Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sovét blaðamennska?

MblÞað er undarleg blaðamennska á ferðinni á mbl.is. Fréttinni, sem bloggið hér á undan fjallar um, hefur verið breytt. Þá er ég ekki að tala um innsláttarvillu leiðréttingu eða þessháttar smávægilegar breytingar, heldur megin innihaldsbreytingu.

Inntak fréttarinnar er orðið allt annað. Álpappír var sagður notaður til verksins. Nú hefur orðið álpappír verið tekið út og orðið „búnaður“ settur í staðinn. Þetta er gjörbreyting á fréttinni, álpappírinn var þungamiðja hennar.

sovét9Morgunblaðið hefur í áratugi gagnrýnt blaðamennsku af þessu tagi austur í Sovét og þeirri blokk allri. En nú hefur mbl.is tekið upp sömu siði. Er virkilega svona illa komið fyrir Morgunblaðinu?  

Ætli ég megi eiga von á holskeflu kvartana frá hollvinum Moggans og lokun í kjölfarið?


Vanhugsuð uppljóstrun.

 

álpappírÞað var mjög misráðið af  starfsmanni verslunarinnar  að upplýsa að hægt sé að leika á öryggiskerfið með álpappír.

Nú hefur gallað kerfi verið gert vitagagnslaust.

Ætli það verði aukning í sölu á álpappír á næstunni?

 ----------------------------------------------------------------------------

Greinarauki: Frétt Mbl.is hefur verið breytt... sjá hér.


mbl.is Hnuplað fyrir mörg hundruð þúsund í Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strumpar og strútar

dabbiÆ fleiri stökkva á Evruvagninn og lýsa krónuna ónýta.

Fáir eru annarrar skoðunar aðrir en hinn geðstirði aðalstrumpur Seðlabankans og forsætis strumpastrúturinn  værukæri, sem trúir á mátt aðgerðaleysis og vill fá að hafa sitt höfuð  ofaní sandinum óáreittur og er orðin leiður á því að svara spurningum um efnahagsmál og stöðu krónunnar þegar hann kemur upp til að anda og þráir það eitt að finna aftur svala sandsins. strútur3Hann nær þó að segja að krónan sé fjarri því dauð, áður en hann svalar sér á ný.

Svo stendur úrilli aurastrumpurinn í stríði við ljósmæður f.h strumpastjórnarinnar. Að sögn útlandastrympu er mikill skilningur hjá öllum ráðastrumpunum á kröfum ljósmæðra.

En þrátt fyrir allan þennan skilning vantar viljann til samninga.

Imba útlIngibjörgandastrympa segist enga ábyrgð bera á samningum, þeir séu á ábyrgð aurastrumps. Strumpastrútur segir hinsvegar alla ráðastrumpana vera á ábyrgð beggja strumpaflokkana.

Hver skrökvar Strútastrumpur eða útlandastrympa?


mbl.is Vilja ekki krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill munur á kúk og skít

Hugo ChavezÞað dylst engum sem fylgist með fréttum af Hugo Chavez, forseta Venesúela, að þar fer maður sem er hreint ekki heill til höfuðsins. Hann er mikið ólíkindatól og ómögulegt að sjá fyrir hans næsta leik eða skyndi hugdettur.

Nú stendur fyrir dyrum sameiginleg flotaæfing Venesúela og Rússlands í lögsögu Venesúela.  Rússar hafa sent á svæðið fjögur herskip og m.a. 2 hljóðfráar sprengjuþotur af gerðinni Tu-160 Blackjack til að taka þátt í æfingunum.

Þetta er fyrsta æfing af þessu tagi í vesturheimi síðan Kaldastríðinu lauk. Þó þessar æfingar fari fram í meira en 1500 km fjarlægð frá Bandarísku landi þá valda þær verulegum pirringi í Washington svo ekki sé meira sagt.

Þessar heræfingar munu þykja mikil óhæfa á þeim bæ og sagðar ógn við öryggi Bandaríkjanna. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri túlkun.

En á sama tíma sjá Bandaríkjamenn ekkert athugavert við það að róta upp jarðveginum nánast inn í kálgarði Rússa, Georgíu.

Saakashvili bushÞeir styðja þar leynt og ljóst við bakið á Saakashvili forseta Georgíu með fjáraustri og vopnasendingum.  Saakashvili mun hafa það sér helst til ágætis að glíma við sama heilsufarsvanda og Hugo Chavez.

Það voru Georgíumenn sem réðust inn í Suður-Ossetíu, Rússar svöruðu árásinni af fullri hörku. En vafalaust hafa þeir gengið lengra í þeim hernaði en ástæður voru til. Hitt er samt augljóst að Georgía hefði tæplega hafið þetta stríð á vitundar og vilja BNA. Saakashvili og BNA hafa áhuga á að Georgía gangi í NATO og það helgar meðalið.

Þetta samsvarar því að Rússar hefðu verið með svipaðar tilraunir í Mexikó og það viljað ganga í Varsjárbandalagið sáluga. Við getum ímyndað okkur lætin í Washington hefði það staðið til.

khruschev kennedy1 600Hver man ekki Kúbudeiluna þegar Sovétríkin, af sömu heimsku og skammsýni og BNA nú,  settu  upp eldflaugaskotpalla á Kúbu, nánast í kálgarði BNA. Styrjöld vofði yfir en var forðað á síðustu stundu.  Nikita Khrushchev hafði vit á að gefa eftir og heimurinn andaði léttar.

Getum við ætlað Bush og hans liði sama þroska?

Fullvíst má telja að flotaæfingarnar við Venesúela séu afleiðing og svar við tilraunum BNA í Georgíu.

Ekki hélt ég að Bush yrði toppaður í heimskulegum yfirlýsingum og ráðagerðum. Nú hefur skrattinn hitt ömmu sína þar sem frú Palin er.

palin

Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina útilokaði frú Palin ekki stríð við Rússa vegna Georgíu!!!

Hún sagði jafnframt að „BNA yrði að vera á varðbergi gegn því ef stórríki réðust á minni lýðræðisríki“.

Gott og göfugt markmið, en kona, líttu þér nær!  


Þjálfa Víetnamar Bandarísk forsetaefni í framtíðinni?

john mccain 1973

Repúblikanar hafa látið mikið með þá reynslu McCain að hafa verið stríðsfangi N-Víetnama um árabil. Fullyrt er að þessi lífsreynsla geri hann að hæfari forseta!

Það er því spurning hvort ekki sé rétt í framtíðinni að senda verðandi forseta BNA í þjálfunarvist í Víetnamskar fangabúðir, láta þá ganga í gegnum sama prógramm og McCain, þá koma þeir heim, betri og hæfari að takast á  við forsetaembættið.  

Samkvæmt þessu  virðast allar sögur um  pyntingar, harðræði og kúgun, sem stríðsfangar Víetnama voru sagðir beittir til að brjóta þá niður, hafa verið á misskilningi byggðar.

Þeir hafa greinilega fengið góða og uppbyggilega meðferð sem hefur skilað þeim betri, aftur út í lífið.

McCain

 
mbl.is Mynd fannst af McCain er honum var sleppt úr prísund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin fullkoma nýting.

Nú hafa hollendingar hafið framleiðslu á rafmagni með brennslu á hænsnaskít og fullnýta þannig skítinn.

Fyrst eru kjúklingarnir látnir éta skítinn aftur og aftur, blönduðum saman við fóðrið til að framleiða heimsins braglausasta kjöt, hlaðið salmó, kamfíló og öðrum listaukum.

Svo er framleitt rafmagn úr áður margnýttum skítnum, rafmagnið notað til að lýsa upp kjúklingana meðan þeir framleiða meiri skít.

Hin fullkomna hringrás.

 


mbl.is 90.000 heimili rafvædd með hænsnaskít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsenda frestað

 

Það er allt útlit fyrir að heimsendi í dag hafi verið frestað fram að þeim næsta. Eins og gerst hefur með allar áður boðaðar heimsendaspár.

En til glaðnings fyrir heimsenda aðdáendur þá verður þeim að ósk sinni eftir svo sem 5 til 6 milljarða ára þegar sólin lýkur sinni ævi. Ég held ég nenni ekki að bíða eftir því.


mbl.is Hátíðarstemmning við hraðalinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveldið N-Kórea

Miklar og dýrar hersýningar hafa verið ær og kýr leiðtoga kommúnistaríkja til að sýna mikilleik þjóðarinnar og getu hennar undir magnaðri stjórn kommúnista og guðlegra foringja þeirra.

kim jong ilÞessum kommúnista ríkjum hefur blessunarlega fækkað hratt. N-Kórea hangir þó enn á gamla draugnum eins og hundur á roði.

Þar eru haldnar glæstar hersýningar til heiðurs landsföðurnum mikla. Þetta er gert á sama tíma og þjóðin hangir á horriminni í besta falli, en sveltur að öllu jöfnu heilu hungri þrátt fyrir guðlega forsjá landsföðurins Kim Jong-il. Hvernig væri ástandið ef hans og félaga nyti ekki við? Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda.

 sveltandi barn

En nú er illt í efni í N-Kóreu, talið er að landsfaðirinn sé kannski veikur eða látinn. Farið hefur nú fé betra. En það verður vart til bóta fyrir almenning því N-Kóreanski kommúnistaflokkurinn á örugglega ígildi Kim Jong-il í kippum. Nýr óskeikull sonur himnana verður kynntur til leiks.

Og fólkið sveltur áfram.  


mbl.is Kim Jong-il hvergi sjáanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fyrirgef þér Agnes,............ eða þannig!

Árni Johnsen hefur ákveðið að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur að hafa kjaftað frá því að Árni hafi framið afbrot, verið dæmdur í tukthús og afplánað dóminn, ja eða hluta hans.

Þetta mátti  ekki fréttast aftur.

Þetta er einhver undarlegasta fyrirgefningaryfirlýsing sem ég hef séð. Fyrst kemur fyrirgefningin en síðan hraunar Árni yfir Agnesi um leið og hann upphefur sjálfan sig. Þetta sýnir svart á hvítu að meint iðrun Árna hefur aldrei risið hátt.

Nú er það víst svo, að sögn Árna, að „samkvæmt lögum“  er umfjöllunarbann um hans mál, því hann er nú vammlaus með gæðavottunarstimpil  handhafa forsetavalds, flokksbræðra sinna, á rassgatinu. Flottara verður það víst ekki.

Verður þá ekki að ýta á stóra- stóra Del takkann og má þetta út úr minni þjóðarinnar? Ætli Árni megi vita þetta sjálfur?

Og ábending Árna um skort á mannasiðum hjá öðrum er brosleg.

Þessi málatilbúnaður og málalok eru hinum syndlausa og endurreista þingmanni ekki til álitsauka.

Agnes Bragadóttir hittir sennilega naglann á höfuðið þegar hún segir Árna hafa áttað sig á því á því að þetta myndi kosta hann peninga, og þegar Árni þarf að borga sjálfur hefur hann ekki áhuga.


mbl.is Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fangelsisyfirvöld ga ga?

Ágúst ógeð  Ágúst Magnússon barnaníðingur er  á reynslulausn enn og aftur þrátt fyrir að hafa brotið fyrri reynslulausn og verið staðinn að verki við fyrri iðju. Hann er nú búsettur í Svíþjóð! Er virkilega hægt að fá reynslulausn og flytja úr landi?

Í frétt Vísi.is segir m.a.:

„Í Svíþjóð hóf Ágúst nám við biblíuskóla Livets Ord safnaðarins.Enginn heimavist er í skólanum og hefur Ágúst leigt íbúð með fjórum mönnum undandarið.

Það fyrirkomulag hefur hins vegar verið til bráðabirgða og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Ágúst ákveðið að taka á leigu herbergi á heimili hjóna með tvö börn.

Hjónin eru meðlimir í Livets Ord söfnuðinum en safnaðarmeðlimum hefur ekki verið greint frá bakgrunni Ágústs á Íslandi. Ágúst óskaði eftir því við skólastjóra biblíuskólans að öllum upplýsingum um brot hans gegn börnum á Íslandi yrði haldið leyndum fyrir safnaðarmeðlimum.

Sem fyrr segir er dvöl Ágústs í Uppsölum háð leyfi fangelsisyfirvalda á meðan hann er enn á reynslulausn“.

Halló, halló!!!!!! Er ekki allt í lagi? Er barnaníðingi plantað með vilja og samþykkt fangelsismálayfirvalda á Íslandi inn á barnafjölskyldu í Svíþjóð og sannleikanum haldið leyndum fyrir þeim? Eru menn orðnir ga ga? Hvaða tilraun er verið að gera?

Svo er klykkt út með að segja:

„Sinni Ágúst ekki settum skilyrðum er litið svo á að hann hafi brotið gegn skilmálum um reynslulausn. Hann mun því þurfa að ljúka afplánun sinni í fangelsi“.

Halló! Ég hélt að einmitt þetta hefði gerst þegar óhræsis níðingurinn var gripinn í fyrri reynslulausninni. Á hann inni fleiri sénsa?

Hvaða helvítis leyfi hafa fangelsisyfirvöld til að leika sér svona með fjör barna hér og í Svíþjóð? Er það virkilega svo að helvítis ógeðið hafi meiri rétt en börnin okkar?

Er ég kannski að brjóta mannréttindi á viðbjóðnum með þessum skrifum? Ef svo er líður mér afskaplega vel með það.   

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband