingarráðherrana.


mbl.is Þungaðar konur mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar fréttir?

Það eru áratugir síðan ég heyrði fyrst um þessa kenningu. En það er víst alltaf hægt að finna upp hjólið, að nýju.

Er þetta ekki angi af Ötipusarduld?

 


mbl.is Konur velja menn sem líkjast pabba þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til skammar.

 

Ef niðurstaðan verður í þessa veru hefði málið betur verið látið kyrrt liggja. Skapaðar hafa verið væntingar um sanngirni og réttlæti. Það hefur nú verið slegið kalt. Undin var opnuð til þess eins að strá í hana salti.

 


mbl.is Telja bætur of lágar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband