Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Lífskertið brennur í báða enda

Það er eins víst og dagur fylgir nótt að þessi óútreiknanlegi ólátabelgur Justin Bieber, verður ekki langlífur taki hann sig ekki fljótlega saman í andlitinu.

Hann ætti að vera þeim foreldrum víti til varnaðar sem reyna að trana börnum sínum inn á fallvaltar frægðarbrautirnar.


mbl.is Gomez vill að Bieber fari í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert...

...má nú orðið.
mbl.is Stóð nakinn við glugga og snerti sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi.....

....segðu af þér!


mbl.is Samningarnir kolfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi hækkun....

...ásamt öðrum „afturkölluðum“ hækkunum verður laumað í umferð,  þegar samningahringnum hefur verið lokað.

Á einhver von á því að þessi hækkunarhrina og þörfin fyrir henni hverfi bara si svona?


mbl.is Herjólfur dregur hækkun til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomnun "sköpunarverksins"

Maðurinn, sem meðfylgjandi frétt fjallar um, er af náttúrunnar hendi útbúinn tvennum „tólum“. Í samræmi við nýjustu strauma og stefnur er annað „tólið“ auðvitað gagnkynhneigt  og hitt samkynhneigt!

Er nokkuð eðlilegra?

 


mbl.is Fæddist með tvö typpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg framtíðarsýn, héðan séð?

Margt bendir til þess að þróun ESB verði hröð í átt að aukinni miðstýringu á kostnað sjálfstæðis aðildarlandanna ef marka má orð Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Hún vill raunar stíga  skrefið til fulls og gera Evrópusambandið að Bandaríkjum Evrópu. Þetta kann að vera skynsamlegt pólitískt séð og eina ráðið til að sameiginleg efnahagsstjórn og mynt verði ekki í skötulíki til frambúðar.

Þá standa aðildarríkin frammi fyrir því að yfirgefa sambandið eða afsala sér sjálfstæði sínu og gerast fylki í hinu nýja ríki.  Það gæti orðið erfiður biti að kyngja fyrir sum þeirra hið minnsta.

Hvernig ætli Íslendingum almennt hugnist sú framtíðarsýn að Ísland verði  sýsla í Bandaríkjum Evrópu?  Hrollur og heiftarleg gæsahúð verður eflaust svar margra við þeirri spurningu þó einhverjir muni reyna að þvinga fram bros, út í annað.

Ég efast meira segja um að margir fylgjendur aðildar að ESB í dag, yrðu  talsmenn aðildar þegar  Bandaríki Evrópu eru orðin að veruleika. Þetta innlegg Viviane Reding í umræðuna er líklegt til að hafa sterkari áhrif á afstöðu margra Íslendinga til ESB en öll umræðan fram til þessa. Eða hvað?


mbl.is Byggð verði upp Bandaríki Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vorkenndi Gylfa

Við áhorf á Kastljós kvöldsins komst ég á það stig að vorkenna Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, í viðureign hans við Vilhjálm Birgisson verkalýðsforingja af Akranesi, en aðeins augnablik.

Gylfi talaði lítið um vilja og þarfir sinna umbjóðenda, en því meira um vilja og þarfir Samtaka Atvinnulífsins. Hans málflutningur snérist aðallega um hagsmuni SA;  ...þeir sögðu nei,......þeir höfnuðu því,....þeir vildu ekki, ....þeir samþykkja ekki, ....þeir vildu ekki þetta og þeir vildu ekki hitt.

Rýr væri eftirtekja áratugabaráttu verkalýðshreyfingarinnar hefði hún alltaf strax lagt niður skottið, í hvert skipti sem  atvinnurekendur höfnuðu framsettum kröfum!

Aðspurður kvaðst Gylfi vel geta lifað af lágmarkslaunum. Til hvers er verkalýður þessa lands þá að greiða Gylfa fimm eða sexföld þau laun? Ekki verða ofurlaun Gylfa skýrð með árangri í starfi, svo mikið er víst.

Setjið Gylfa niður á lægsta taxtann strax á morgun, hann þarf ekki meira, segir það sjálfur. Líklegt má þó telja að skilningur hans á hækkun lægstu launa myndi aukast eitthvað eftir það.


Fyrirséður jarðskjálfti

Hressilegur skjálfti varð í Grindavík kl. 12.12. Samkvæmt grafi Veðurstofunnar var hann 3,5 á R. og  átti upptök sín rétt norð-vestan við „Þúfuna“ („bæjarfjallið“).

Skjálftinn kom hreint ekki á óvart, Þór Gunnlaugsson heilunartransandalæknamiðill var búinn að spá skjálfta á landinu á árinu - eða síðar.


mbl.is Jörð skalf við Svartsengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgát skal höfð....

Af hverju fær Michael Schumacher og hans fjölskylda ekki frið í þeirra erfiðu baráttu? Er raunveruleg eftirspurn eftir stöðugum fréttum af líðan hans fréttatíma eftir fréttatíma? Færi allt á hliðina þó æsingurinn yrði aðeins róaður miður og ekki bærust linnulausar fréttir frá sjúkrahúsinu um allt sem tengja má við manninn?

Stórmerkileg hefur mér þótt umfjöllun RUV um slysið og eftirmála þess. RUV hefur nánast eingöngu fjallað um málið í íþróttafréttunum en ekki  í almennum fréttum eins og ætla mætti. Er rétt að fjalla um þetta og hliðstæð mál í íþróttafréttum af því að viðkomandi er þekkt persóna úr  íþróttaheiminum?

Ef  Schumacher væri veðurfræðingur, væru þá veðurfréttirnar á RUV lagðar undir fréttir af líðan hans?


mbl.is Biður fjölmiðla um frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögufölsun Morgunblaðsins

Hvaða annarlegu hagsmuna er Morgunblaðið að gæta þegar það birtir lyga frétt um 100 ára afmæli  „Óskabarns þjóðarinnar“ ?

Óskabarnið - Eimskipafélag Íslands hf.,  sem stofnað var með þjóðarátaki 17. Janúar 1914 er ekki lengur til. Annað óskabarn þjóðarinnar, Björgólfur Guðmundsson, gekk af því dauðu.

Það félag sem í dag heitir Eimskipafélag Íslands á ekkert sameiginlegt með Óskabarninu annað en stolið nafnið. Ekkert skipa félagsins er skráð á Íslandi.

Annað hvort eru blaðamenn á Morgunblaðinu ekki starfa sínum vaxnir eða blaðið er orðið svo forhert að það vílar ekki fyrir sér vísvitandi sögufölsun.  Vankunnátta blaðamanna er raunar hæpin skýring því a.m.k. annar ritstjóri blaðsins veit betur.

Morgunblaðið skuldar þjóðinni skýringar.


mbl.is Óskabarn þjóðarinnar 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband