Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Ódýrt vinnuafl
3.1.2014 | 14:16
Oft hafa þau rök verið notuð fyrir flutningi á störfum og verkefnum úr landi að vinnuaflið sé alltof dýrt á Íslandi. Algjör viðsnúningur virðist hafa orðið í þeim efnum.
Vinnuaflið er raunar orðið það ódýrt á Íslandi að það borgar sig frekar að handmoka snjó af kirkjutröppunum á Akureyri en að nota frárennsli hitaveitunnar til þess að bræða snjóinn.
Að vísu hafa Akureyringar notað rafmagn til að hita vatnið í bræðslukerfinu, sem er óskiljanlegt með öllu þegar afrennsli hitaveitunnar rennur trúlega framhjá tröppunum á leið sinni til sjávar.
![]() |
Handmoka kirkjutröppurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stór mont frétt
2.1.2014 | 20:18
Frumburðurinn Bryndís, sem er að útskrifast sem lögfræðingur síðar í þessum mánuði, eignaðist sitt þriðja barn í gærkveldi, lítinn krúttlegan afastrák.
Fæðingin gekk vel og afar fljótt fyrir sig og heilsast móður og syni vel og frábæri pabbinn, hann Maggi, er í skýjunum.
Ég er afar montinn afi, með mitt 8. afabarn í höfn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kæru vinir
1.1.2014 | 07:57
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna!