Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Ástarbrímans fagurmæli
8.11.2009 | 16:47
Það er eins gott að þessari nauðgunarhugmyndafræði skjóti ekki upp kollinum hér á landi.
Þá væri vá fyrir dyrum hjá báðum kynjum og dómskerfið færi gersamlega á hliðina.
Nægur er nú vandinn samt.
![]() |
Bónorð réttlæti ekki kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leiftur úr hruni fortíðar.
8.11.2009 | 14:43
Það er ekki ólíklegt að Íslendingar fái svona aðkenningu af fortíðarleiftri eftir 20 til 30 ár og safni þá öllu sem viðkemur hruninu og höfundum þess.
Innrömmuð afskrifuð kúlulánabréf bankastjórnenda, stjórnmálamanna og annarra innmúraðra fjármagnsáskrifenda frjálshyggjunnar föllnu, munu seld dýrum dómum ásamt brjóstmyndum af Geir, Bjarna, Halldóri og Sollu.
Ekkert verður talið of hallærislegt, afdankað eða ómerkilegt geti það kallað fram glæst fortíðarleiftur um hinar föllnu frjálsræðishetjur hvort sem það eru myndir af hálfbyggðum höllum hist og her, útrásarveifur, barmmerki, forsetabréfin eða bara allur pappírinn úr tæturum bankanna.
Ekki þarf að efa að Morgunblaðið muni þá birta um þetta frétt með flennifyrirsögninni Sjálfstæðismanna afurðir aftur í tísku, þ.e.a.s. ef þá verður ekki löngu búið að blessa minningu þess ágæta blaðs.
![]() |
Kommunistavörur aftur í tísku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðsöngur landnámshænsnanna
7.11.2009 | 21:45
Aðdáunarverð þrautseigja.
7.11.2009 | 13:23
Að leggja árar í bát, þótt á móti blási er hugtak sem greinilega er ekki til í orðasafni þessarar þrautseigu konu, sem hefur náð skriflega hluta ökuprófsins eftir 950 tilraunir.
Vonandi verður verklegi hluti ökuprófsins ekki jafn brattur fyrir þessa stórmerkilegu konu, svo hún geti sem fyrst látið þann draum rætast að fá sér bíl.
![]() |
Náði skriflega prófinu í 950. tilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýnæmi ef aðkeypt þjónusta kostar ekki neitt.
7.11.2009 | 11:30
Málsskjöl sem innihalda allskonar viðkvæmar persónuupplýsingar eru fjölfaldaðar af einkaaðila út í bæ fyrir ríkissaksóknara- embættið.
Að sögn Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara verður þetta fyrirkomulag viðhaft þar til fjármagn fæst svo hægt sé að ljósrita hjá embættinu!
Hvaðan kemur fjármagnið sem fer í þessa aðkeyptu þjónustu eða er hún unnin í þegnskylduvinnu, sem væri nýnæmi hér á Fróni?
Þeir ættu að gleðjast sem vilja að ekkert sé gert hjá ríkinu sem hægt er að fá aðkeypt.
![]() |
Ljósritað úti í bæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að stóla á mbl.is
6.11.2009 | 23:26
Á mbl.is hefur greinilega verið lögð af gamla aðferðin að setjast á stóla og standa upp af þeim.
Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að stíga á og af stólum.
Davíð hefur þá stigið á ritstjórastól Moggans. Vonandi fatast honum ekki staðan þótt staða blaðsins sé afleit.
.
![]() |
Fegurðardrottning stígur af stóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dæmir Héraðsdómur Suðurlands ekki eftir lögum?
6.11.2009 | 18:45
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag tæplega fertugan karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang samræði við 13 ára gamla stúlku í september í fyrra. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 400.000 kr. í miskabætur og 697.000 kr. í sakarkostnað.
Ég veit auðvitað ekki hvernig tímatalinu er háttað í Héraðsdómi Suðurlands, en síðast þegar ég gáði þá töldust vera 12 mánuðir í einu ári. Nema rétturinn sé að nýta sér þá heimild til refsilækkunar að fertugur maðurinn teljist vera á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið.
Dómurinn metur miska- og skaðabætur stúlkunnar hæfilega metna 4/7, eða rétt rúmlega helming af þeirri upphæð sem lögfræðingar og dómskerfið telja hæfileg gjald fyrir sína aðkomu að málinu.
![]() |
Dæmdur fyrir að hafa haft samræði við 13 ára barn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Love Hurts - Nazareth & The Munich Philharmonic Orchestra
5.11.2009 | 23:51
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er batnandi mönnum .....?
5.11.2009 | 15:30
Það er alveg glænýtt að Heimdellingar skuli tala um gagnsæi, sem hefur ekki verið þeim þjált orð í munni fram að þessu.
Gera Heimdellingar kröfu um gagnsægi á öllum sviðum eða bara um stundarsakir í aðkomu bankanna að endurskipulagningu atvinnulífsins svo hægt sé að fylgst með því að réttum aðilum verði veittur aðgangur að kjötkötlunum?
Er t.d. líklegt að Heimdellingar ætli að leggja af árlegan harmsöng sinn þegar skattskrár eru lagðar fram?
Heimdellingar hafa algerlega hafnað því gagnsæi sem skattskrárnar veita og barist hatramlega gegn framlagningu þeirra, sem þeir telja til höfuðsyndanna.
![]() |
Heimdallur hvetur til gagnsæis og útboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kötlugos lausnin?
4.11.2009 | 22:45
Landbrot er farið að ógna byggðinni í Víl í Mýrdal. Árni Johnsen boðar til fundar í fjörunni við Vík annað kvöld til að reyna að hemja hafið.
Ljóst er að hressilegt Kötlugos með öllu tilheyrandi myndi færa strandlengjuna við Vík verulega fram og redda málinu.
Í stað þess að rymja yfir fundarmönnum í flæðamálinu ætti Árni því að bregða sér á Kötlu kerlingu og taka lagið.
Þá er eins víst að Katla gamla rumskaði af svefni sínum, blési hressilega frá sér til að hrista af sér okið.
Ætli fundarmenn að bíða í fjörunni meðan Árni athafnar sig á Kötlu væri vissara að mæta í bússum.
![]() |
Fundarmenn mæti í sjóstígvélum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)