Reykjanesbrautin
19.10.2008 | 19:25
Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar var vígð í dag þegar síðasti kaflinn í núverandi áfanga var opnaður fyrir umferð hálfum mánuði á undan áætlun.
Ístak hf. er verktaki að þessum áfanga, en tók við af fyrri verktaka sem varð gjaldþrota.
Það er mál manna hér á Suðurnesjum að framganga Ístaks við verkið hafi verið með miklum ágætum. Þar voru aðalsmerkið, fljót, fumlaus og vönduð vinnubrögð.
Til hamingju Suðurnesjamenn og til hamingju Ístak.
![]() |
Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki eftir neinu að bíða með IMF. Bíðum samt aðeins, segir Geir.
19.10.2008 | 18:59
Stórmerkilegt viðtal var við Jón Baldvin Hannibalsson fyrv. Utanríkisráðherra í Silfri Egils í dag.
Mikið lifandis skelfingar ósköp væri nú betra ef Jón Baldvin stæði sem skipherra í brúnni á þjóðarskútunni í stað þess sem þar stendur núna.
Jón Baldvin er maður sem hefur sýnt að hann þorir að taka erfiðar ákvarðanir og eyðir ekki tíma í einskisnýtar vangaveltur þótt staðan sé þröng og erfið.
Það er annað er hægt er að segja um núverandi skipherra sem ekki þorir að standa gegn vilja og oki fyrrum skipherra og núverandi hafnsögumanni í Svörtuloftum, sem ræður því sem hann vill ráða, illu heilli.
Þessi hafnsögumaður Svörtulofta, sem valdur var að strandi þjóðarskútunnar, þvælist nú fyrir á strandstað og gerir hvað hann getur að hindra að verðmætum verði bjargað.
Hvað á að gera við svona mann?
Bera til hans fullt traust segir Geir Haarde, hvað annað?
![]() |
Engin niðurstaða enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Össur voru stóru orðin píp eitt?
18.10.2008 | 18:30
Össur Skarphéðinsson gaf heldur betur yfirlýsingar í gær. Hann blés þjóðinni baráttuanda í brjóst. Hann talaði hug þjóðarinnar til Breta.
Þetta vakti lítinn fögnuð samstarfsflokksins sem dreymir blauta drauma um Breta og vill því fara öðrum höndum um þá en starfandi utanríkisráðherra mælti fyrir.
Nú heyrist ekki múkk, ekkert gerist.
Varstu kveðinn í kútinn Össur? Voru upphrópanir þínar innihalds- og umboðslaust píp? Var þér gert ljóst að ráðherrastóllinn væri í húfi ef þú lokaðir ekki þverrifunni? Og þú lyppast niður eins og garmur.
Verði þetta niðurstaðan verður trúverðugleiki þinn ryttin og rýr.
![]() |
Ráðherrar funda um stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við erum stórastir , ekki spurning
18.10.2008 | 10:51
Þú hefur sýnt og sannað að það er ekki nauðsynlegt að vera borinn og barnfæddur Íslendingur til að öðlast stórt Íslenskt hjarta.
Áfram Ísland, stórasta land í heimi.
.
.
.
![]() |
Dorrit bjartsýn á framtíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stöndum keik
18.10.2008 | 10:13
Ég get ekki fallist á að það sé auðmýking fyrir Ísland að tapa kosningunni í Öryggisráðið. Allt tal um annað lýsir einungis því hugarfari sem að baki býr.
Umfjöllun The Times um málið lýsir frekar óskhyggju og smásálarhugsunarhætti en staðreyndum og er blaðinu til lítils sóma.
Eina augljósa auðmýkingin sem við höfum orðið fyrir síðustu daga er pasturslaus viðbrögð Íslenskra stjórnvalda gagnvart framkomu Breta í okkar garð.
Stöndum keik, látum ekki þetta tap, sem er einskisvert smjörklípumál, slá okkur út af laginu.
![]() |
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pjúh.... við töpuðum... pjúh..
17.10.2008 | 15:59
Ísland náði ekki kjöri í Öryggisráðið. Heill forseta vorum og fósturjörð, húrra, húrra, húrra, húrra.
Nú getum við snúið okkur að þarfari málum.
![]() |
Ísland náði ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áfram Össur, þú túlkar vilja þjóðarinnar!
17.10.2008 | 14:47
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nei, andskotinn hafi það, nei og aftur nei!
17.10.2008 | 10:10
Endurmenntun og reynslulausn
17.10.2008 | 03:36
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Betur hefði „saltkjöt legið“
16.10.2008 | 18:07
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögreglan stendur sig
16.10.2008 | 16:33
Fláráðir draumar
16.10.2008 | 16:19
Er landbúnaðarráðherra með „fulle fem“
16.10.2008 | 15:13
Enn syrtir í álinn
16.10.2008 | 14:40
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En leiðinlegt
16.10.2008 | 11:33
Hljómar ódýrt.
16.10.2008 | 11:11
Af gefnu tilefni.
15.10.2008 | 15:50
Sérhönnuð bifreið fyrir Íslandsmarkað.
15.10.2008 | 15:33
Óþarfur ráðgjafi?
15.10.2008 | 15:05
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seðlabankinn hefur loks gáð til veðurs.
15.10.2008 | 10:16
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)