Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sjálfstæðisflokkurinn í niðurníðslu
22.11.2014 | 07:39
Bjarni Benediktsson segir að ákvörðun Hönnu Birnu að segja af sér ráðherraembætti geri henni, sem varaformanni flokksins, kleift að sinna flokksstarfinu og innviðum flokksins betur en hún hafi sannarlega gert til þessa. Hún muni hafa til þess meiri tíma, sem óbreyttur þingmaður.
Ekki verður annað skilið af orðum Bjarna en að innra flokksstarf Sjálfstæðisflokknum sé í molum, illa vanrækt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.
Þar sem hagsmunir Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð vegið þyngra en þarfir þjóðarinnar væri eðlilegast að Bjarni og aðrir ráðherrar flokksins færu að dæmi huguðu Hönnu og segðu af sér ráðherraembættum til að geta gegnt skyldum sínum við flokkshræið af meiri myndarbrag og festu.
Það væri að sönnu þjóðþrifamál að losna við þann rumpulýð frá landsstjórninni sem fyrst.
Gæti orðið ráðherra á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitískur aumingjaskapur
21.11.2014 | 19:50
Þegar löngu tímabær afsögn Hönnu Birnu loks kom, var hún ekki sett fram af iðrun og auðmýkt, heldur hroka og fullkomnu iðrunarleysi.
Hanna Birna tók af allan vafa að hún segði ekki af sér af pólitískum ástæðum heldur persónulegum! Af því að allir eru voða, voða vondir við hana, góðu, góðu konuna, gersamlega að ástæðu- lausu. Ekki vottar fyrir iðrun eða yfirbót, hrokinn og bjálfahátturinn bókstaflega flæðir af kerlingunni og út um allt
Hanna Birna klípur síðan höfuðið af skömminni með því að ætla að auki að hlaupa frá skyldum sínum á Alþingi fram yfir áramót.
Hún ætlar með öðrum orðum ekki að axla þá pólitísku ábyrgð sem blasir við öllum nema henni. Hún skríður þess í stað, eins og ónefnt illa þokkað nagdýr, í felur ofaní holu sína. Þar ætlar hún að húka í felum og fullkominni afneitun fram yfir áramót.
Þetta gerir hugaða Hanna auðvitað til að þurfa ekki að standa fyrir máli sínu á Alþingi þegar rædd verður væntanleg skýrsla Umboðsmanns Alþingis um augljós afskipti hennar og grófa íhlutun í rannsókn sakamáls.
Ef þetta er ekki aumur og ljótur pólitískur leikur hjá góðu konunni, þá er það hugtak ekki til.
Hanna Birna yfirgaf ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Stórasta" flopp í heimi
3.11.2014 | 06:27
Nú styttist í opinberun einhverra mestu bellibragða Íslandssögunnar þegar skuldir verða látnar hverfa - úr hægri vasanum alla leið yfir í þann vinstri.
Verulega hefur fjarað undan þeirri almennu bjartsýni sem veitti Framsóknarflokknum brautargengi í síðustu kosningum - út á sín loftbóluloforð. Almenningur er því ekki vongóður um útkomu skuldatilfærslu ríkisstjórnarinnar enda fátt, eða ekkert, verið uppbyggjandi í því ferli öllu.
Nú er það bara spurningin hvort verkefnisstjórinn Tryggvi Þór Herbertsson komi á óvart eða standi einungis undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar og valdi vonbrigðum.
Leiðréttingin kynnt 10. nóvember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Inúítaandúð
30.10.2014 | 06:46
Ekki er laust við að nokkurra kynþáttafordóma gæti í þessari vandlætingarfrétt Moggans, yfir þeirri ósvífni erlendra fjölmiðla, að geta sér til, af útliti Bjarkar Guðmundsdóttur, að um æðar hennar renni ekki ómengað íslenskt blóð. Jafnvel ganga fjölmiðlarnir svo langt að ætla Björk grænlensk gen. Lengra verður vart gengið í niðurlægingunni!
Björk sögð inúíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mafía er bankinn og Mafía skal hann heita
2.10.2014 | 10:54
Lágmarksgjald fyrir þessa þjónustu Arion banka, sem er nákvæmlega engin, er 990 krónur! Ef konan hefði verið með minna en 990 krónur í mynt, hefði hún augljóslega lent í skuld við bankann. Bankinn hefði svo rukkað þá skuld með sínum hefðbundnu óþverra aðferðum og kostnaði, út yfir gröf og dauða.
Á Íslandi eru svona rán stunduð fyrir opnum tjöldum, með velþóknun ríkisstjórnar og Alþingis. Ekkert má trufla Mammon og lögverndaðan djöfladansinn í kringum hann.
Best gæti ég trúðað því að fjármálaráðherranum líði illa að geta ekki skattlagt 72ja krónu hagnað konunnar sem hún gekk með út, úr greipum Mafíunnar.
Sat eftir með aðeins 72 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Höfuðvandi Framsóknar er flokkurinn sjálfur
23.9.2014 | 18:20
Flestir stjórnmálaflokkar hafa sinn djöful að draga. Misjafnlega stóran og bagalegan -fortíðarvanda. Í því efni á enginn stjórnmálaflokkur Íslenskur í sömu erfiðleikum og Framsóknarflokkurinn. Höfuðvandi Framsóknarflokksins er nefnilega Framsóknarflokkurinn sjálfur - í heild sinni. Aðeins ein lausn er þekkt við þeim vanda sjálfsvíg!
Öllum er í fersku minni óráðs kosningaloforð Framsóknar, -allt fyrir alla-, fyrir síðustu Alþingiskosningar, hvar flokkurinn laug og sveik sig til sigurs. Svo ekki sé minnst hneykslið í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Enn bullar formaður Framsóknar, hástemmdar yfirlýsingar og loforð, falla á bæði borð. Sigmundur boðar að endalok notkunar jarðefnaeldsneytis á Íslandi sé handan við hornið, að því sé unnið hörðum höndum. Ætli vel brýndur niðurskurðarhnífurinn sé ekki helsta verkfærið í því máli sem öðrum?
Eðlilegt væri að Framsóknarflokkurinn færi að efna eitthvað af óefndum kosningaloforðum áður en fleiru er lofað. Þeir eru þegar orðnir nokkrum kosningum á eftir sjálfum sér. Þeir gætu t.a.m. byrjað á Ísland fíkniefnalaust fyrir árið 2000! Nema auðvitað að þegar sé hafin vinna að því og unnið höndum hörðum að það takmark náist.
En sennilega var bullið í Sigmundi á fundi SÞ ekki ætlað til heimabrúks frekar en annað raup hans erlendis.
Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitthvað nýtt?
13.9.2014 | 15:54
Segir Vigdísi fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær þagna hundarnir?
12.9.2014 | 06:40
Staða Hönnu Birnu er fyrir löngu orðin vonlaus, hún er trúnaðarlega í frjálsu falli. Hún grípur í hvert það strá sem á vegi hennar verður í fallinu, ef það mætti verða henni til bjargar. Hún er gersamlega úti á túni í sínu rugli. Hún og afleitur lögmaður hennar virðast þau einu sem ekki skilja það.
Forsætisráðherra vafðist illa tunga um tönn í Kastljósinu í gærkveldi, þegar hann reyndi, með óbragð í munni, að forðast hvað hann gat að lýsa yfir stuðningi við ráðherrann.
Páll Vilhjálmsson, ekki Baugsmiðill, og nokkrir aðrir illa hægrisinnaðir bloggarar, verja Hönnu Birnu enn eins og enginn sé morgundagurinn. Þeir láta eins og staða Hönnu Birnu sé óbreytt frá því málið kom upp fyrst. Þeir látast ekki sjá ósannindi ráðherrans, rangfærslur, útúrsnúninga og ruglið sem hún hefur orðið uppvís að á undanhaldinu.
Páll og hirðmenn hans eru farnir að minna á hunda sem verja húsbónda sinn út í eitt, sama hvað. Allir eru löngu hættir að taka gjammið í þeim alvarlega.
Hefði sjálfur ekki rætt við lögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðin hefur það víst að meðaltali ágætt
11.9.2014 | 06:33
Vafalaust er hægt að láta þessar yfirlýsingar Bjarna um auknar ráðstöfunartekjur þjóðarinnar standast með einhverjum meðaltalskúnstum og öðrum reiknibrellum.
En staðreyndin er allt önnur. Þessir aurar eru teknir með einum eða öðrum hætti af þeim fjölmörgu sem ekkert mega missa og færðir til þeirra fáu sem ekkert skortir.
Svo er meðaltalið reiknað út frá þeirri formúlu að maður sem stendur með annan fótinn í sjóðandi vatni og hinn í ísvatni, hljóti að hafa það að meðaltali ágætt!
40 milljörðum meira í ráðstöfunartekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skítapakkið og forgangsmál þess
5.9.2014 | 16:10
Samhliða skattalækkunum til ríkra og velmegandi er skorið niður hægri vinstri vegna fjárskorts. En það vantar ekki aur í ríkiskassann þegar NATO og stríðsleikir eru annarsvegar, ónei.
Sennilega verða á næstu dögum boðaðir nýir sjúklingaskattar og hækkun þjónustugjalda til að mæta auknum útgjöldum til varnarmála svo aðall landsins geti óhræddur notið sinna skattfríðinda.
Djöfuls skítapakk sem hún er þessi ríkisstjórnardrusla.
Ísland eykur framlög til NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)