Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Kjánahagfræði
23.2.2017 | 18:47
Miklir vitringar á ferð, hvar fara þeir sem vilja taka áfengissöluna úr höndum ríkisins og færa einkaaðilum. Sem eiga auk þess að fá að selja áfengið nánast hvar og hvenær sem er.
Besta leiðin til að mæta stórauknu aðgengi að áfengi, er að stórauka framlög í forvarnir segja vitringarnir.
En hver ætli að eigi að leggja fram það fé? Þeir sem fá vínsöluna? Nei auðvitað ekki, það á ríkið, sem missti söluna, vitaskuld að gera. Út á það gengur hagfræði Heimdellinga, þeir taka að sér hagnaðinn, ríkið sér svo um kostnaðinn.
Ríkið á væntanlega að leggja þannig til hundruð milljóna í forvarnir árlega, sem gengju eðli máls samkvæmt út á að sannfæra fólk um að hafa þessar frjálsræðis breytingar að engu, nýta sér ekki þetta aukna aðgengi að áfengi og kaupa það alls ekki!
Eru forvarnir eitthvað annað en ein tegund forræðishyggju? Er ekki þversögn í þessari Heimdallar hagfræði allri, er ég einn um að skilja hana ekki?
Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óttarr, hefur BF þegar orðið spillingunni að bráð?
8.1.2017 | 18:15
Ágæti Óttarr,
Verðandi forsætisráðherraefni þitt hefur runnið illa til á sannleikanum. Hann hefur orðið uppvís af að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum yfir kosningarnar vegna eigin hagsmuna. Og til viðbótar logið til um það hvenær skýrslan kom í hús í fjármálaráðuneytinu.
Skrifar þú og BF upp á þessi vinnubrögð, er þetta hin nýja pólitík sem þið hafið talað fyrir?
Eða hefur BF þegar orðið spillingunni að bráð?
Verður Óttarr heilbrigðisráðherra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er orðið spilling merkingarlaust
8.1.2017 | 13:56
Spilling, embættisafglöp og jafnvel mistök í einkalífinu, sem fella með látum ráðherra hægri vinstri erlendis, ná ekki einu sinni að rugga bátnum á Íslandi.
Spilltir stjórnmála- menn reka krepptann hnefann upp í boruna á almenningi, sem ypptir bara öxlum og lætur sér fátt um finnast.
Svo er aðgerðaleysið og stuðningurinn við þessa brotamenn afsakaður með því að spyrja aulalega: Af hverju ætti hann að víkja, eru hinir eitthvað betri?
Ég vísa því algjörlega á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í stóra samhenginu er meiri áhugi að líkna dauðum, en sjúkum
8.12.2016 | 18:14
Fyrst brá mér þegar ég sá að þjóðkirkjan fékk meiri hækkun í prósentum talið, á fjárlögum Bjarna Ben, en Landsspítalinn.
Mér fannst þetta fullkomlega galið þar til ég áttaði mig á stóra samhenginu hans Bjarna.
Heilbrigðisþjónustan öll, hefur búið við slíkt fjársvelti árum saman að líkurnar aukast hratt dag frá degi að viðskiptavinir stofnunninnar útskrifist í láréttri stöðu. Og enn er höggvið í sama knérunn.
Þar sem þjóðkirkjan er þá næsti þjónustuaðilinn er því fullkomlega rökrétt að auka myndarlega fjárframlögin til hennar, svo hún geti skammlaust sinnt vaxandi álagi.
Formanni Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherranum hugnast greinilega betur að hafa biðlistana hérna megin heljar.
Þegar til umræðu koma fjárveitingar til spítalanna og annarrar samneyslu segir Bjarni að Þjóðin verði að átta sig á því að ríkið sé stórskuldugt, við því verði að bregðast!
En þegar kemur að SKATTALÆKKUNUM upp á tæpa 4 milljarða til útvalinna, þá er ekki talað um viðbrögð við skuldum ríkisins, heldur sagt að þetta smáræði, 4 milljarðar, skipti afar litlu máli í stóra samhenginu.
Hver er krafa þjóðarinnar og hverju lofaði Bjarni henni fyrir kosningar, svona í stóra samhenginu!
Hvað er svona eðli kallað, í stóra samhenginu, man það einhver?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2017 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigmundur skaut sig í formannsfótinn
2.10.2016 | 20:52
Sennilega hefði Sigmundur Davíð unnið formannsslaginn í dag og það með nokkrum mun, ef hann og aðstoðarmenn hans hefðu ekki látið heimskuna hlaupa með sig í gönur.
Það var hreint út sagt ótrúleg hugdetta að það væri sniðugur leikur í stöðunni að slökkva á útsendingunni frá þinginu fyrir ræðu Sigurðar Inga.
Tæknimenn Háskólabíós hafa staðfest að þeir hafi fengið fyrirmæli um að streyma aðeins ræðu Sigmundar.
