Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Voováááávhá!!
22.11.2009 | 15:55
Hvað er annað hægt að segja? Okkur er í dag geimfarabarn í heiminn fætt.
Varð pabbi úti í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
„Vinir okkar“ Bretar
22.11.2009 | 14:26
Er eitthvað í þessum fréttum sem kemur í sjálfu sér á óvart?
Er einhver sem trúir því í einlægni að stríðsmang og hernaðarhyggja séu samherjar sannleikans?
Var sannleikurinn leiðarljósið þegar Davíð og Halldór, tveir einir, gerðu Ísland að þátttakanda í Íraksstríðinu?
Svo virðist sem kappið hafi verið meira en forsjáin hjá blessuðum Bretunum, rétt eins og hjá okkar landsfeðrum, enda skynsemin sjaldnast meðreiðarmær þegar liggur á að gera sig gildan í augum Sam frænda.
Voru þeir ekki fremstir þarna skítseiðið Gordon okkar Brown og Tony karlinn Blair sem blessunarlega missti af vagninum að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins?
Bretar virðast bestir í því að knésetja varnarlausar örþjóðir, því þar hefur þeim tekist hvað best upp undanfarið.
Mistök og leynd í Íraksinnrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Toppurinn á tilverunni?
21.11.2009 | 18:51
Fyrir okkur öllum dauðlegum mönnum liggur að enda ævina og deyja. Dauða manna getur borið að með ólíkum hætti.
Þeir sem ekki deyja af elli látast þá af sótt, slysum, hernaði o.s.f.v.
Suma hendir það lán að látast í pílagrímsferð Drottni sínum til dýrðar.
Ekkert ætti að toppa þann dauðdaga nema þá ef dánarorsökin væri svímaflensa, sem er auðvitað erfðasyndin sjálf.
Pílagrímar í Sádi-Arabíu hafa látist úr svínaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
John Denver
21.11.2009 | 18:03
Þeir sem komnir voru til vits og ára 1997 muna eftir John Denver þeim mikla snillingi sem lést í flugslysi 12. október það ár.
Hlýðum á John Denver flytja lagið Thank God I'm a Country Boy.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Airbus A380
21.11.2009 | 00:45
Ég vann við stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nokkur ár. Um tíma komu Airbus A380 oft til tilraunalendinga á Keflavíkurvelli og þá var oftast verið að prófa vélina í flugtaki og lendingum í miklum hliðarvindi.
Þá gafst oft tækifæri til að fylgjast með og það var unun að sjá þetta bákn koma inn til lendingar og taka á loft í hávaða roki.
Það vakti undrun hvað þetta flykki lét vel að stjórn og hve hljóðlát hún er.
Sjón er sögu ríkari, hér er klippa frá lendingu vélarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Stærðin á A380 sést vel samanborið við Boeing 737-300 vél Blubird.
Risaþota í fyrsta sinn yfir Atlantshaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hver er krafan Jón?
20.11.2009 | 19:49
Jón Gerald Sullenberger virðist ekki hafa maga fyrir samkeppni því hann er strax í fyrstu viku farinn að grenja.
Hver er krafan hjá Jóni? Eiga birgjar að hækka verðin til Bónus svo Bónus verði að koma upp að hliðinni á Jóni í verðum?
Verður það kjarabótin sem Jón ætlaðir að færa landsmönnum?
Ef útsöluverðin í Bónus eru lægri en Sullenberger stendur til boða hjá birgjum væri þá ekki einfaldast hjá honum að gefa skít í birgjana og birgja sig upp í Bónus? Þar er jú lægsta verðið.
Vill betra verð frá birgjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Banki eða þvottaefni?
20.11.2009 | 18:18
Hvaða orðskrípis nafn er þetta á banka?
Halda mætti að þetta væri heiti á einhverju innfluttu froðu þvottaefni en ekki nafn á Íslenskum banka í ríkiseign.
Þvílík hugmyndaauðgi!
Kaupþing í Arion-banka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bravó Hafró
20.11.2009 | 11:17
Kvótakerfið sem sett var á 1984 til að hindra ofveiði og tryggja vöxt og viðgengi fiskistofnana hefur á 25 árum ekki skilað öðru en nær samfeldum niðurskurði aflaheimilda allan þann tíma.
Nú kemur loksins jákvæð stofnmæling og þá stekkur Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, sem hefur haft vondan málstað að verja, hæð sína í loft upp og hrópar á torgum að nú sé kerfið að sanna sig.
Þráhyggju Havró undanfarin ár má líkja við mann sem stekkur út í óveður með þá ætlan að lægja storminn með því að blaka dagblaði upp í vindinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu mannsins herðir veðrið, en þar kemur um síðir að storminn lægir og þá stendur garpurinn keikur og hrópar, hvað sagði ég, þetta svínvirkar.Ég segi nú bara bravó Hafró, bravó.
Veiðisamdráttur skilar árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hræsni andskotans
9.11.2009 | 21:16
Margt stórmennið, núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar ásamt almennum borgurum er saman komið í Berlín til að fagna því að 20 ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins illræmda.
Fall múrsins, sem var tákn kúgunar og harðstjórnar, markaði upphaf nýrra tíma.
En á sama tíma, í dag, er unnið við að reisa annan múr, aðskilnaðarmúrinn í Palestínu, sem eins og múrinn í Berlín, er ætlaður til kúgunar og valdníðslu.
Enginn hreyfir hönd né fót gegn nýja múrnum og hinum kúguðu til varnar, ekki einu sinni fólkið sem nú fagnar sínu frelsi í Berlín.
Og þá ekki þeir sem hvað digurbarkalegast gefa sig út fyrir að vera málsvarar frelsis og mannréttinda og nota þetta tækifæri til að gera sig gilda í Berlín.
Tilfinningaþrungin athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hálfvelgja og hortugheit
9.11.2009 | 13:40
Ég verð að játa að ég skil ekki til hlítar þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ef rétt er eftir henni haft.
Það er ljóst að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar daufheyrðist mánuðum saman fyrir hrunið, þótt viðvörunarbjöllur hringdu linnulaust og aðhafðist ekkert til að hindra eða draga úr yfirvofandi áföllum.
Ef skilningur minn á orðum Ingibjargar er réttur þá virðist hún ekki mjög leið yfir þessu aðgerðarleysi sínu heldur því að þjóðin hafi í kjölfarið orðið hamslaus af reiði, því reiðin sé mjög vont afl.
Engu er líkara en Ingibjörg sé að reyna að nálgast afsökunarbeiðni án þess að geta eða vilja stíga skrefið til fulls. Enda er tilgangur slíkrar afsökunarbeiðni óljós þar sem ekki er sjálfgefið að þeir sem á hlýða teljist fulltrúar þjóðarinnar.
Þá er það spurning hvort hortugheit Geirs H. Haarde sé ekki skömminni skárri, hann hefur ekki reynt að nálgast afsökunarbeiðni og ætlar ekki að gera það, að eigin sögn, því hann ber hreinlega ekki ábyrgð á einu eða neinu varðandi efnahagsstjórn landsins undanfarin ár. - Hreinar línur hjá Geir engin hálfvelgja þar á ferð.
Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)