Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Látum helvítin neita því
3.3.2012 | 10:45
Auðvitað reynir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að slá um sig og gera úr því samsæri Íslenskra stjórnvalda að Kanadísk stjórnvöld samþykktu ekki þátttöku sendiherra síns í pólitísku starfi Framsóknar.
Kanadamenn þurfa ekki aðstoð Íslenskra stjórnvalda til að vita hvað heyrir til starfssviði sendiherra þeirra hér eða annarstaðar. Hitt er hinsvegar líklegast að það hafi verið Sigmundur sjálfur sem vakti í tíma athygli Kanadastjórnar á málinu með barnalegum yfirlýsingum í fjölmiðlum þar vestra.
Ekkert virkar betur í pólitíkinni þessa dagana, til að breiða yfir eigin afglöp, en að kenna ríkisstjórninni um það, - látum helvítin bara neita því- , og það svín virkar.
![]() |
Stjórnvöld andvíg umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Turtildúfan fellir skrautfjaðrirnar
2.3.2012 | 13:12
Þær eru byrjaðar að falla af skrautfjaðrir Lilju Mósesdóttur og ekki við öðru að búast. Ekki er þó við neinu fjaðrafoki búist, til þess eru fjaðrirnar of fáar. Þessi kona hefur ekki rekist í samstarfi við annað fólk fram að þessu og bjánaleg bjartsýni að ætla að á því yrði breyting.
Raunar sækir Lilja vinsældir sínar lítt til fólks sem gætu hugsað sér að kjósa þennan froðuflokk hennar heldur mestmegnis til Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, sem lofað hafa og hampað rýjunni í þeim tilgangi einum að skaðaða ríkisstjórnina. Þó Lilja sjái það ekki, blinduð af eigin egói, þá mun fyrr frjósa í helvíti áður en þeir svíkja lit og kjósa hana, með eða án skrautfjaðra.
![]() |
Hún á að pakka saman og hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sundruð er samstaðan
2.3.2012 | 11:12
Hún er giska brosleg útskýring Sigga strekkings á brotthvarfi sínu úr "Samstöðu". Hver kemur stjórnmálaflokki á koppinn og tekur kosningu sem varaformaður, hafi hann aldrei ætlað að vera í flokknum nema nokkra daga?
Sundrung hefði verið nærtækara og sannara nafn á þessa hreyfingu Lilju Mósesdóttur, en Samstaða. Það á eftir að koma á daginn að lítil samstaða verður, innan þessa sundurleita og villuráfandi hóps, um eitt eða neitt. Það er vandséð hvernig Lilja ætlar að skapa samstöðu þegar hún sjálf hefur sýnt og sannað að hún er ósamstarfshæf og óflokktæk með öllu.
Eina mögulega hreyfingin í þessari hreyfingu Lilju, er í sundur. Þessi örflokkur minnir á lægð sem kemur með hvelli, gengur yfir á nokkrum dögum og heyrir síðan sögunni til. Veðurfræðingnum hefur ekki litist á útlitið þegar hann rýndi í kortin innanflokks og því komið sér í öruggt skjól, áður en óhjákvæmilegt óveðrið skellur á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andskotans hræsni og vesaldómur
1.3.2012 | 22:11
Það var unnið á bak við tjöldin segir Atli Gíslason, einhver harðasti baktjaldamakkari og kafbátur Alþings!
Atla er auðvitað brugðið að unnið sé á bak við tjöldin, enda finnst honum að ruðst inn á hans heimavöll þar sem rýtingsstungur í bak og annað baktjaldamakk er honum eins eðlilegt og að fá sér kaffi.
Nú talar Atli eins og hann hafi hvergi komið nærri ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Sama gildir um hrægamminn Ögmund Jónasson.
Andskotans hræsni og vesaldómur.
![]() |
Unnið á bak við tjöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af hverju er ræningjanum ekki sleppt?
21.2.2012 | 22:45
Ef notuð er sama hundalógík og m.a. er brúkuð í tilraun einstakra þingmanna að ónýta ákæruna gegn Geir H. Haarde, að ekki gangi að ákæra Geir einan meðan aðrir sleppa, þá ætti þessi seinheppni ræningi líka að sleppa alfarið við refsingu. Því hann sætir einn ákæru, rétt eins og Geir, á meðan sökunautar hans sleppa.
Alþingi þarf að grípa í taumana og leysa pólverjann úr klóm ákæruvaldsins um leið og það veitir Geir lausn, annað væri óréttlæti.
Það segir sig eiginlega sjálft!
![]() |
Fimm ára fangelsis krafist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í alvöru talað
21.2.2012 | 15:06
Þá hefur þeirri spennuþrungnu óvissu verið eytt.
Steinunn Ólína ætlar ekki á Bessastaði að þessu sinni.
Fólki ætti því að verða sæmilega svefnsamt í nótt.
![]() |
Steinunn Ólína ekki í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rekum Gunnar, rekum hann ekki, rekum hann, rekum hann ekki....!
