Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Misheppnað valdarán
5.4.2016 | 20:20
Bessastaðaför Sigmundar Davíðs lítur helst út fyrir að hafa verið tilraun, af hans hálfu, til valdaráns.
![]() |
Hugðist vopnast fyrir framhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú er það svart
3.4.2016 | 19:26
Dökkt var það fyrir Kastljósþáttinn, en nú er það svart maður!
Hverju kennir Simmi "sótsvarti" um núna? Fullyrðing hans um illgirnis- og lygasamsæri RUV heldur ekki vatni lengur.
![]() |
Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bjarni Ben: "Græddi ekki á staðsetningunni"
31.3.2016 | 06:26
Græddi ekki á glæpnum segir Bjarni.
Óbreyttir glæpamenn hljóta að fagna þessari yfirlýsingu fjármálaráðherrans.
Götuglæponar sjá fram á breytta og betri tíma. Nú þurfa þeir bara að sýna að fjármálavafstur þeirra skili ekki hagnaði og þá teljast umsvif þeirra ekki afbrot eða ámælisverð að neinu leiti.
Þetta framlag fjármálaráðherrans eykur klárlega jöfnuð í þjóðfélaginu.
![]() |
Bjarni: Græddi ekki á staðsetningunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfgefin syndaaflausn
27.3.2016 | 21:26
Hver man ekki þegar Bjarni Ármannsson bankagúrú veitti sjálfum sér skuldaaflausn og sagði að það væri fullkomlega ábyrgðalaust af honum, greiddi hann skuldir sínar.
Núna hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leitað í smiðju Bjarna og veitt sjálfum sér syndaaflausn, með þeim rökum að það hefði verið fullkomlega óeðlilegt og ábyrgðalaust af honum, hefði hann sagt sannleikann og komið fram af heiðarleika og hreinskilni.
Menn geta rétt ímyndað sér stóryrðin og lætin í Sigmundi núna, snérist þetta sérhagsmunamál og siðleysi forsætisráðherrans ekki um hann og hans maka heldur Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar maka.
![]() |
Kvíðir ekki vantrauststillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Búið spil - úrslitin ráðin
22.3.2016 | 20:02
Nú geta þeir fjölmörgu sem sjá sjálfa sig fyrir sér í húsbóndasætinu á Bessastöðum en hafa enn ekki boðið sig fram, gleymt þeim áformum. Þeir frambjóðendur sem þegar hafa stigið fram hljóta að sjá sína sæng uppreidda og draga sig í hlé.
Því mættur er til leiks sterkur frambjóðandi með sjálfan Guð almáttugan sem kosningastjóra.
Það segir sig sjálft að slíkt teymi er ósigrandi, sé eitthvað að marka þær sögur sem af kosningastjórnaum fara.
![]() |
Sótti svarið í Biblíuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í hár saman
19.3.2016 | 20:50
Þetta er efnilegt og lofar góðu! Stjórnarslit fyrir páska?
![]() |
Treysti ekki Vilhjálmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smjörklípa forsætisráðherrans
16.3.2016 | 19:15
Það leit út fyrir um tíma að Sigmundur Davíð, forsætisráðherra lýðveldisins, ætlaði að láta til sín taka svo um munaði í byggingarmálum Landsspítalans. Beðið var eftir að hann fylgdi eftir hugmyndum sínum um breytta staðsetningu spítalans í ríkisstjórninni og á Alþingi í framhaldinu.
En núna er ljóst að háttvirtur forsætisráðherrann ætlaði sér aldrei að hreyfa við staðsetningu Landsspítalans. Tillanga hans var sett fram sem smjörklípa og með þann eina tilgang að skapa eins háværar deilur og úlfúð um byggingarmál Landsspítalans og róta upp eins miklu moldviðri og kostur væri.
Smjörklípunni var ætlað að draga sem mesta athygli frá skattaskjóls fjármálum eiginkonu hans og 500 milljóna kröfu hennar í þrotabú bankanna, sem Sigmundi var ljóst að væru um það bil að komast í hámæli.
Kröfur þessar, sem Sigmundur Davíð kallaði hrægammakröfur, og ólmaðist yfir á Alþingi og hann krafðist að upplýst yrði hverjir stæðu á bak við.
Nú er ljóst að Sigmundur vissi sjálfur meira um þau mál en aðrir þingmenn.
![]() |
Sagði Sigmund vera kröfuhafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bjarni Ben er að stíga upp í flugvél á leið til Kína með 2,3 milljarða úr sjóðum samfélagsins í vasanum til að kaupa hlut í snobbbanka austur í Asíu.
Í banka sem á að þjóna Asíu takið eftir!
Á sama tíma segir þessi "dáða drengur" öldruðum, sjúkum og öðru þurfandi fólki á Íslandi að éta það sem úti frýs, engir peningar séu til.
Þeir blikna ekki þessir "herrar" að bruðla svona með almannafé erlendis á meðan sjúkir og aldraðir veslast upp hér heima fyrir framan nefin á þeim.
Hér væri viðeigandi að segja fjármálaráðherranum að skammast sín, en það er gagnslaust hann og hans slekti skilja ekki hugtakið.
![]() |
Bjarni fer til Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2016 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ekki ríða hetjur um hérað
11.1.2016 | 12:22
Æ, æ, ætluðu þeir Bankabræður, Óli, Mangi og Siggi að hnýta nafnlaust í fangelsismálastjóra, hetjurnar.
Spurning hvort þessi aðför að Páli Winkel sé ekki undan pólitískum rifjum runnin, frá vinum bankabræðra fyrir sunnan. Páll hefur unnið sér það til óhelgi að vera óragur að benda ríkisstjórninni á hvað betur mætti fara í fangelsismálum. Á þeim bænum þola sumir gagnrýni afar illa, eins og fræg fésbókarergelsi sanna.
Eitt af því sem olli pirringi þeirra Bankabræðra var að Páll gaf ekki leyfi fyrir reiðnámskeiði sem þeir höfðu pantað á svæðið, sér til dægrastyttingar. Sá pakki átti að kosta 540 þúsund á mann fyrir utan kostnað við hest og búnað.
Hvernig Siggi Bankabróðir ætlaði að fjármagna sinn part er á huldu, enda maðurinn búinn, vegna blankheita, að óska eftir persónulegum gjaldþrotaskiptum.
Undarlegt er að umboðsmaður Alþingis skuli láta nota sig í svona skítverk.
![]() |
Óskuðu eftir nafnleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trjóuhestur Evrópu
10.1.2016 | 12:42
Í ljósi síðustu atburða víðsvegar um Evrópu um áramótin hlýtur það að teljast hin fullkomna blinda, neiti fólk algerlega að horfast í augu við eða vilja ræða þann möguleika - að innflytjendastefna samtímans sé vandamál í sjálfu sér jafnvel Trjóuhestur okkar tíma.
Hvað þarf að gerast eða hvaða veruleiki þarf að blasa við þeim sjóndöpru áður en málið fæst tekið á dagskrá? Hvaða hætta getur stafað af því að ræða málið?
Umræðan þarf að fara í gang, frá því verður ekki vikist. Annars taka öfgarnar völdin, með öllu sem þeim fylgja.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/ofbeldi_i_finnlandi_a_nyarsnott/
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/09/merkel_ihugar_hertari_loggjof/
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/arasir_i_svithjod_a_nyarsnott_2/
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/08/31_handtekinn_i_koln/
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/07/svipadar_arasir_i_sviss/
![]() |
Ég skammast mín virkilega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)