Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Virkar varnir

danski_herinn.jpgÞað er opinbert leyndarmál að aðeins ein skipun verður gefin í Danska heraflanum, verði á Danmörku ráðist.

"Við gefumst upp!"

Það er svona her og virkar varnir sem General Bjarnason og aðra álíka furðufugla dreymir um að koma upp á Íslandi.

 

danski_flugherinn.jpg


mbl.is Danski herinn „lítill kassi af Lego-kubbum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin hefð á spillingu?

 „Ekkert nýtt hér á ferð.“ Segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um orðuveitinguna.

Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar (ný skipaður af orðuþeganum), tekur undir með Jóhannesi Þór og segir hefð vera fyrir spillingu á Íslandi.

Óþarfi að breyta því sem gefist hefur vel.

 


mbl.is „Ekkert leyndó í gangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fálkaorðan - gjaldfelld vara og marklaust snobb

Sú var eflaust tíðin að það var virðingarvottur og upphefð að vera sæmdur hinni Íslensku Fálkaorðu. En sá tími er löngu liðinn og kemur ekki aftur. Ástæðan er einföld, stórfelld misnotkun á veitingu orðunnar.

Orðunni er dreift frá forsetaembættinu nánast eins og fuglafóður væri. Ráðuneytisstjórar og aðrir tildurembættismenn eru áskrifendur að orðunni. Ekki er nauðsynlegt að hafa til orðunnar unnið, það nægir að hafa átt um hríð jakka á embættisstólbaki á annars mannalausri skrifstofu.

Svo er nóg að rétt snerta á sumum embættum og ding, eitt stykki fálkaorða komin í hús, eins og er með handhafa forsetavalds. Það mætti eflaust spara nokkuð með því að sleppa formlegum snobbferðum til Bessastaða í slíkum tilfellum og láta krossinn einfaldlega fylgja með lyklakippum stjórnvaldsstofnanna.

Með svona ráðslagi á veitingu Fálkaorðunnar eru þeir sem "sæmdir" eru orðunni og hafa virkilega til hennar unnið með framgöngu sinni eða afrekum í þágu þjóðar, gerðir að fíflum.

Í fréttinni er veiting orðunnar til þeirra Sigmundar Davíðs og Einar Kr. Guðfinnssonar réttlætt með upptalningu á öðrum sem fengu orðuna fyrir jafn lítið, eins og t.a.m. Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Geir Landsdóm Haarde.

Jóhanna Sigurðardóttir er líka talin upp sem handhafi orðunnar þótt hún hafi, ein allra, sýnt þá reisn að hafna henni. Sem fleiri mættu gera, sem ekki hafa til orðunnar unnið.


mbl.is Sigmundur sæmdur fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið Sæfara

Það væri holt fyrir „hópinn“ „Horft til framtíðar“ að hafa í huga að til þess að hafa þokkalega sín til framtíðar er nauðsynlegt að þekkja fortíðina.

Áður en stokkið er til og keypt einhver útlifuð Grísk ferjudrusla fyrir Vestamannaeyinga væri holt að rifja upp kaupin á Grímseyjarferjunni Sæfara og það ævintýri allt.

Í þau kaup var ráðist af mikilli "framsýni". En sá framtíðardraumur varð að martröð þegar raunverulegt ástand flaksins varð ljóst.

Dýr varð sú framtíðarsýn öll.


mbl.is Misvísandi úttektir á grísku ferjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækrahjálp Simma og Bjarna

rikir_raena_fataeka.pngÍ þessari frétt á vísir.is um nýsamþykkt fjárlagafrum- varp, má glöggt sjá hvaða þjóðfélagshópar það eru sem Sjálfstæðisflokkurinn lætur fjármagna skatta- lækkanir auðmanna.

Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá kjósendur í þessum þjóð- félagshópi, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, hugsunarlaust, jafnvel kosningar eftir kosningar.


Enn eitt Framsóknarofbeldið

Korteri fyrir afsal sitt á dómsmálaráðuneytinu í hendur Ólafar Nordal kollvarpaði Sigmundur Davíð ákvörðunum og vinnu við flutning á lög- regluembættinu á Hornafirði frá Austurlandi til Suðurlands. Hann ákvað að lögreglunni á Hornafirði skyldi áfram stjórnað úr hans kjördæmi.

Frá því í sumar hafði verið unnið að færslu lögreglunnar á Hornafirði á milli umdæma, að frumkvæði innanríkisráðuneytisins, og í fullkominni sátt við íbúa og hagsmunaaðila. Vinnan var á lokastigi og breytingin áætluð um áramótin. M.a. var búið var að setja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks í samræmi við breytinguna, hanna skipurit almannavarna og fleira varðandi löggæsluna.

 Vísir.is greinir frá.

framsoknarmaddaman_1250791.pngEn þá rís upp fáklædd Fram- sóknarmaddaman, helsta meinið í íslenskri pólitík, og ákveður að snöggsoðið kjördæmapot að göml- um Framsóknarsið sé mikilvægara en langtíma hagsmunir og almenn skynsemi. 

Hornfirðingar eru æfir yfir þessu tiltæki Sigmundar.

Þarna er Framsóknarforynjunni rétt lýst. Nú reynir á að Ólöf Nordal standi undir því lofi sem á hana er borið og láti það verða sitt fyrsta verk í embætti innanríkisráðherra að ómerkja þessa ófriðarsendingu Sigmundar. Undir því gæti traust almennings til hennar í embætti verið komið.


mbl.is Allt kerfið miðar við Hornafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögnuð yfirlýsing

„Það þurfti ráðherra sem nýtur óskoraðs trausts þingflokksins.“ Segir Bjarni Benediktsson um ráðherraval sitt.

Samkvæmt þessum orðum Bjarna nýtur enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins trausts innan eigin þingflokks til ráðherraembættis.

Athyglisvert, sannarlega og von að Bjarni sé ánægður!


mbl.is Bjarni ánægður með niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugaða Hanna lak sér úr landi

vonarstjornur.jpgHugaða Hanna hefur „lekið“ sér úr landi, hlaupist á brott, -á sínum ráðherralaunum, hvað annað? Hún ætlar ekki að sinna ráðherraskyldum sínum, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að bera ábyrgð á innan- ríkisráðuneytinu fram að ráðherraskiptum, frekar en hún gerði fram að því, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að vera viðstödd ráðherraskiptin, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að vera viðstödd þegar skýrsla umboðmanns Alþingis verður lögð fyrir þingið og rædd þar, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna hefur komið skyldum sínum á herðar Ragnheiðar Elínar. Hugaða Hanna gefur öllum fingurinn og hleypur síðan í felur, því það hentar henni, lydduskapurinn er alger!

Hugaða Hanna er enn vonarstjarna margra Sjálfstæðismanna. Hvað segir það?


mbl.is Hanna Birna erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Situr við símann og bíður eftir kallinu

einar_ekki_fo_urbetrungur.jpgEkki þarf að efast um ráðherravilja Einars Guð- finnssonar, hann er fús, meira en fús. Það er alveg óþarfi að blaðamanni MBL.is að láta sem hann viti það ekki.

Einar brann í skinninu að verða ráðherra við myndun þessarar ríkisstjórnar, en fékk ekki og varð voða voða sár. Svo sár, að hann keypti sér rauðan jakka og mætti í honum á þingflokksfund. Einar var þá friðþægður með embætti forseta Alþingis, með því skilyrði að hann fleygði  jakkanum.

Það er næsta víst að Einar hefur ekki haft augun af símanum, síðan hugaða Hanna sagði af sér. Einar situr og bíður eftir kalli formannsins. Við skulum vona þjóðarinnar vegna, að það kall komi ekki.


mbl.is Vilja ákveða nýjan ráðherra í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru spaugsamir á RUV

animal_farm.jpgÉg hélt að forsýning á áramótaskaupinu væri hafin áðan þegar flutt var frétt í Sjónvarpsfréttum þess efnis, að þó Hanna Birna hefði sagt af sér embætti innanríkis- ráðherra þá bæri hún ábyrgð á ráðuneytinu þar til nýr ráðherra hafi verið skipaður!

Nú þykir mér skörin farin að færast upp í bekkinn!

Hvernig getur ráðherra, sem er hættur, borið ábyrgð á ráðuneytinu sem hann bar enga ábyrgð á, meðan hann var í embætti? Hanna Birna margítrekaði að hún gæti ómögulega borið ábyrgð á gjörðum undirmanna sinna í ráðuneytinu, ekki einu sinni á sérlegum pólitískum aðstoðarmanni sínum.

Þarf þá að ræða þetta eitthvað frekar?

Ráðherrarnir íslensku minna á tryggingafélögin, hjá þeim eru menn tryggðir fyrir öllu öðru en akkúrat því sem gerðist!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband