Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svona gerum við ekki

Jæja, fékk Bjarni sting í steinrunnið hjartað? Það var lán fyrir ríkiskassann að þetta var ekki stingur frá Samtökum atvinnulífsins eða stóreignafólki. Þá hefði ekki staðið á viðbrögðum Bjarna og ekki verið horft í aurinn.

Það er aumara en allt aumt þegar ráðherrar fela sig bak við stofnanir sem undir þá heyra og vísa í lög og reglur sem þeir sjálfir setja.

Auðvitað þurfa að vera skýrar reglur um móttöku flóttamanna,sem annað, en reglur geta verið skýrar án þess að mannúð og mildi sé ýtt út af borðinu.

Svona gera menn ekki Bjarni!


mbl.is Bjarni Ben fékk sting í hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð toppar sjálfan sig

besservisser.jpgSigmundur Davíð forsætisráðherra hittir engan fyrir nema sig sjálfan með þessari árás á Kára Stefánsson.

Hvaða pólitíkus skyldi það vera sem hefur á síðustu árum staðið fremstur allra í því að vita og geta allt betur en aðrir?

Það er ljóst hver verður kjörinn blaður „toppari“ ársins - sjöunda árið í röð.


mbl.is Sigmundur Davíð: Toppari þráir athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgreindarlausir sjálfstæðismenn

Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins efast um dómgreind þingmanna Sjálfstæðisflokksins og forystusveitar hans í blogggrein sem hann ritar í dag.

Þegar Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri og forystugreinahöfundur Mbl til fjölda ára, gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins væri forystu flokksins holt að leggja við hlustir.

Grein Styrmis, hér er skotið föstum skotum:

„Það er hart sótt að ríkisstjórninni úr tveimur áttum og af vaxandi þunga. Annars vegar frá þeim, sem telja fráleitt að ekki verði meira fé veitt til Landspítalans á fjárlögum næsta árs. Hins vegar frá samtökum aldraðra og öryrkja.

Hin efnislegu rök eru skýr af beggja hálfu.

Eftir stendur þá spurningin um pólitískt mat og dómgreind.

Í báðum tilvikum er um viðkvæm málefni að ræða ekki sízt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur allt þetta kjörtímabil setið fastur í fylgi skv.könnunum, sem á árum áður hefði þótt skelfilegt.

Ef ekki væri fyrir stuðning hinna eldri væri flokkurinn kominn niður fyrir 20%. Hollusta eldri kjósenda við flokkinn er ekki takmarkalaus.

Komi brestur í þann stuðning geta enn válegri pólitísk tíðindi verið framundan.

Þetta er nauðsynlegt fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins að íhuga næstu daga áður en fjárlög næsta árs verða afgreidd“.


mbl.is Óþolandi að sitja undir sífelldum ákúrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚPS!

Úps....Vigdís!

Er frekari orða þörf?


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nærri því sætt....

....og væri það eflaust nema fyrir þá sök að þessi leiksýning er fyrirfram hönnuð eins og flest annað í þessari landsins stærstu leiktjaldasmiðju.

 


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smjörklípan mikla

Bjarni Benidiktsson, sagður formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þjóðinni skilaboð ofan úr Hádegismóum í setningarræðu landsfundar.

Hvar lagt er til að þjóðinni sé rétt smjörklípa, 5% eignarhlutur í bönkum Ríkisins, hafi hún hægt um sig á meðan 95% eignarhlut Ríkisins í bönkunum verður deilt út meðal flokksdindla og annarra vildarvina fyrir einhverja málamyndagreiðslu - aftur.

En sennilega tók Bjarni það upp hjá sjálfum sér að þakka siðblindum varaformanninum fyrir samstarfið og „vel unnin“ störf í þágu flokks og þjóðar - og landsfundur klappaði.

Hanna Birna hélt svo í dag sína uppskafningar ræðu og landsfundurinn klappaði – aftur!


mbl.is Hanna Birna: Uppgjör bíða bóka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið þjóðlega Eimskipafélag

Eimskipafélagið hefur misst einkaréttinn á nafninu „Gullfoss“ og má því ekki nota það, hafi það hug til þess. Nafninu hefur verið úthlutað til annars félags, þar sem það var ekki í notkun.

Forráðamenn Eimskipafélagsins eru æfir yfir þessu, telja sig eiga nafnið þótt lög segi annað og rökstyðja mál sitt aðallega með þjóðernisrembingi og tala jafnvel um helgispjöll. Sem er undarlegur málflutningur, því ætti Eimskipafélagið skip með nafninu Gullfoss væri það væntanlega skráð í St. Johns, eins og önnur skip félagsins, og sigldi undir erlendum fána.

Afskaplega þjóðlegt það!


mbl.is „Helgispjöll að nota Gullfoss“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítapakk

knold-og-tott2_1261832.jpgKjarabarátta fékk í kvöld fingurinn frá Bjarna barnalega og Simma silfurskeið þegar verkfalls- rétturinn var afnuminn með lögum frá Alþingi með atkvæðum þeirra og 28 annarra  þingmanna.

14 þingmenn skriðu í felur og sýndu ekki þann lágmarks kjark að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna.

Skítapakk allir saman!

Aðeins 19 þingmenn stóðu í lappirnar og vörðu verkfallsréttinn.


mbl.is Verkfallslögin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta vinnuframlag Bjarna og Simma til þessa

knold-og-tott2.jpgBetur hefðu allir stjórnarþingmenn farið að dæmi formanna sinna, svikist um, hlaupið frá eigin skammarstrikum og farið á landsleikinn.

Bjarni barnalegi og Simmi silfurskeið gera klárlega minni skammir af sér í stúkunni í Laugardalsvelli en á inni á þingi.

KSÍ ætti því framvegis að senda þeim, og raunar öllum Framsjöllum á Alþingi, boðsmiða - á alla leiki.

Því fé væri vel varið.


mbl.is Furðar sig á fjarveru ráðherranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samið um Status Quo - í besta falli!

Þorsteinn Víglundsson er eðlilega kampakátur, nýgerðir samningar gulltryggja að umsamin 300 þúsund kr lágmarkslaun 2018 verða, þegar þar að kemur, síst hærri laun en lámarkslaunin eru í dag.

Samningarnir eru fullkomin sigur SA og að sama skapi alger niðurlæging launþega.

Það var því ekki nema von að hláturinn syði undir niðri í Þorsteini í viðtölum dagsins og uppgerðar sorgarskeifugrettan sem hann hefur falggað fram að þessu var gersamlega horfin.

Skömm þeirra verkalýðsfélaga sem þetta hórumang stunduðu og fyrst riðu á þetta feigðarvað, verður lengi uppi.


mbl.is Fyrirtæki leggist á eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband