Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Auddi og Sveppi kelfa kvígu.
2.11.2009 | 15:21
Það verður seint sagt um þá Audda og Sveppa að þeir séu sporfylgjendur í furðulegum uppátækjum sínum.
Það segir frá því á Vísi.is að samkvæmt frétt í Fréttablaðinu hafi þeir félagar nýlega brugðið sér í fjósið á Tannstaðabakka í Hrútafirði norður og átt þar rómantíska samverustund með einni kvígunni, með það að markmiði að kelfa hana.
Dýralæknafélagi Íslands mun ekki skemmt yfir þessu tiltæki og dregur eðlilega í efa getu þeirra félaga, að gagnast kú. Vegna verklegs getuleysis hafi þetta verið niðurlægjandi fyrir kvíguna, að sögn félagsins.
Líklegt verður að telja að á þessu sviði séu þeir algerir kálfar og beri sig fjærri því nægjanlega nautslega að, líkt og vanir sæðarar.
Ekki fer af því sögum hvort þessi ástarfundur í fjósinu á Tannstaðabakka hafi borið ávöxt.
Meðf. mynd er Fréttablaðsins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjónvarpsgláp við akstur...
2.11.2009 | 10:12
...hlýtur að flokkast undir handfrjálsa notkun á fjarskiptabúnaði.
.
.
![]() |
Mega glápa á sjónvarp undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bænheitir menn.
1.11.2009 | 12:22
Þegar Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland, þá ákvað Guð að sjá aumur á honum og bænheyra hann.
Guð blessaði því Ísland og gaf landinu fyrstu hreinu vinstristjórnina í sögu landsins.
En gjafir Guðs ærðu óstöðuga og nú eru hinir guðhræddu og hjartahreinu óánægðir sem aldrei fyrr.
Þar sem Geir er horfin á braut og ekki hægt að senda hann aftur á hnén, svo bænheitur sem hann var, mun þykja illt í efni, því Bjarni Ben II arftaki hans og vonarneisti, er ekki volgur hvað þá meira.
![]() |
Átti að vera vinaleg kveðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nikita
1.11.2009 | 11:15
Elton John - Nikita.
Þeir voru ekki normal sem ekki fengu vatn í liðina yfir Nikita.
![]() |
Elton John á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)