Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Hvar eru landvættir moggabloggsins?
14.8.2012 | 14:09
Þegar þetta er skrifað er þessi frétt um Sædrekann orðin tveggja og hálfs tíma gömul og enn hafa engin samsæriskenningablogg komið um augljós tengsl heimsóknar Sædrekans og hugsanlegrar leigu á smá spildu úr landi Grímstaða. Svo ekki sé talað um veru tveggja fulltrúa landráðastjórnarinnar um borð í skipinu, hvar þeir sitja að boði ríkisstjórnarinnar að augljósum svikráðum við eigin þjóð.
Er landvætunum Moggabloggsins farið að förlast?
Í eldri frétt um ferð skipsins hafði Páll Vilhjálmsson leigupenni og haugsmiðill, ekki Baugsmiðill, áttað sig á beinum tengslum ferðar skipsins við Samfylkinguna, eins og glöggt má sjá af siglingaleiðinni.
Hann getur verið tilfallandi glöggur hann Páll, sérílagi þegar honum er greitt fyrir það.
Snædrekinn við Íslandsstrendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slappt viðskiptavit
14.8.2012 | 12:57
Þjófnaður á miklu magni af málningu að nýafstaðinni gleðigöngu er undarlegur.
Ef þjófarnir væru sannir bissnismenn hefðu þeir hnupplað málningunni fyrir gleðigönguna þegar eftirspurn eftir málningu er í sögulegu hámarki á Íslandi, þegar hálf þjóðin, streymir spriklandi og strípuð út á stræti og torg, máluð eins villimenn.
Málningu stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæpur í matinn
14.8.2012 | 11:50
Það er afskaplega skynsamlegt að haga veiðum á hrefnu eftir eftirspurn og raunar ekki forsenda fyrir öðru.
Þeir sem ekki geta unnt öðrum að neyta hrefnukjöts og kalla það jafnvel glæpsamlegt, virða ekki nein rök og una sér ekki hvíldar í áróðri sínum gegn skynsamlegri nýtingu á auðlindum sjávar. M.a. er lítil neysla á hrefnukjöti notuð sem rök gegn þó afar takmörkuðum veiðum á henni, þó það sé beinlínis í hrópandi mótsögn við meintar ofveiðifullyrðingar sömu manna.
Líkur má að því leiða að eftirspurn á lambakjöti væri ekki með hressasta móti, hefði neysla á því verið stöðvuð í tuttugu ár vegna misskyldra verndunarsjónamiða og heil kynslóð þannig látin fara þess á mis að alast upp við kosti þess og gæði. Þegar það kæmi á markaðinn aftur væri slök eftirspurn í upphafi að sjálfsögðu notuð sem rök gegn þeim glæp, sem neysla á kindakjöti væri sögð.
Með tíð og tíma mun neysla á hvalkjöti aukast, eftir því sem fleiri og fleiri kynnast og reyna hvaða gæða góðgæti hvalkjötið er, hreinleika þess og hollustu. Það er nánast glæpur að vilja meina mönnum þess.
29 hrefnur eru komnar á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að hengja bakara fyrir bankamann
13.8.2012 | 11:45
David Walker, nýr stjórnarformaður Barclays bankans breska, telur að upptaka þjónustugjalda og gjaldtöku allskonar í bankakerfinu þarlendis muni leiða til heilbrigðari viðskiptahátta bankanna.
Það mætti benda þessum Walker á, að þjónustugjöld og önnur gjaldtaka Íslensku bankanna af viðskiptavinum sínum hafi hreint ekki, nema síður væri, hindrað græðgisvæðingu bankanna sem varð þeim að lokum að falli.
Leggur til gjald á bankareikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar í þjóðfélagsstiganum hætta skattsvik að vera afbrot?
12.8.2012 | 14:32
Skattgreiðslur forsetafrúarinnar hafa verið í umræðunni í sumum fjölmiðlum undanfarið, þó aðrir reyni hvað þeir geta að þegja það hneyksli í hel.
Fremstir í þeirri þöggun fara pólitískir andstæðingar forsetans, sem þó létu sig hafa það að kjósa hann í nýafstöðnum forsetakosningum, því þeir töldu það fullnægja stjórnarandstöðu ákefð sinni og krónískum ótta við Evrópusambandið.
Ljóst er að skattauppgjör húsmóðurinnar á Bessastöðum er ekki í samræmi við Íslensk skattalög, hvað sem skýringum forsetaembættisins líður.
Mogginn þegir þunnu hljóði um þessi meintu skattsvik forsetafrúarinnar, sem hann best getur, en ég sé fyrir mér fyrirsagnirnar í Mogganum, greiddi einhver núverandi ráðherra eða flokksfélagi ríkisstjórnarflokkana skattana sína erlendis!
Þá yrði nú ólmast maður og afsagna krafist!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Faðernið sannað
9.8.2012 | 11:44
Þá er það loks á hreinu að AMX.is, saurugasti vefmiðill landsins, er, sem margan hefur grunað, skilgetið afkvæmi Morgunblaðsins!
Samkvæmt frétt á Vísir.is, en eðlilega ekki á mbl.is.
Einstakt afrek
1.8.2012 | 20:08
Þessi auglýsing er tær snilld. Það þarf snillinga og kraftaverkamenn til að gera efni, með þátttöku Árna Johnsen, skemmtilegt. Það hefur aldrei tekist áður og næsta vonlítið að muni gerast aftur.
Þjóðhátíð blásin af? slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)