Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fráleit er sú fullyrðing formanns Stéttarfélags Vesturlands að samningar nokkurra verkalýðsfélaga við einstaka atvinnurekendur hafi veikt samningsstöðu verklýðshreyfingarinnar. Erfitt er að ímynda sér að órofin samstaða skili fullu húsi, þegar upp verður staðið, eins og hinir gagnrýndu samningar gerðu. Nema þá helst fyrir tilverknað þeirra samninga.
Ef eitthvað veiktist, var það samstaða og styrkur atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins standa frammi fyrir því að í gerðum samningum var gengið að kröfum verkalýðsfélagana.
Undarleg er sú aðferðarfræði formannsins að gagnrýna "skort" á samstöðu, með því að kljúfa sig svo frá samstöðunni.
Þetta minnir á tilraunir til að sameina margklofna vinstri flokkanna á árum áður, þar sem unnið var aðallega eftir þeirri hugmyndafræði að sameining tækist aðeins með því að kljúfa enn frekar.
Kepptust við að semja út og suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bjarni tekur upp hanskann - fyrir sjálfan sig
30.4.2015 | 06:35
Það er auðvitað rétt hjá Bjarna Ben að ekki sé hægt með beinum hætti að mæla heiðarleika fólks í skoðanakönnunum. En slík könnun sýnir samt sem áður hvaða tilfinningu fólk hefur fyrir heiðarleika viðkomandi út frá gjörðum hans og athöfnum.
Gjörðir Bjarna, vinnubrögð og verklag skora bara ekki hærra en þetta hjá almenningi. Það ætti Bjarni að taka til alvarlegrar athugunar. Fýluleg viðbrögð Bjarna benda hinsvegar til að honum sé skítsama um skoðun almennings.
Bjarni veit af reynslunni að atkvæði flokksmanna skila sér í hús í kosningum, sama hvernig hann og flokkurinn misbjóði almenningi með grímulausri sérhagsmunagæslu fyrir einkavinaklíkur og aðra flokksdindla.
Flokkshollusta kjósenda Sjálfstæðisflokksins er efni í rannsókn, ein og sér. Ég legg til að Hannesi Hólmsteini verði falin sú rannsókn, svo niðurstaðan verði flokknum boðleg. Þ.e.a.s. þegar Hannes hefur lokið við að rannsaka allar sakir af Sjálfstæðisflokkum varðandi hrunið - sem aldrei varð.
Bjarni tekur upp hanskann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hannes Hólmsteinn - rétti maðurinn til að framkalla "rétta" niðurstöðu
27.4.2015 | 20:27
Rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bankahruninu og hlut Sjálfstæðisflokksins í því ferli öllu er jafn líkleg til að leiða sannleikann í ljós og ef Joseph Goebbels hefði verið fenginn, að stríði loknu, til að rannsaka Helförina og aðkomu Nasistaflokksins að henni.
Tek ekki þátt í þeim skrípaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Löglegt! - En siðlaust.
24.4.2015 | 21:34
Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknar vinnur að því hörðum höndum á Alþingi að úthluta sjálfum sér 50 milljónum í formi kvóta til útgerðar eiginkonunnar.
Væri Páll sveitarstjórnarmaður, en ekki þingmaður, og úthlutun kvótans væri á höndum sveitarstjórnar þá væri Páll vanhæfur upp fyrir haus samkvæmt siðareglum sveitarfélaga og mætti hvorki koma að umræðu um málið á vettvangi sveitarstjórnar eða greiða um það atkvæði.
En á Alþingi Íslendinga, æðstu stofnun landsins, gilda ekki slíkar siðaðra manna reglur. Þar grasserar kinnroðalaus sérhagsmunagæslan og siðleysið grímulaust á öllum sviðum.
Vísir.is (ekki Vísir Páls) fjallar um málið Mbl.is, málgagn kvótagreifanna, þegir - auðvitað!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru allir sótraftar á sjó dregnir
24.1.2015 | 10:07
Halldór Halldórsson fallkandidat Íhaldsins í Reykjavík leggur til að sveitarfélög lækki útsvarið til að greiða fyrir "hæfilegum" launahækkunum fyrir verkafólk.
Talaði þessi "glæsti" fulltrúi Íhaldsins fyrir lækkun útsvars til að greiða fyrir samningum í læknadeilunni eða öðrum kjaradeilum þar sem verulegar launahækkanir náðust?
Nei það gerði hann auðvitað ekki.
En nú þegar komið er að samningum lálaunastéttanna þá segir eðlishvötin til sín og Halldór leggur til hefðbundna dúsu Íhaldsins, í þessu tilfelli lækkun útsvars í viðleitni til að hindra hækkun lægstu launa.
En hverjir ætli fái svo mest útúr hugmyndum Halldórs aðrir en skjólstæðingar hans, hálaunahóparnir, sem þegar hafa samið um hækkanir langt umfram það sem Halldór og íhaldið hans segja vera í boði fyrir lýðinn?
Til þess er leikurinn einmitt gerður, eða ætli það sé hugmynd þessarar glötuðu vonarstjörnu Íhaldsins að útsvarið lækki á sumum en ekki öðrum?
Tækifæri til lækkunar á útsvarinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæpastarfsemi í skjóli Alþingis?
17.1.2015 | 08:26
Hvernig stendur á því að Alþingi skortir allan vilja til að taka á glæpastarfsemi smálánafyrirtæka?
Fyrirtækja sem starfa í gegnum erlendar skúffur og skúmaskot og með falið eignarhald!
Hvaða hagsmuna- og spillingar- tengsl inn í þingið ætli valdi því?
Falið eignarhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er best að orða ekki hugsanir sínar?
14.1.2015 | 06:02
Hvaða glæp framdi Ásmundur Friðriksson annan en að nýta sér tjáningarfrelsið margumtalað? Hann sagði upphátt eitthvað í þá veru sem æðimargir hugsa en veigra sér við að nefna af ótta við ríkjandi rétttrúnað og skoðanalögguna sem tætir samstundis í sig mannorð þeirra sem af línunni fara.
Smásálir stökkva fram og keppast hver um aðra þvera að afneita villunni og votta rétttrúnaðinum hollustu sína svo skoðanalöggan komi ekki og taki þær.
Fréttamenn missa sig og reyna þeir hvað þeir geta til að gera sem safaríkastan bita úr því sem ekkert er og gera ekki minnstu tilraun að greina hismið frá kjarnanum.
Er innflytjendum, raunar öllum Íslendingum, einhver greiði gerður með því að stinga öllu sem ekki hljómar vel við fyrstu sín ofan í þöggunarskúffuna og láta það liggja þar órætt?
Því ekki að taka þessa umræðu af yfirvegun, hvað gæti hugsanlega komið út úr henni annað en gagnkvæmur og betri skilningur á mannréttindum og menningu beggja, aðfluttra Íslendinga og frumbyggja?
Ásmundur fór fram úr sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Er allt með felldu?
3.1.2015 | 11:43
Ef allt hefði verið með felldu hefði Jón Steinar ekki verið skipaður Hæstaréttardómari, gegn tillögu Hæstaréttar!
Jón hatast við Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar, fyrir þá sök að Markús var andvígur skipan hans og fór sennilega ekki leynt með hana. Fyrir vikið er Markús auðvitað glæpamaður í augum hins mikla lögfræðings og hans baklands.
Hver er tilgangur Jóns Steinars með þessum illhvalablæstri? Hann veit mæta vel að Markús og aðrir dómarar við réttinn tjá sig ekki opinberlega um þessar ásakanir hans eða önnur málefni réttarins. Jón Steinar hefur einn dómara við Hæstarétt brotið þá eðlilegu reglu.
Ekki verður annað séð en tilgangur Jóns Steinars sé sá einn að gera Markús og aðra dómara við Hæstarétt vanhæfa að dæma mál sem hann flytur fyrir réttinum. Það er grafalvarlegt mál og spurning hvort ekki bæri samstundis að svipta Jón Steinar lögmannsréttindum sínum, ef allt væri með felldu!
En ólíklegt er að það gerist því Jón Steinar og dómsmálaráðherrann eiga sama baklandið, baklandið sem t.a.m. nauðgaði Jóni inn á Hæstarétt. Baklandið það passar vel upp á sig og sína.
Bæri að höfða mál gegn Markúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Framsóknarforneskjan
31.12.2014 | 12:50
Embættismanni skal veita lausn frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. PUNKTUR.
Þannig hljóðar 33.gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og nánara ákvæði í 43.gr. sömu laga. Sigrún Magnúsdóttir varð 70 ára þann 14.júní s.l. Var henni þá þökkuð velunnin störf og hún send heim?
Nei þetta gildir ekki um þingmenn og ráðherra, þeir eru ekki ríkisstarfsmenn heldur þingmenn og á næstu hæð þar fyrir ofan og því undanþegnir flestum kvöðum sem á aðra eru lagðar. Þingmenn fá því ekki spark í rassgatið við sjötugt, bótalaust, eins og almenningur í þessu landi en fá þess í stað gjarnan frekari vegtyllur og eflaust líka Fálkann nældan á boruna, á leynifundi úti á Ólafsstöðum.
Sigrún varð fyrir valinu sem ráðherra, frekar en Vigdís Hauksdóttir, vegna þess að hún hefur í sér sterkari Framsóknarkarakter. Vigdís, þó tæp sé, trúir því t.a.m. ekki eins og Sigrún að erlend matvæli séu eitruð og stórhættuleg heilsu Íslendinga. Svo hefur eflaust þurft að bæta lífeyrisstöðu hennar eitthvað. Þá er ráðherraembætti auðvitað fljótvirkasta leiðin til þess. Allt fyrir ekkert, sem sagt.
Framsóknarforneskjan hefur náð nýjum hæðum í ráðherraliði Framsóknar með innkomu Sigrúnar. Sigrún mun væntanlega hefjast handa að Íslenska náttúruna og eyða trjám og öðrum gróðri af erlendum uppruna. Íslenskt fyrir Íslendinga takk, ef ekki með góðu, þá illu. Það er hinn sanni Framsóknarafdalahofmóður.
Þarf nauðsynlega 2 ráðherra núna í það verk sem einn vann áður? Hvað kostar svo 1 auka ráðherra með aðstoðarliði og öllu á ársgrundvelli? Hvað þurfti að svipta marga atvinnuleysingja bótum sínum núna um áramótin til að fá upp í þann kostnað?
Sigrún er formlega ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Öflugasti talsmaður stjórnarandstöðunnar
29.12.2014 | 06:42
Vigdís Hauksdóttir er hreint mögnuð kona, alger gollmoli.
Enginn stjórnarandstæðingur á Alþingi kemst með tærnar þar sem hún, stjórnarþingmaðurinn, hefur hælana í því að tala niður ríkisstjórnina.
Hagsmunaöfl í vegi hagræðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2014 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)