Broslegar skýringar Jóhannesar útskýrara, aðstoðarmanns Sigmundar, á gjörningnum hafa svo rekið síðustu líkkistunaglana í formannsferil Sigmundar og fært Sigurði Inga sigurinn á silfurfati.
Sigmundur virðir ekki leikreglur og kann því ekki að taka ósigri, brotthvarf hans af þinginu í fússi staðfestir það.
Gaman verður að sjá næstu leiki Sigmundar og hverjum hann kennir um. Öllum nema sjálfum sér.
Þá verða margir sárir, helst þeir sem unnið hafa fyrir hann skítverkin.
Nú snúum við bökum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Dómur Davíðs
26.6.2016 | 13:48
Þessari frétt mbl.is um met Hildar Þórðardóttur hefði alveg mátt sleppa að skaðlausu. Fjallað er um þá frambjóðendur sem best liggja við höggi að mati Morgunblaðsins.
En ekki er minnst orði á aðal floppið í kosningunum - mestu háðungarútkomuna, hrakför goðsins Davíðs Oddsonar frambjóðanda Moggans og eigenda blaðsins.
Davíð sagði við leifarnar af stuðningsmönnum sínum að hann hafi í kosningabaráttunni fengið tækifæri til að leiðrétta ýmsar bábiljur!
Öllu má nú nafn gefa.
Þjóðin hefur nú svarað þessum nýju söguskýringum Davíðs og landsdómurinn er skýr - vík burt .....!
Hildur með fæst atkvæði sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Látum reynsluna ráða
17.6.2016 | 17:18
Í Morgunblaðinu birtast, að mér skilst, dag eftir dag heilsíðuauglýsingar um ágæti Davíðs Oddsonar. Sem er örugglega gott fyrir bágan rekstur blaðsins, sem má muna fífil sinn fegurri.
Þar á meðal er auglýsing með flennistórri mynd af Davíð og konu hans. Undir myndinni er ritað stríðsletri:
Látum reynsluna ráða úrslitum.
Fyrirsögn auglýsingarinnar gæti ekki verið raunsannari. Reynslan af Davíð mun svo sannarlega ráða úrslitum.
Þjóðin mun því hafna Davíð - afgerandi!
Skoðanakannanir sýna að sú örlitla stundarhrifning sem varð yfir framboði Davíðs, innan fámenns hóps, er að fjara út hægt en örugglega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar eru almannahagsmunir núna?
10.6.2016 | 06:39
Það hefur ekki staðið á ríkisstjórnarflokkunum að setja lög með hraði til að bjarga minni hagsmunum en tilveru Reykjavíkurflugvallar.
Almannahagsmunir yfirleitt sagðir ráða för við slíkar lagasetningar, en nú heyrist ekki múkk.
Hvernig ætli standi á því, hverra hagsmunir valda aðgerðarleysinu?
Sorglegt að neyðarbrautin loki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppeldinu að kenna eða bara áunnið?
4.6.2016 | 16:30
Það hefur ekkert rofað til í kollinum á Sigmundi Davíð í fríinu.
Forherðingin er engu minni en áður.
Ekki að undra þó fundarmenn sitji agndofa og áhyggjufullir undir ræðu leiðtogans. Þeir sjá vonina um að rétta hlut flokksins fyrir komandi kosningar springa í andlitið á sér.
Þessi ræða smellpassar sem erindi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál.
Gert til að koma höggi á flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Enn toppar Davíð sig í lýðskruminu
16.5.2016 | 19:59
Davíð Oddson segist ætla að afsala sér launum forseta en lifa af lífeyri, sem hann hefur af rausn, skammtað sér sjálfur.
Ég fæ ekki betur séð en 9. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sé alveg afdráttarlaus hvað laun forsetans varðar, hún hljóðar svo:
"Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans."
Þarna er það svart á hvítu að forsetinn megi ekki þiggja önnur laun en forsetalaunin og að ekki megi lækka laun forsetans á yfirstandandi kjörtímabili hans. Launabreytingar geta ekki tekið gildi fyrr en á næsta kjörtímabili.
Davíð getur því ekki, samkvæmt stjórnarskránni algóðu, afsalað sér forsetalaununum og þegið önnur laun í staðin. Hann getur opinberlega sagst afsala sér öðrum launum svona upp á lúkkið, en það gerist hvort sem er sjálfkrafa við embættistöku hans, án hans aðkomu eða vilja.
Loforð Davíðs er því í besta falli vanþekking á stjórnarskránni sem hann lofsamar svo mjög eða lýðskrum á hæsta stigi, nema hvoru tveggja sé.
En það virkar, fylgjendur hans falla fram að fótum hans og lofa visku og fórnfýsi skapara síns.
Davíð er að lofa því að byrja forsetaferil sinn á því að brjóta fullkomnustu stjórnarskrá veraldar, danska bastarðinn frá 1874.
Loforð sem hann veit að verður ekki í hans valdi að efna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)