20.2.2012 | 07:21
Þetta brottrekstrarmál forstjóra Fjármálaeftirlitsins er allt hið undarlegasta. Stjórn FME hefur með yfirlýsingum sínum og hálfkveðnum vísum undanfarna daga gjaldfellt Gunnar Þ. Andersen forstjóra þess og sjálfa sig í leiðinni.
Fyrir helgi var brottrekstur Gunnars yfirvofandi, nánast óafgreitt formsatriði, núna er ekki alveg víst, að hann verði rekinn eða hvort það hafi yfir höfuð staðið til að sögn stjórnar- formanns FME.
Það er ólíklegt, eftir þennan trúnaðarbrest, að þessir aðilar geti í framtíðinni starfað saman með þeim hætti að traust ríki, ekki aðeins milli þeirra, heldur miklu fremur hvort á FME, í heild sinni, ríki það traust sem nauðsynlegt er til að starfsemi þess sé trúverðug.
Því er óhjákvæmilegt, úr því sem komið er, að bæði stjórn og forstjóri FME víki.
![]() |
Gunnar Þ. Andersen mætir til vinnu í dag þrátt fyrir uppsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Helvítis kapítalisminn
11.2.2012 | 20:44
Væri ekki nær fyrir hinn ábyrgðalausa Ögmund að beina spjótum sínum að innlendum mannréttindabrotum, sem t.d eru gerð fyrir hans framgöngu?
Var það ekki baráttumál Ögmundar að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna yrðu ríkistryggðir einir sjóða?
Ögmundur hefur orðið uppvís að því að sóa fé lífeyrissjóðsfélagsmanna sinna sem stjórnarmaður og síðar sem formaður lífeyrissjóðsins. Hann segist ekki bera ábyrgð á tapinu, það geri kapítalisminn! Ó, mikil ósköp!
Hver ætli sé skoðun Ögmundar á hinum hrópandi mismun á almennum lífeyrissjóðsgreiðendum sem verða ekki aðeins að bera sitt tap vegna tapaðra fjárfestinga heldur jafnframt að bera tap lífeyrissjóða opinberra starfsmanna sem eru ríkistryggðir og þurfa ekkert tap að þola hversu illa sem þeim var stjórnað af Ögmundi og hans líkum.
En þetta var auðvitað allt helv.... kapítalismanum að kenna.
![]() |
Mannréttindi alltaf í fyrsta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Pólitísku falsspádómsvitringarnir ...
11.2.2012 | 20:10
Hafa ekki öll ný framboð fengið stjörnuskot í skoðanakönnunum, fyrst eftir myndun þeirra?
Var ekki Þjóðvaka Jóhönnu spáð í kringum 25 prósentin? Hvað sögðu svo kosningarnar? O.s.f.v.
Skoðanakannanir þessar um nýju framboðin gera lítið annað en fita veski allskonar fræðinga sem koma í viðtöl, gegn greiðslu vitaskuld, og tjá skoðanir sínar á nýgengnum fylgis-skoðanakönnunum og fylgja því gjarnan eftir með tilheyrandi spádómum um afleiðingarnar, fari svo sem þeir spá.
Frekar er það fúlt að hafa slíkt að féþúfu, ekki hvað síst í ljósi þess að aldrei hafa þessir vitringar, sem gengið hafa útrá því að skoðanakannanirnar verði úrslit kosninganna, haft rétt fyrir sér.
![]() |
Möguleikar nýju framboðanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðin mun láta sem ekkert C
7.2.2012 | 20:26
Er það til marks um trúverðugleika Lilju Móses, sem staðsetti sig yst á vinstri væng VG sem er langlengst til vinstri í Íslenskri pólitík, skuli núna koma fram sem formaður í nýjum flokki, flokki sem er að hennar sögn; EKKI VINSTRI FLOKKUR! Ekki hægriflokkur og þaðan af síður neitt miðjumoð!
Lýgur Lilja um skoðanir sínar núna eða laug hún að kjósendum VG á sínum tíma?
Þessi nýi flokkur, Samstaða, hefur galopna stefnu, sem hvorki vinstri eða hægri, að sögn formannsins. Þetta hljómar eins og lýsing á gasfylltri blöðru sem getur ekki annað, eftir að henni hefur verið sleppt, tekið stefnuna einungis eftir því hvaðan vindurinn blæs.
Svona stefnur hafa fram að þessu, í besta falli, verið kallaðar lýðsskrum.
Þessa nýja stjórnmálafls Lilju, bíða því eflaust sömu örlög og blöðrunnar, að taka flugið til þess eins að springa þegar minnst varir.
Samstaða er undarlegt heiti á sundurlausum hóp sem staðsetur sig hvergi, veit ekki hvar hann er eða hvert hann stefnir, en hefur það eitt sameiginlegt að hafa ekki unað sér í pólitískri samvinnu með öðrum. Til að vita hvert förinni er heitið þurfa menn auðvitað að vita hvar þeir er staddir og hvaðan þeir koma.
Svo er ekki gæfulegt að fyrir nýtt stjórnmálaafl að byrja sinn feril með því að stela sér nafni. Samstaða er þegar til á stjórnmálaafli á Íslandi auk þess að vera nafn á verkalýðsfélagi, hérlendis.
![]() |
C-vítamín þarf í samfélagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)