Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Kostar það hýðingu að svara í símann?

Sanntrúaðir uppreisnarmenn í Sómalíu beita fólk hörðum refsingum til að fá það til að eyða syndsamlegum hringingum úr símum sínum og setja í staðin upplestur úr Kóraninum.

Það er svo sem gott og blessað.

En skapar það ekki annað og öllu verra vandamál? 

Er það þá ekki Guðlast að svara í símann og stöðva þannig upplesturinn úr hinni merku bók?

  
mbl.is Banna „spillta" hringitóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið mikla?

Það má vel sjá þetta fyrir sér sem  módel af hruni Íslenska bankaundursins þegar það féll saman í einu vetfangi  í illa lyktandi kös.

 

Hvað eru margir sjússar í hverjum hillumetra af áfengi?


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Sigmundur tekinn út fyrir sviga?

Ekki ætla ég að mæla bót slakri mætingu Sigmundar Davíðs á nefndarfundi.

En er mæting annarra stjórnmálamanna hjá ríki og borg á fundi nefnda og ráða það glæsileg að eðlilegt sé að taka Sigmund sérstaklega fyrir?

Hugboð segir mér að svo sé hreint ekki.

Er ekki eðlilegt þessu samfara að birtar séu upplýsingar hvernig þessu sé almennt farið.


mbl.is Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er Frakki, um rembing, frá derring, til hroka

Hafin er leit að helsta þjóðareinkenni Frakka. 

Helsta þjóðareinkenni , ....nei ekki helsta, heldur eina þjóðareinkenni Frakka er hinn rótgróni og óviðjafnanlegi þjóðernisbelgingur,  að ekkert sé eitthvað  eða einhvers virði, nema það sé Franskt.

Hægt er að fara inn á vefsíðu sem opnuð hefur verið um efnið og tjáð sig um málið, en aðeins ef þú ert Franskur,  auðvitað.


mbl.is Frakkar leita einkenna sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla Hagamúsin

 

Vissara halda þeirri reglu til haga að vera í bjargbelti Jón Ásgeir!

 


mbl.is Ekki sjálfgefið að eigendur haldi Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má það vera?

Hvernig getur einhver lagt fram „spá“ kinnroðalaust, hvernig hagvöxtur og staða þjóðarbúsins verður eftir 5 ár? Tekur einhver í alvöru mark á þessu eftir það sem á undan er gengið?

Hvaða aðferðir og formúlur notar AGS til að finna þetta út? Þær sömu og sögðu okkur 2007 að hagvöxtur hér og útþensla lífsgæða tæki aldrei enda?

Þó einhver hagfræðingurinn eða greiningardeildarsérfræðingurinn innan bankakerfisins hafi skynjað hvað myndi gerast á haustmánuðum 2008, þá  var það ekki sagt upphátt, enda þáðu þeir ekki laun fyrir það.

Fyrir venjulegt fólk er það illskiljanlegt hvernig AGS ætlar að ná fram hagvexti hér í náinni framtíð,  því meðulin sem AGS beitir  á hagkerfið eru meira í ætt við eitur en fjörefni.

AGS ætti að snúa greiningardeild sinni innávið og skoða sögu bankans, slóð auðnar  og dauða.

Svo mikið er víst að það verða ekki greiningardeildarsérfræðingar AGS sem rífa þjóðina upp úr þessum fúla pytti, það gerir hún sjálf.

  


mbl.is Spá hagvexti eftir 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er fullkomlega eðlilegt hlutfall!

Hlutfall kvenna,  innanvið  ¼ af viðmælendum í þáttum  á RUV eins og t.d. Silfrinu og Vikulokunum, er fullkomlega eðlilegt og alls ekki gagnrýniverð.

Því það endurspeglar hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu, það óeðlilega er,  hve illa konum gengur að ryðja sér braut í stjórnunarstöður í þjóðfélaginu.  

Það væri líklegra til árangurs fyrir konur ef Kvenréttindafélag Íslands réðist  gegn orsök vandans, en hjólaði ekki í afleiðinguna.   

Egill Helgason og Hallgrímur Thorsteinsson bera ekki ábyrgð á vandanum, þeir gera hann aðeins sýnilegan.


mbl.is Sjónarmið kvenna komast ekki að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin upprætt.

Barack Obama ræddi í dag við Karzai „forseta“ Afganistan og hvatti hann til að uppræta spillinguna í landinu.

Þar sem Karzai er holdgerfingur Afganskrar spillingar á hann aðeins eitt ráð vilji hann fara að ráðum Obama, að fjarlægja sjálfan sig – varanlega.


mbl.is Hvatti Karzai til uppræta spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagleg skipan

Ekki verðu annað séð en skipan Stefáns Hauks Jóhannessonar til að fara fyrir samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið sé bæði fagleg og skynsamleg.


mbl.is Stefán verður aðalsamningamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ, hæ, Osama hér er ég!

 USS New YorkUSS New York er 205m á lengd og særými þess er 25.000 tonn. Það eru því verulegar ýkjur að segja skipið smíðað úr Tvíburaturnunum, þegar aðeins sjö og hálft tonn af massa skipsins er stál úr turnunum.

Ég fæ ekki betur séð en þessi afgerandi tenging skipsins við Tvíburaturnana sé mjög misráðin og aðeins til þess fallin að gera það að uppáhalds skotmarki hryðjuverkamanna.

Alt eins hefði mátt mála skotskífur á síður skipsins. Verði þessu fljótandi tákni 11. september grandað yrði niðurlæging Bandaríkjanna alger.

Áhugasama skortir örugglega ekki.


mbl.is Herskip smíðað úr stáli Tvíburaturnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.