Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Augljóst lyga og samsærisplott
12.3.2012 | 16:43
Málatilbúnaðurinn gegn Gunnari Andersen er að taka á sig æ skýrari mynd samsæris eftir því sem fleiri þræðir koma í ljós.
Málið hefur verið hannað eins og hefðbundnir glæpakrimmar, margir smákrimmar kallaðir til sögunnar og látnir segja í grunninn sömu söguna og skapa söguþráð til að afvegaleiða yfirvöld og lögregluna til sakfellingar og ærumorðs á saklausum manni.
Hvaða andskotans ástæðu hefði Gunnar Andersen haft til að segja manni, sem hringdi og sagðist hafa mikilvægar upplýsinga undir höndum, að fara með þau til DV?
Eru einhver þekkt dæmi þess að fjármálaeftirlitið neiti að taka við gögnum um fjármálasukk og annað sem undir það heyrir og vísi þeim til blaðanna?
Hversu vitlausir halda höfundar þessa samsæris að menn séu?
Eða vita þeir það nákvæmlega að þannig er það og verður? Vita þeir að málið muni sofna hægt og rólega í meðferð góðra manna í kerfinu og tilganginum verði náð, hægt og hljótt, því þannig hafi það alltaf verið?
Nýr og þægilegri maður verður kominn innan tíðar í stað Gunnars og krimmunum handgenginn, eða þar til hann gerir eitthvað sem þeir ætlast ekki til af honum. Þá þarf auðvitað að kalla aftur út ærumorðingjaliðið.
![]() |
Bað Ársæl að koma gögnum til DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Var nefið á Sigurði Einarssyni mælt fyrir og eftir vitnisburð hans?
12.3.2012 | 14:34
Fyrir alla venjulega menn væri það eflaust afar auðmýkjandi að vera, einir vitna, krafðir eiðs fyrir vitnisburði sínum fyrir rétti.
En það á örugglega ekki við Sigurð Einarsson, sem var í Landsdómi í dag krafin eiðs, af verjanda Geirs H. Haarde. Sigurður kaus að sverja ekki eið, heldur vinna drengskaparheit að vitnisburði sínum fyrir dóminum í dag.
Ef eitthvað er hæft í því sem sagt hefur verið síðustu misserin um Sigurð Einarsson og þeim sökum og ávirðingum sem á hann eru bornar, á hann hvorki til samvisku eða drengskap.
Það er því hæpið að drengskaparheit Sigurðar Kaupahéðins Einarssonar skjóti nokkrum stoðum undir sannleiksgildi vitnisburðar hans, nema síður sé.
Kíkið á könnunina hér til vinstri!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ugla sat á kvisti, átti börn og missti
12.3.2012 | 07:43
Spenna færist í komandi forsetakosningar, fleiri og fleiri eru nefndir til sögunar sem líklegir kandídatar auk þeirra sem þegar hafa gefið kost á sér. Það setti lengi vel nokkuð strik í reikninginn um framboð þeirra sem talist gætu alvöru frambjóðendur að ekki var nokkur leið að lesa úr þeirri véfrétt sem Ólafur Ragnar boðaði þjóðinni um áramótin, hvort hann ætlaði að hætta eða ekki.
Margir lásu úr véfrétt Ólafs að hann væri að kalla eftir því að þjóðin félli fram á skeljarnar, ræki ásjónuna í duftið og grátbæði hann að yfirgefa sig ekki, enn væri ekki tímabært að á Bessastaði kæmi maður í manns stað. Það gekk eftir, gamla framboðsmaskína forsetans gekkst fyrir undirskriftasöfnun, hvar hinir ólíklegustu aðilar skoruðu á forsetann. Þessi undirskriftarsöfnun hefði aldrei farið af stað í óþökk forsetans, það er ljóst.
Auk undirskrifta almúgans, eru margar þekktar persónur sagðar hafa lagst á sveifina t.a.m. Mikki mús, Súpermann, Djengis Kan og jafnvel sjálfur Guð og himnalið hans allt er sagt hafa skrifað undir. Það er því ekki undarlegt að forsetinn hafi séð sæng sína upp reidda og tilkynnt að hann svaraði kallinu. Þó gaf hann ekki skýrt loforð um að gegna þessari þegnskyldu nema hálft kjörtímabil. Eða þangað til hann hefði bægt öllum hættum og annarri vá frá þjóðinni og rifið hana upp úr meðalmennskunni.
