Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Veðjað á rangan á "asna"

Nú munu margir sjálfstæðismenn eiga erfitt.

Þeir sem þegar hafa stokkið til og skrifað uppá og mælt með framboði Ólafs Ragnars og geta því ekki mælt með framboði foringja síns og almættis.

Það er ekki öfundsvert hlutskipti. Menn hafa séð fram á vítisvist fyrir minna.


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona viljum við hafa það

Eftir því sem forysta Sjálfstæðisflokksins og bakland hennar tengist fleiri og fleiri aflandsspillingarmálum, þá virðist fylgi Sjálfstæðisflokksins aukast!

Öll þessi mál hafa víst verið útskýrð svo vel af hálfu hlutaðeigandi að frekari umræðu eða efasemda virðist ekki þörf!

Er þetta ekki magnað!

Siðbótarkrafan hefur opinberlega runnið sitt skeið á enda.

Nýtt uppgangstímabil sérhagsmuna er hafið.

Við bara vitum það ekki enn, en fáum tækifæri til að staðfesta það í næstu kosningum.

Nú er krafan skýr. Meiri spilling, meira sukk, meira smjör og meiri feiti á spillingarhjólin.

Forsetinn, blessaður-anginn, sem gat hætt á toppnum vinsæll og virtur, mun á endanum hrökklast frá, hæddur og smáður eftir að renna illa til í eigin feiti.

Þetta er Ísland í dag.


mbl.is Foreldrar Bjarna áttu aflandsfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningagreinin um Davíð

Hannes Hólmsteinn skrifar 4 síðna minningagrein um Davíð vin sinn Oddson í Morgunblaðið. Þetta hlýtur að vera minningagrein, því aðeins í slíkum skrifum tíðkast að gera guði úr engu.

david_og_hannes.jpgHannes eignar Dodda vini sínum verk annarra, hagræðir og umsnýr sannleikanum og færir atburði til í tíma og fer jafn létt með það og þegar hann fór ófrjálsri hendi um ritverk annarra, hér um árið.

Líkum má að því leiða að þessum skrifum um ævintýri Dodda sé ekki lokið og fleiri bindi eigi eftir að líta dagsins ljós.

Í næsta bindi um afrek Dodda er líklegt að sigrar hans í þorskastríðunum verið raktir, hvernig hann kom heimastjórninni á 1918 og stofnaði lýðveldið 1944.

Sennilega verður það ekki fyrr en í 11. bindi um afrek Dodda sem greint verður frá því þegar hann flutti fjallræðuna og gerði kraftaverkið með fiskana tvo og brauðin fimm.

Enn síðar í ritröðinni fáum við frásögnina af því þegar Doddi syndlausi smíðaði örkina fyrir flóðið mikla, þegar vonda vonda vinstra fólkið ætlaði að tortíma öllu góða góða fólkinu.

Hér er spurningin ekki á hvaða lyfjum höfundur Dodda ævintýranna sé, heldur á hvaða lyfjum hann ætti að vera.

 

Athugasemd: Vegna ábendingar er rétt að geta þess að við fengum heimastjórnina 1904 en urðum sjálfstætt ríki 1918, sem ég átti að sjálfsögðu við. En rétt skal vera rétt.


Hönnuð atburðarás?

Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á Ólafi Ragnari þá er hann eini frambjóðandinn, enn sem komið er, sem atkvæðinu væri eyðandi á.

Eitt vekur samt athygli. Ólafur Ragnar rökstuddi viðsnúning sinn m.a. með því að vitna til atburða liðinna vikna og mótmælum þúsunda manna á Austurvelli, sem kröfðust afsagnar forsætisráðherra og þingkosninga.

Skilja mátti af orðum Ólafs að hann hefði komið því fyrrtalda í kring fyrir þjóðina. En af hverju sveik hann svo þjóð sína um þingrof og kosningar?

Það verður því aðeins skiljanlegt að dramað í kringum fund Ólafs Ragnars og Sigmundar Davíðs á Bessastöðum hafi aðeins verið leiksýning af Ólafs hálfu til að skapa honum kjöraðstæður til upprisu.


mbl.is „Hlýtur að vera svona einstakur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glataði sonurinn, sem enginn vill sjá

Þeir eru ófáir framsóknarmennirnir sem liggja á bæn þessa dagana og biðja þess að Sigmundur Davíð snúi ekki aftur úr fríinu og hafi sjálfur vit og frumkvæði að því að gera fjarveru sína varanlega.

En í ljósi bráðlætis fallna forsætisráðherrans er ólíklegt að órólegum þegnum hans verði að þeirri ósk sinni, þeir sjá því framá að þurfa að gyrða hann, nauðugan, í brók.


mbl.is Funda með Sigmundi eftir frí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé sett í fjárdrátt

Meeeee!

Segir ráðstöfunarfé Sigurðar Inga.

 

 

 


mbl.is Fé sett í úttekt á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert fyrir allt

allt_fari.jpgSigmundur Davíð vildi að ríkisstjórnin stæði saman eða félli að öðrum kosti.

Honum varð ekki að ósk sinni, því hvorugt gerðist.

Sigmundur brá fæti fyrir sig sjálfan og féll með bauki og bramli.

 


mbl.is Stjórnin stæði saman eða félli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forin hrærð

„Sigmundur Davíð segir konu sína reiðubúna að birta frekari gögn um skattamál þeirra hjóna ef aðrir forystumenn stjórnarflokkanna geri slíkt hið sama".

da05167fda1f0b20e237bdee2c339ade.jpgÞað er bara svona. Er þetta vörn hvítflibbans? Vörn þess sem segist ekkert hafa að fela. Hefur Sigmundur ekki margsagt að öll spilin hafi þegar verið lögð á borðið?

Það hefur þá verið ósatt en  smellpassar við módelið– eðlilegt að hann segi ósatt, meðan aðrir gera það sama.

Síðar kemur væntanlega í  ljós, reyni á þessa yfirlýsingu Sigmundar, að hún á litla tengingu við sannleikann - eins og flest sem frá honum hefur komið.

Þessi gagnvirka vörn Sigmundar er auðvitað himnasending fyrir smáglæpona. Þeir hljóta að taka þetta sér til fyrirmyndar og viðurkenna ekki sín „mistök“, nema því aðeins að öll starfsstétt þeirra geri slíkt hið sama - á einu bretti og málið dautt!


mbl.is Hjónin tilbúin að birta gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur loftbelgurinn ekki ákveðið sig?

besservisser_1280231.jpgSigmundur Davíð Gunnlaugsson varði í dag ríkisstjórnina og þingmeirihluta hennar vantrausti með atkvæði sínu á Alþingi.

Er þetta ekki örugglega sami Sigmundur, sem hér ver ríkisstjórnina, og fór hraðferð út á Bessastaði í vikunni við þriðja mann, til að fá snöggsoðna heimild hjá forsetanum til að rjúfa þing og sprengja þessa sömu stjórn?


mbl.is Heimta aftur völdin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klórað yfir skítinn

Fyrir viku hefði það ekki hvarflað að nokkrum manni að það ætti yfir höfuð fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni að liggja á lífsleiðinni að verða forsætisráðherra Íslands.

Þá allra síst honum sjálfum.

Sigurður Ingi er klárlega risminnsti og hæfileikasnauðasti maður sem nokkurn tíma hefur sest í stól forsætisráðherra Íslands. Val hans sýnir betur en flest annað veruleikafyrringu Framsóknarflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilega öllu til kostandi að hanga á roðinu svo þeir nái að koma því í verk að útdeila rjómanum af ríkiseigum til valinna vildarvina – enn og aftur!

Aum var ríkisstjórn Sigmundar, en þessi skítaredding – almáttugur!

 


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband