Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sér á svörtu?
31.8.2014 | 13:00
Guđmundur Kristjánsson í Brimi hefur ákveđiđ ađ stefna Elliđa bćjarstjóra í Vestmannaeyjum fyrir rógburđ. Guđmundur segir Elliđa hafa gert tilraun til ađ sverta mannorđ sitt.
Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ framvindu ţessa máls og sér í lagi niđurstöđu dómstóla, hvort og hvernig Elliđi sverti mannorđ Guđmundar. Ţví ţađ hefur hingađ til veriđ trú manna ađ ekki sjái á svörtu.
Stóra ÉG - UM MIG - FRÁ MÉR - TIL MÍN máliđ
26.8.2014 | 20:08
Á mađur ađ trúa ţví ađ í Sjálfstćđisflokknum sé enginn svo aumingjagóđur ađ hann reyni ađ koma vitinu fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, áđur en hún mokar endanlega yfir sig?
Eđa er öllum skít sama?
Ég hef ekki gert neitt rangt | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
Vantraust bođađ á hálfan ráđherra
17.8.2014 | 13:30
Hanna Birna Kristjánsdóttir er hálf í öllu tilliti, eftir ađ hafa sagt sig frá dómsmálahluta innanríkisráđuneytisins.
Upp er komin undarleg stađa og fróđlegt verđur ađ fylgjast međ vegferđ ráđuneytisins á nćstunni. Ráđherraparturinn ćtlar eftir sem áđur ađ halda um stýriđ í skrykkjóttum akstri ráđuneytisins, međ sprungiđ á öllum, en öđrum ráđherra verđur faliđ ađ sjá um bremsur og stefnuljós úr aftursćtinu.
Ţađ er greinilega allt hćgt og leyfilegt, til ađ lafa á völdunum, trausti rúin.
Í ljósi ţessa ćtti ađ nćgja Pírötum ađ leggja fram hálfa vantrausttillögu á restina af ráđherranum.
Lýsa yfir vantrausti á Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Siđleysi Sigmundar og Bjarna?
10.8.2014 | 11:26
Af gefnu tilefni hafa siđareglur ríkisstjórnarinnar, eđa öllu heldur skortur á ţeim, veriđ í brennidepli undanfariđ. Ríkisstjórninni ber samkvćmt lögum ađ setja sér siđareglur en hefur ekki enn drattast til ţess ţó hún nálgist ađ hafa setiđ ţriđjung kjörtímabilsins.
Siđareglur geta klárlega hjálpađ ráđherrum ađ breyta rétt og forđađ ţeim frá ţví ađ lenda í siđferđiskrísu og ţannig eflt traust almennings á stjórnsýslunni.
En af hverju ţarf hver ríkisstjórn ađ setja sjálfri sér siđareglur, er ekki eđlilegast ađ Alţingi setji ríkistjórnum siđareglur í eitt skipti fyrir öll? Getur ţađ veriđ ađ tvćr ríkisstjórnir geti ekki starfađ eftir sömu grunnhugmyndum almenns siđferiđs? Ţarf Bjarni Ben ađrar siđareglur en Steingrímur J og Sigmundur ađrar en Jóhanna? Ef ţví er ţannig variđ er ţá nokkur ástćđa til ađ sömu lög gildi um alla Íslendinga? Ađ vísu má fćra fyrir ţví nokkur rök, ţó ţađ sé ekki grunnhugsunin, ađ fyrir lögunum séu sumir töluvert jafnari en ađrir.
Svo er alveg eins víst ađ ráđherrar, sem hirđa ekki um ađ fara ađ lögum og setja sér siđareglur, séu ekki líklegir til ađ fara eftir slíkum reglum, ef ţćr eru ţeim ekki meira kappsmál en raun ber vitni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Ćrandi ţögnin
2.8.2014 | 21:23
Fátt hefur veriđ meira í umrćđunni undanfariđ en völt stađa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráđherra. Hanna Birna ţvertekur fyrir ađ hafa ađhafst eitthvađ ađfinnsluvert í rannsókn lekamálsins. Hún viđurkennir jú, jú, ađ hafa hringt í lögreglustjóra á rannsóknartímanum! En alls ekki undir ţví yfirskini ađ rćđa lekamáliđ nei, nei! Ţó hafi máliđ veriđ rćtt, já, já, mikil ósköp! En ţó alveg án ţess ađ hún vćri nokkuđ ađ skipta sér af rannsókninni! Alveg magnađ!
Á Moggablogginu hafa hćgrimenn fariđ mikinn og ásakađ vonda vinstrafólkiđ um skipulagđa ađför ađ vammlausri heiđurskonunni. Sumir fara hamförum og senda frá sér stöđugt nýjar samsćriskenningar eftir ţví hvađan vindurinn blćs. Allir sem koma ađ málinu eru gerđir tortryggilegir og ekki hvađ síst embćttismenn, t.a.m. Umbođsmađur Alţingis og Saksóknari, sem er jú víst sérleg senditík vinstri klíkunnar. Svo er ráđherrann auđvitađ á aftökulista RUV!
En ţessir bloggarar minnast ekki einu orđi á eitt hrópandi atriđi, stóru ţögnina. Hina ćrandi ţögn formanns Sjálfstćđisflokksins og annarra forystumanna flokksins.
Hanna Birna segist hafa fullan stuđning ríkisstjórnarinnar og flokksins. Hún virđist ein til frásagnar um ţađ ţví enginn hefur stigiđ fram í ţeim tilgangi. Frá Bjarna Ben og nánustu klíkunni í kringum hann heyrist ekkert. Nákvćmlega EKKERT til stuđnings Hönnu Birnu. Frá ţeim fróma hópi heyrist ađeins ćrandi ţögnin. Ţađ segir manni ađ ef ekki er beinlínis róiđ gegn Hönnu Birnu á ţeim bćjunum, ţá grćtur Bjarni og hirđ hans krókódílatárum yfir stöđugt versnandi stöđu ráđherrans.
Hver hagnast mest á ţví ađ undan innanríkisráđherranum fjari sem mest og ađ hún komi á rassgatinu út úr ţessu máli? Ađ Hönnu Birnu pólitískt genginni er í bráđ enginn sýnilegur kandídat í Sjálfstćđisflokknum til ađ ógna formannstöđu Bjarna Ben.
Fyrir nokkrum mánuđum var stađa Hönnu Birnu hinsvegar svo sterk innan flokksins gagnvart veikri stöđu Bjarna ađ Hanna Birna hefđi ađeins ţurft ađ gefa merkiđ og hallarbylting í Sjálfstćđisflokknum veriđ stađreynd, en hún ţorđi ekki. Bjarni vill eđlilega ekki vinna ađ ţví ađ fá ţá stöđu upp aftur.
Núna ţorir Hanna Birna ekki heldur ađ gera ţađ eina rétta ţví ţá vćri hún, ađ eigin sögn, ađ svíkja allt ţađ góđa fólk sem treystir á hana.
Ţađ er sannarlega böl ađ vera ómissandi.
Valtýr segir Hönnu Birnu eiga ađ víkja | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
Líkiđ í bakgarđi ráđherrans
31.7.2014 | 19:14
Lögreglunni barst ábending um ađ lík vćri grafiđ í bakgarđi innanríkisráđherrans. Ábendingin var studd nćgum rökum til ađ lögreglan taldi fulla ástćđu til ađ kanna máliđ betur. Máliđ komst í hámćli og sú sjálfsagđa og eđlilega krafa sett fram ađ ráđherrann, sem yfirmađur lögreglunnar, viki sćti á međan á rannsókn málsins stćđi.
En ráđherrann, fullur ábyrgđar, vék hvergi og forhertist ađeins í ákvörđun sinni ţví sekari sem hann virtist. Hann beit svo höfuđiđ af skömminni ţegar hann sem yfirmađur lögreglunnar reyndi ađ stjórna ţví hvar í bakgarđi hans skyldi grafiđ og hvar ekki.
Svo verja samflokksmenn ráđherrans bulliđ út í eitt. Fullyrt er ađ ţađ sé tilviljun ađ lögreglustjórinn í Reykjavík, sem stjórnar rannsókninni, skuli pakka saman og hćtta störfum á sama tíma. Hann sá einfaldlega sína sćng uppreidda og lét af störfum, eflaust eftir vinsamleg tilmćli í ţá átt, af afar ábyrgum ađilum.
Hvar gćti ţađ gerst annarstađar en á hinu óspilta Íslandi, ađ spilltur ráđherra stjórnađi sjálfur rannsókn á embćttisfćrslum sínum?
Hvađ kostar "vinátta" Norđmanna?
17.6.2014 | 12:02
Ađ fá međ eftirgangsmunum gefins eitt skitiđ jólatré á ári frá Noregi er ađ mati borgarstjórans í Reykjavík merki um sérlega trausta vináttu Norđmanna okkar garđ.
Hvernig var t.a.m. vinarhugur Norđmanna í okkar garđ í makríldeilunni viđ ţá og ESB, ţegar ţeir einir ţjóđa stóđu gegn ţví ađ samningar tćkjust?
Hvađ var ţađ vinarbragđ margra jólatrjáa virđi?
Ţađ verđur alltaf verđmiđi á vináttu Norđmanna, ţví geta ţeir bara átt sín tré.
Reykvíkingar fá Óslóartré í ár | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Sveinbjörg fćr kosningaloforđin í andlitiđ
16.6.2014 | 06:39
Ţađ er rétt hjá Sveinbjörgu Birnu ađ skýr munur er á borgarfulltrúum Framsóknarflokksins og öđrum borgarfulltrúum í Reykjavík. Ţá sérstöđu sköpuđu ţćr stöllur sér sjálfar.
Framsókn er ekki höfđ međ í samstarfi um skipan í nefndir og ráđ í Reykjavík. Engir borgarfulltrúar ađrir vilja leggja nafn sitt viđ ţau sjónarmiđ sem ţćr stöllur standa fyrir, ekki einu sinni Sjálfstćđisflokkurinn, sem ţó kallar ekki allt ömmu sína ţegar pólitískt baktjaldamakk er annarsvegar.
Komnir undir pilsfald meirihlutans | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Ţingmenn leggja niđur vinnu
16.5.2014 | 21:10
Alţingismenn leggja niđur vinnu um óákveđin tíma frá og međ morgundeginum ţrátt fyrir ađ fyrir ţinginu liggi haugar af ókláruđum verkefnum.
Ţarf ekki lagasetningu á ţetta liđ svo ţađ haldi sér ađ verki? Ţađ hefur ekki veriđ vandamál fram ađ ţessu ađ beita lagasetningum á ađrar starfsstéttir í slíkum tilfellum og af mun minna tilefni!
Leiđréttingin samţykkt á Alţingi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Eru konur hryggjarstykkiđ í Kristilegum stjórnmálasamtökum?
8.5.2014 | 17:57
Hinn Kristinlegi stjórnmálaflokkur, sem byrjađi ađ gefa út málgagn sitt 2007, hefur enn á ný bođađ frambođ, ekki í nćstu kosningum vel ađ merkja heldur ţeim ţar nćstu. Flokkurinn er sagđur vera fjöldahreyfing.
(Formađur) talsmađur flokksins fer mikinn á bloggi sínu í dag, hvar hann mótmćlir harđlega skrifum Kolbrúnar Bergţórsdóttur. Kolbrún mun hafa í skrifum sínum gert sig seka um ađ hafa ekki sama skilning á biblíufrćđunum og formađur Kristilegra og handhafi sannleikans Jón Valur Jensson. Eđlilega fór ţađ mest í skapiđ á guđsmanninum ađ Kolbrún skrökvađi víst um fjölda kvenna í Kristilega partýinu öllu.
Um skrök Kolbrúnar um fjölda kvenna í Kristilega flokknum öllum segir Jón Valur orđrétt á bloggi sínu:
Ţá er ţađ alrangt gefiđ hjá henni, ađ engin kona sé í Kristnum stjórnmálasamtökum, ţví ađ ţrjár eru ţćr og allar öflugar, ekki síđri en Kolbrún!
Kristileg stjórnmálasamtök er ţví ekki karllćgur einmenningsflokkur eins og sumir hafa haldiđ fram ţví í honum eru 3 konur, segi og skrifa ţrjár konur, heilar og óskiptar. Slíkt kvennaval er als ekki ónýtt fyrir stórhuga "jafnréttissinnađan" flokk sem stefnir á ţing, ţó ţađ sé bara ţarnćst, eđa ţegar flokknum tekst ađ fylla á einn frambođslista.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)