Þeir sem þegar hafa tilkynnt framboð eru, auk Ólafs Ragnars, Jón Lárusson og hinn óhjákvæmilegi Ástþór Magnússon.
Auk þeirra hafa verið nefnd til sögunnar:
Ragna Árnadóttir, Elín Hirst, Ari Trausti Guðmundsson, Þóra Arnórsdóttir, Þórólfur Árnason og Stefán Jón Hafstein.
Að auki þykir mörgum Jón Valur Jensson og Snorri í Betel vera efnilegir kandídatar.
Það væri fróðlegt að sjá hvernig þessi staða leggst í lesendur bloggsins, því hef ég sett upp skoðanakönnun um fylgi þessara frambjóðenda hér til vinstri.
Endilega takið þátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sami súri grauturinn í sömu skál
10.3.2012 | 21:31
Lilja Mósesdóttir bergst ekki vonum í þessu máli frekar en öðrum. Hún kemur að venju inn í umræðuna með hugmyndir sem eru algerlega þversum á umræðuefnið.
Nær öruggt má telja að hefði gjaldeyrisumræðan undanfarna daga snúist um það að taka upp sænsku krónuna, kæmi Lilja núna inn á sviðið og segði aðra kosti mun vænlegri en þá sænsku, t.a.m. Kanadadollar.
Lilja hefur aldrei róið á sama borð og aðrir og ólíklegt að það muni nokkurn tíma gerast, það er ekki hennar eðli, hvað sem væntingum kjósenda líður.
Þjóðin þarf núna á samstöðu að halda en ekki Samstöðu Lilju. Að fela henni völd yrði án vafa eitthvert dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar.
![]() |
Segir sænsku krónuna vænlegri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landsdómsglæpur að gagnrýna Dabba þumal
9.3.2012 | 21:47
Fyrir að segja sannleikann um blekkingar og lygar formanns bankastjórnar Seðlabankans um stöðu bankanna rétt fyrir fall þeirra, sem vísað er til í þessari frétt, hraunar bloggdeild Sjálfstæðis- flokksins yfir Jóhönnu Sigurðardóttur og sparar ekki stóryrðin.
Þetta gera umræddir bloggarar þrátt fyrir að Jóhanna hafi gefið Geir H. Haarde einhverja jákvæðustu umsögnina í þessum réttarhöldum og svarið af honum sakir.
Því engum, nákvæmlega engum, verður liðið að kasta rýrð á Guð þeirra Sjálfstæðismanna, Davíð Oddson óskeikulan og almáttugan. Þurfi að fórna Geir, til varnar goðinu í efstu hæðum, verður litið á það sem eðlilegan fórnarkostnað.
Það verður rannsóknarefni fræðinga framtíðar af hverju Sjálfstæðismenn njóta þess svo óskaplega að láta þennan ritstjóra þumal taka sig í görnina aftur og aftur og það án allra sleipiefna.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fylgjum fordæmi þjóðverja
9.3.2012 | 11:52
Þessi aðgerð þjóðverja er allrar athygli verð. Er þetta ekki eitthvað sem íslensk stjórnvöld þurfa í fullri alvöru að íhuga.
Það er þungur baggi fyrir lítið land eins og Ísland, sem sannarlega er í kröggum, að hafa hundruð eða þúsundir útlendinga á sínu framfæri. Þjónustu sem eðlilegra væri að þeir nytu heima hjá sér. Ekki þýðir fyrir Íslensk stjórnvöld að vísa í mannúð, Schengen, eða EES samninginn.
Þjóðverjar, höfuð ESB, hafa riðið á vaðið. Fylgjum þeirra fordæmi.
![]() |
Fá ekki lengur grunnbætur í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Selja lögfræðingar veiðileyfi á sjálfa sig
7.3.2012 | 13:53
Mann setur hljóðan þegar verjendur glæpamanna, í sakamáli sem þessu skotárásarmáli, lýsa mannkostum og gæsku umbjóðenda sinna, manna sem sannarlega hafa reynt eftir bestu getu að limlesta mann og annan, eða jafnvel drepa.
En þessum lögfræðingum er vorkunn, þeir eru ráðnir til verksins og ber lögum samkvæmt að leggja sig fram og verja skjólstæðinga sína hvað best þeir geta. Þessir fá eflaust skjólstæðinga sína sýknaða sökum "skorts" á sönnunum, þó aðrir hafi, með hótunum við vitni, eflaust unnið fyrir þá alla vinnuna.
En öðru máli gildir um lögfræðinga sem sérhæfa sig í innheimtu skulda. Þeir geta, sé vilji fyrir hendi, sýnt gagnaðila umburðarlyndi, skilning og samningsvilja. En oftast er ekkert af þessu í fari þeirra, kröfur eru sóttar af fullkominni óbilgirni og ósanngirni, og gjaldskrá þeirra er þannig að ekki verður á annan hátt orðað á íslensku en að þar fari saman og allt í senn okur, græðgi og hreint hrægammaeðli.
Hann er óverjanlegur sá hryllilegi verknaður sem var framinn á innheimtulögmannstofu um daginn, en var það ekki bara tímaspursmál að stíflan brysti?
Þarf ekki nýja hugsun á Íslandi á öllum sviðum?
![]() |
Enginn ásetningur sannaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er „kók“ með kaffinu á fundum SUS?
5.3.2012 | 09:39
Þó ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn er sjúkur flokkur, grunaði eflaust fáa að hann væri þetta langt leiddur og illa farinn. Þeir hafa ekkert lært blessaðir, haftalaust frelsi leiðir alltaf til ófarnaðar, sama hvort það er í fjármálum, fíkniefnum eða öðrum sviðum, eins og þessi þjóð hefur fengið að reyna.
Ég held að vatnsgreiddu jakkafataguttarnir sem samþykktu þessa dæmalausu ályktun, hljóti að hafa verið búnir að fá sér vel í aðra nösina, ef ekki báðar.
Hvað kemur næst frá þessum fáráðlingum í nafni sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins? Gefa rán, nauðganir, morð frjáls til að hefta ekki frelsi einstaklingsins til athafna?
Það mætti þá byrja á því að selja veiðileyfi á þessi meindýr sem tilheyra tegundinni Sjálfstæðisflokkur.
![]() |
Vilja lögleiða fíkniefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
Íhald og Framsókn hafa grafið sína eigin gröf.
4.3.2012 | 14:42
Það er gleðilegt að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands skuli ætla að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Þá er þeirri óvissu eytt.
En framboðið hans og væntanlegt endurkjör er líklegt að verða andstæðingum ríkistjórnarinnar, Framsókn og Íhaldi, sem hvað mest hafa hvatt hann og brýnt til framboðs, tvíbent sverð og högg í eigin und.
Það er allt útlit fyrir, eins og horfir í dag, að stjórnarskipti verði í næstu kosningum sem verða í síðasta lagi að vori á næsta ári.
Ef ekki fer betur í þeim kosningum en nú á horfir, má ætla að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi þá saman ríkisstjórn.
En þá verður eitt hrópandi vandamál uppi á borði ríkistjórnarinnar. FORSETINN!
Rúm þrjú ár verða þá eftir af kjörtímabili Ólafs Ragnars þegar sú stjórn verður mynduð, lungað úr kjörtímabili ríkisstjórnarinnar. Það er ekki víst að forsetinn, sem tekið hefur að sér hlutverk landvættanna, telji, þegar ríkisstjórnin sú fer að útdeila "íhaldsréttlæti" sínu, að allt sem frá henni komi sé á vetur setjandi.
Það er ekki ólíklegt að þá muni Guðni Ágústsson og fleiri núverandi stuðningsmenn forsetans rifja það upp, ómengað, sem þeir hugsuðu og sögðu um forsetann þegar hann hafið synjað fjölmiðlalögunum forðum.
Þá verður gaman að lifa.
Ekki skemmir það fyrir, að forsetinn mun vinna kauplaust næsta kjörtímabil, geri aðrir betur!
![]() |
Ólafur Ragnar gefur kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sjálfgæðingsflokkurinn stærstur...
3.3.2012 | 23:49
...flokka samkvæmt Gallup, án þess að hafa á nokkurn hátt til þess unnið, nema síður sé. Hversu rugluð getur þessi þjóð eiginlega orðið?
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)