Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Þarf ekki einbeittan (brota)vilja....

....að sjá engin tengsl milli Björgólfs Thors Björgólfssonar og bankans.

Rétt eins og rakkinn að tarna á myndbandinu sem telur afturfótinn á sér vera sér algerlega ótengdan.


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Raftæknilegt stjórnunartæki“

„Taser tilkynnti í dag að nýja X3 „raftæknilega stjórnunartækið“, þ.e. byssan, væri fyrsta nýja vopnið frá fyrirtækinu frá árinu 2003. Nýja tækið mun enn öruggara en fyrri útgáfur.“

Já þessi nýja byssa er víst mun öruggari en fyrri útgáfur!

Þær eldri voru víst sagðar fullkomlega öruggar og fullkomlega skaðlausar.

Því hlýtur þessi nýja útgáfa að auka við heilsu þeirra sem verða fyrir hennar „þjónustu“.

Næsta heilsubótaræðið kann því að verða að fólk láti skjóta sig með þessu nýja undratæki.

Svínaflensusmit verður þá afgreitt með einu skoti.

  
mbl.is Ný Taser-byssa kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði það ekki fyrst orðið fréttaefni...

.... hefði Bjarni Ármannsson komið og sagt; „gífurleg auðsöfnun mín og fárra annarra einstaklinga á kostnað þjóðarinnar var fullkomlega óeðlileg“ ??


mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensa - kafli 29776, þáttur 4889, taka 465.

Fyrirburi í Taílandi, sem tekinn var með keisaraskurði reyndist veikur af A(h1N1)flensu.

Í fréttinni segir orðrétt „Ekki er vitað hvernig smitið barst í barnið.“  !!

Halló, var ekki móðirin smituð! Er þörf á vangaveltum um smitleiðina?

Er yfir höfuð þörf á þessari taumlausu „svínaflensu“ umfjöllunar fári fjölmiðla?

 
mbl.is Fæddist með svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftrýmisgæslan er bull og verður aldrei annað

 

AIR_F-15E_Flare_lgLoftrýmisgæsla, afskaplega fínt orð og sakleysið uppmálað. En það er sama hvað þetta er kallað þetta verður aldrei annað er hernaðarbrölt. 

Við Íslendingar eigum ekki að standa í slíku bulli hvorki við núverandi aðstæður eða aðrar aðstæður. Hernaðarbrölt  verður ekki réttlætanlegt þótt menn hafi efni á því.

Hernaðarumsvif hverskonar eru andstæð hugsunarhætti þorra þjóðarinnar þótt nokkrir „hernaðarhaukar“ Íslenskir hafi barist fyrir Íslenskri „hervæðingu“ og beinni þátttöku okkar í hernaðarleikjum stórveldanna og orðið býsna vel ágengt í þeirri viðleitni sinni.ossur006

Ummæli Össurar að meiri gjaldeyrir komi inn í landið vegna þessara hernaðarleikja en sem nemur okkar framlagi eru forkastanleg. Ég fordæmi svona hugsunarhátt.

Hvert er þá næsta skref í öflun gjaldeyris? Verður hafin hér framleiðsla á hergögnum, sprengjum og öðrum morðtólum?

Út á hvaða braut ert þú kominn Össur?


mbl.is „Þetta er óþarfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sænska leiðin, ....

Hooker-018....sem var sögð lausn lausnanna, ekki að virka?

Skrítið.

Gaman verður að heyra skýringu talsmanna sænsku-dásemdarinnar á þessu.


mbl.is Götuvændi eykst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var að breytast í „Bandaríkjamann“ – smá offitusaga

Hugsunin um hinn dæmigerða Bandaríkjamann, flesta nokkuð yfir kjörþyngd og alltof marga verulega yfir henni og alltof, alltof marga langt yfir sinni kjörþyngd er ekki jákvæð og uppbyggileg, sér í lagi ef hún hittir mann sjálfan fyrir.

Undanfarin ár hef ég verið að fitna hægt en  örugglega

Mér hefur líkt og öðrum sem líkt er ákomið með hlotnast flestir ókostir offitu. M.a. var mér færð sú frétt í byrjun árs að áunnin sykursýki hefði gert vart við sig og lyf við henni myndu bætast  í safnið. Einu hélt ég þó óbreyttu, það var styrkur fótanna, ég gat gengið nánast í það óendanlega ef því var að skipta.

Konan hafði gefið mér hundinn Bangsa fyrir nokkrum árum, örugglega í og með til þess að ég hreyfði mig meira. En ég leysti ríka hreyfingarþörf hundsins oft  með því að keyra hann á hentuga staði og fylgdist svo grannt með honum stunda alla okkar hreyfingu, sem hann gerði svikalaust.

Við þetta offituvandamál mitt bættist að ég varð atvinnulaus í október á síðasta ári og hef verið þar til nýlega.

Í byrjun febrúar á þessu ári þegar vigtin hrópaði á mig að það væri farið að halla í 143 kílóin þá varð mér endanlega ljóst að ég væri  kominn langleiðina í hvíta kassann.  Þá ákvað ég af fullri alvöru að nú væri nóg komið og nú yrði sett í bakkgír.

Bíllinn var alfarið skilinn eftir heima þegar við Bangsi fórum í labbitúrana. Oft var genginn 3ja km hringur út á Bót og heim aftur, og aldrei sjaldnar en tvisvar á dag, alla daga auk styttri ferða.

Oft er ráðlagt af „sérfræðingum“  að til megrunar þurfi að gjörbreyta matarræðinu. Hvað mig varðaði var svo ekki. Eina breytingin á matarræðinu, fyrir utan að borða ögn minna en áður, var að ég hætti alfarið að drekka mjólk, en hana hafði ég ofnotað, hreint út sagt.

Hvað mig varðaði skipti ekki máli, til megrunar, hvað fór ofaní mig, heldur magnið, auk þess að brenna meiri orku með meiri hreyfingu.

Vigtin sagði mér í dag að ég væri 118,2 kg. Ég er að vonum býsna ánægður með árangurinn. Rúm 24 kíló farin án nokkurra erfiðleika á rúmum fimm mánuðum.

Mér er létt í allri merkingu þess orðs.

Tilgangur minn með þessari grein er ekki að monta mig, heldur benda þeim sem líkt er ákomið og mér að megrun er vel framkvæmanleg án verulegra erfiðleika eða kostnaðar.

Ekki er nauðsynlegt að kaupa sér dýra tíma í líkamsræktum og sprikkla í litríkum búningum til að ná árangri.

  
mbl.is Yfir 25% Bandaríkjamanna þjást af offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kvöld kl. 23:15 gerist það góðir hálsar.

sprungukerfi-reykjanesLára Ólafsdóttir sjáandi hefur spáð fyrir um öflugan jarðskjálfta á Krýsuvíkursvæðinu í kvöld kl. 23.15 og skjálftinn verður að sögn mjög öflugur. 

Óstaðfestar fregnir herma að Lára hafi áður „varað“  Veðurstofuna við fyrirfram um nokkra fyrri skjálfta.

Það er rétt fyrir þá sem taka svona alvarlega og eru ájarðrask hættusvæðinu að gera viðeigandi ráðstafanir. Ég er hinsvegar efasemdarmaður og læt mér fátt um finnast.

Spennan eykst örugglega þegar líður á kvöldið, svo er bara spurningin hvort spennulosunin kl 23:15 verður í jarðskorpunni eða íbúum svæðisins.

.


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minkurinn verður fulltrúi hænsnanna.

Ég hef áður lýst skoðun minni á Jóni Bjarnasyni sem ráðherra, sé ekki ástæðu til að endurtaka það. Jón er nú sem stendur ráðherra beggja þeirra málefna sem  mest verður tekist á um í komandi Evrópusambands aðildarviðræðum.

Ekki þarf að fara í grafgötur með persónulega skoðun ráðherrans á aðildarumsókn að Evrópusambandinu og því er borin von að hann muni hafa snefil af áhuga á að vinna málinu því brautargengi að færa okkur nær aðild.

Að tefla Jóni Bjarnasyni fram sem aðalmanninum í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum er rétt eins og fela minkinum að tala máli hænsnanna.

 
mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er allt hægt með LEGO


mbl.is Byggir sér einbýlishús úr legói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband