Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Bjarni Ben vill tapa málinu
4.5.2014 | 14:13
Fastlega má gera ráð fyrir að Bjarni Ben gefi ríkislögmanni þá dagsskipun að tapa málinu á sannfærandi hátt.
Enda sannfæring sjálfstæðismanna að ekki sé sanngjarnt að auðmenn og stórfyrirtæki taki þátt í rekstri landsins, það er að þeirra mati alfarið hlutverk eignalausta lálaunamanna.
Vinnslustöðin stefnir ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kunnuglegur söngur
5.4.2014 | 12:18
Samtök Atvinnulífsins hafa hafið upp kunnuglegan söng. Sönginn um eftirlitskerfið burt, sem kyrjaður var hér á landi á árunum fyrir hrun. SA vilja auðvitað ekkert eftirlit með starfsemi sinna meðlima. Þeir þrá starfsumhverfi eins og það gerist best í sumum ríkjum Asíu, þar sem litlar eða engar skyldur eru lagðar á þeirra stétt og réttleysi þræla þeirra lögbundið.
Sungið var hástöfum af AS á árunum fyrir hrun að bankarnir íslensku þyrftu t.a.m. ekkert eftirlit, þeir myndu líta eftir sér sjálfir. Það var sameiginlegur skilningur SA og þáverandi stjórnvalda, sem drógu stórlega úr eftirlitinu. Ekki þarf að fjalla frekar um það skipbrot þó höfundar þess og aðrir hagsmunaaðilar leggi núna allt kapp á að sópa því sem fyrst í gleymskunnar djúp. Nokkuð virðist þeim hafa orðið ágengt, úr því þeir hefja sönginn á ný.
Annað aðaláhyggjuefni SA er líka í brennidepli þeirra þessa stundina, lægstu launin. Þau hafa auðvitað hækkað alltof mikið á Íslandi og valdið verðbólgu, að þeirra sögn. En eins og allir vita valda auðvitað ekki allar launahækkanir verðbólgu, bara sumar. T.a.m. valda hundruð þúsunda- eða milljónahækkanir, ásamt feitum kaupaukunum og risa bónusunum, til útvalinna hópa engri verðbólgu.
Eini verðbólguvaldurinn, að mati SA, eru hinir örfáu aurar sem þeir hafa nauðugir samið um að greiða ofaná þegar alltof há laun láglaunastéttanna. Bölvaður verkalýðurinn ógnar alltaf stöðuleikanum og ætti að skammast sín fyrir bölvaða græðgina og ábyrgðarleysið.
Mætti sameina eftirlitsstofnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Töfrabrögð aldarinnar
26.3.2014 | 12:54
Töframannadúettinn Simmi silfurskeið og Bjarni barnungi verða með töfra- bragðasýningu í Iðnó í dag. (Iðnó? Hljómar ódýrt! )
Á töfrasýningunni í tjarnarkofanum ætla galdramennirnir m.a. að opna Pandóruöskjuna. Í hana hafa verið settar allar húsnæðisskuldir landsmanna. Kapparnir ætla að sýna hvernig þeir geta á einfaldan hátt látið skuldirnar hverfa, með því einu að hræra saman við þær séreignarsparnaði og öðrum sparnaði landsmanna.
Að sýningu lokinni er fastlega reiknað með því að allir fari heim dáleiddir yfir töfrum snillingana og taki glaðir út af tómum sparireikningum sínum og annarra og greiði sjálfum sér svikin kosningaloforðin.
Kynna frumvörpin kl. 16 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vigdísarvæðing RUV
22.3.2014 | 13:12
Eins og kunnugt er lét nýráðinn útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, það verða sitt fyrsta verk í starfi að segja öllum framkvæmdastjórnum RUV upp störfum. Magnús boðaði samhliða miklar breytingar í rekstri RUV.
Ekki er annað að merkja af fréttinni en auglýst sé í öll þessi stöðugildi óbreytt. Þannig að hinar miklu skipulagsbreytingar, hagræðing og uppstokkun í rekstri RUV, sem Magnús Geir boðaði og sagði megintilgang uppsagnanna, verða ekki gerðar! Unnið verður áfram eftir sama skipuriti um nánustu framtíð a.m.k.
Gefnar ástæður uppsagagnanna voru því lélegt yfirklór eins og flesta grunaði. Raunverulegur tilgangur þeirra var aðeins mannabreytingarnar sem slíkar. Að fá inn annað fólk, sem væri viljugra og líklegra að innleiða nýja tíma með því að sveigja fréttaflutning og önnur efnistök útvarps allra landsmanna að vilja og þörfum núverandi stjórnarherra.
Engin þarf að velkjast í vafa, hvaðan þessi hugmyndafræði er ættuð. Öruggt má telja að hún hafi m.a. verið rædd yfir hádegisverði á Holtinu nokkru áður en hún var látin fæðast í kollinum á Magnúsi Geir.
Auglýst eftir níu yfirmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verður friður á okkar tímum eftir Bjarmalandsför Gunnars Braga?
21.3.2014 | 10:51
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að senda sérlegan sendil sinn, Gunnar Braga Sveinsson, til Úkraínu til að gæta hagsmuna kaupfélagsins á svæðinu og róa bændur á Krím og t.a.m. tilkynna þeim að kaupfélagið dragi til baka boðaða hækkun á áburði. Vonast kaupfélagsstjórinn og Framsóknarflokkseigandi Skagafjarðar til þess að þetta nægi til þess að aðskilnaðaryfirlýsing Krím verði dregin til baka.
Jafnframt er hafin undirbúningur að hátíðarmóttöku á Sauðárkróksflugvelli til að fagna heimkomu sendilsins úr Bjarmalandsför þessari. Í frumhandriti að athöfninni er gert ráð fyrir að Gunnar Bragi stígi út úr flugvélinni með undirritaðan sáttmála í hendinni og veifi honum glaðhlakkalega yfir höfuð sér og mæli spekingslega: Úkraínu vandamálið hefur verið leyst. Friður mun ríkja á okkar tímum.
Á meðan ríkir ófriður og upplausn á Íslandi. En hvaða máli skiptir það í stóra samhenginu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er vonum fyrr...
20.3.2014 | 15:56
...að brestir koma í hóflausa aðdáun og nánast guðsdýrkun íhaldsins á Ólafi Ragnari, orðum hans og gjörðum öllum.
Stundum hissa á ummælum forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er forsætisráðherrann Klepptækur?
7.3.2014 | 14:31
Það hefur alltaf verið á brattann að sækja fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Ég held að frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík muni geta sýnt fram á að málstaðurinn sé góður. Ég ætla jafnvel að leyfa mér að vera svo bjartsýnn að við getum náð inn tveimur mönnum.
Eins og sjá má af þessum orðum Sigmundar Davíðs, hefur veruleikafirring hans náð nýjum hæðum.
Hætt er við að brattara verði það núna en nokkru sinni áður fyrir Framsókn að ná inn manni í Reykjavík. Þó ekki væri fyrir annað en þá staðreynd að öllum ætti að vera ljóst að ekki er, eða verður, orð að marka kosningaloforð Framsóknar, þegar sjálfur formaður flokksins hefur gefið tóninn og kannast ekki við innihald kosningabæklinga með hans eigin undirskrift, ofan á allt annað.
Sigmundur Davíð er núna í Kanada og var útnefndur lukkudýr íshokkíliðs Edmonton í síðasta leik þeirra. Ég veit að það er ljótur leikur gagnvart góðum grönnum okkar í vestri, en legg þó til að Íslenska þjóðin gefi Kanadíska íshokkíliðinu lukkudýrið Sigmund Davíð til varanlegrar varðveislu.
Bjartsýnn á tvo í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er þessi maður að vilja upp á dekk?
6.3.2014 | 18:11
Þorsteinn Pálson hefði betur sýnt sama fítonskraft og ákefð þá 14 mánuði sem hann var forsætisráðherra Íslands 1987 1988 og hann sýnir í þessu ESB áhugamáli sínu.
Í forsætisráðherratíð Þorsteins var allt að fara fjandans til í efnahagsmálunum, en Þorsteinn sat aðgerðalaus og lét allt reka á reiðanum. Stjórnun hans einkenndist af gunguskap, úrræðaleysi og ákvarðanafælni. Auk þess hafði Þorsteinn litla eða enga stjórn á þingflokki sínum, sem fór sínu fram.
Sagt var að forsætisráðherratíð Þorsteins hafi verið dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar og mun það ekki ofmælt.
En núna er Þorsteinn sem sagt mættur galvaskur upp á dekk með réttu lausnirnar.
Það verða alltaf skammtíma hagsmunir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!"
28.2.2014 | 22:51
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir á Fésbókinni:
Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, verða að taka skoðanakannanir og mótmæli síðustu daga alvarlega. Annað væri fullkomlega óábyrgt. Við eigum að vera hér fyrir fólkið - ekki öfugt.
Hætt er við að þessi orð Karls Garðarssonar muni valda verulegum verkjum og vindgangi í þingflokki Framsókn. Það er ný og framandi hugmyndafræði á þeim bænum að flokkarnir séu fyrir fólkið en ekki öfugt.
Frosti Sigurjónsson blaðafulltrúi flokksins verður auðvitað gerður út af örkinni, sennilega strax á morgun, til að útskýra (tími 5:25 og 6:50) fyrir okkur fávísum almúganum, af sínum þjóðkunna sannfæringarkrafti og rökfimi, að Karl hafi alls ekki skrifað það sem hann skrifaði heldur eitthvað allt annað.
Gaman verður að heyra á morgun, hvað það var sem Karl vildi sagt hafa.
Við eigum að vera hér fyrir fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tökum Vigdísi á Vigdísi
27.2.2014 | 15:49
Vigdís Hauksdóttir hefur þann fágæta hæfileika að geta toppað sjálfa sig dag eftir dag í pólitískum apalátum, stærilátum og mikilmennsku töktum og bætir í frekar en hitt.
Ekki má gagnrýna Vigdísi, orð hennar og gjörðir, algóða Framsóknarflokkinn eða vinnufélaga svo hún stökkvi ekki upp á nef sér og taki Úganda á málið. Það sem virðist heilla Vigdísi við það ágæta land er að þar er öllum ættboganum refsað, verði einstaklingur uppvís að óæsklilegum hugsunum í garð syndlausra.
Vigdís hefur gefið tóninn, er þá ekki sjálfgefið að þeim sem mislíkar við hana, fari að hennar ráðum? Þá er bara að kynna sér frændgarð hennar og sniðganga alla sem henni eru tengdir eða mægðir og hætta svo viðskiptum við þau fyrirtæki, hvar ættingjar hennar og vinir vinna.
Það myndi fátt gleðja hana meira en að á hana sé hlustað, en auðvitað gerir það ekki nokkur heilvita maður.
Hvetur fyrirtæki til að hætta að auglýsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)