Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvað varð um miskunnsama samverjann?
11.1.2012 | 18:43
Frekar er það klént og þeim til lítils álitsauka sem virðir fyrir sér hreyfingarlausa mannveru á bekk í kalsa tíð og heldur að eitthvað kunni að vera að viðkomandi en hringir á lögregluna, í stað þess að kanna sjálfur ástand þess hreyfingarlausa.
Sá tími sem fór í að gera lögregluna að millilið, hefði í þessu tilfelli getað kostað viðkomandi lífið, ef um raunverulega manneskju hefði verið að ræða.
Vill nokkur hafa það á samviskunni? Sýnum náunganum þann kærleik sem við viljum svo gjarnan að hann sýni okkur.
![]() |
Lögregla bjargaði" styttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Jón Valur tækur í Spaugstofuna?
3.1.2012 | 18:49
Undarlegt er að enn hafa engin viðbrögð orðið við ákalli forsetans í nýársávarpi hans, hvar hann lýsti því yfir að hann vildi hætta, en færði auðvitað þá fórn fyrir þjóðina að sitja sem fastast, yrði nægjanlega hart eftir því gengið.
Hvar er íhald og afturhald þessa lands, helstu núverandi stuðningsmenn forsetans? Ætla þeir virkilega ekki að hrúga upp undirskriftasöfnunum á neti og pappír með áskorun á Ólaf að bregðast þeim ekki og bjóða sig fram enn einn ganginn?
Eða hafa hvatningahróp þeirra til forsetans einungis í orði en ekki á borði, í þeirri von að slíkt skaði ríkisstjórnina? Það væri allavega eftir formúlunni.
Margir blogga um málið, mis gáfulega, eins og hér sannast, en toppurinn á bullinu er þetta blogg , ég hélt að höfundur þess væri gersneyddur öllum húmor, en það er greinilega misskilningur.
Þetta er grín, eða er það ekki, Jón?
Öfug kynferðismisnotkun
8.12.2011 | 20:50
Er þetta ekki málið?
Að konur, (sumar N.B.) noti klofið á sér, til að koma sér á framfæri hvar sem því verður viðkomið, eins og þessi kona viðurkennir hispurslaust, og mun eins og sögur herma, vera giska algengt í hennar bransa?
Svo er æpt, gangi greiðinn ekki eftir eins og að var stefnt, nauðgun! Nauðgun!
Og virkar giska vel, því að allir femínistar og öll kvennasamtök, hvaða nafni sem þau nefnast, stökkva á vagninn og kynda undir vitleysunni, gersamlega að órannsökuðu máli.
Það er fráleitt að það sé sér erlent fyrirbrygði að konur noti á sér kynfærin, sér til framapots.
Fá verkfæri duga betur, satt best að segja, það vita allar konur og ekki hvað síst, hörðustu VG og SF femínista hólkarnir.
![]() |
Ég svaf hjá framleiðandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er enginn munur á hermöngurum Íhaldsins og yfirlýstum hernaðarandstæðingum, þegar allt kemur til alls?
28.11.2011 | 22:29
Það kom ekki á óvart á sínum tíma þegar hernaðar- og hermögnunarsinnar Íhaldsins og Framsóknar tóku sig til og reyndu að gera sig gilda í hermangi Kanans með því að stofna til hernaðarútgjalda undir ýmsum fallegum fræðiheitum.
En að norræna velferðarstjórnin skuli halda áfram þessum hráskinnaleik Íhaldsins kinnroðalaust og ætla að verja 430 miljónum á næsta ári í þetta andskotans bull og fjármagna það í þokkabót með velferðarniðurskurði hér heima, er þyngra en tárum taki.
Hafið helvítis skömm fyrir, segi það og meina.
![]() |
Aukinn kostnaður vegna friðargæslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fátt er svo með öllu illt...
27.11.2011 | 21:20
Sú staðreynd að Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ og fyrrverandi skipsfélaga mínum á Örvari HU 21, skuli lítast bölvanlega á drögin um stjórn fiskveiða segir mér að eitthvað vitrænt kunni í þeim að leynast.
![]() |
LÍÚ líst mjög illa á drögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og við var að búast
25.11.2011 | 17:49
Ekki trúi ég því að nokkur heilvitamaður hafi reiknað með því í alvöru, að ákvörðun Ögmundar yrði einhver önnur!
Ögmundur vill engar erlendar fjárfestingar á Íslandi, hvaða nafni sem þær nefnast. Punktur og basta.
Nefndi einhver Bjart í Sumarhúsum?
![]() |
Andvíg ákvörðun Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er verið að vopna lögregluna?
23.11.2011 | 07:06
Svo má skilja á þessari frétt að verið sé að vopna lögregluna hægt og rólega svo lítið beri á. Hvaðan kemur heimildin til þess, er þetta lögum samkvæmt? Hver tók þessa ákvörðun, lögreglustjóri, ráðherra?
Er þetta það sem við viljum sjá hér á landi? Lögreglumenn hafandi hönd á byssum í samskiptum við almenning tilbúnir að skjóta bregðist menn ekki kórrétt við fyrirmælum þeirra?
Þetta er slæm þróun, hana verður að kæfa í fæðingu.
![]() |
Byssur í lögreglubílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hversu seint má afturkalla mistök?
22.11.2011 | 21:42
Þessi Þorláksbúð í Skálholti er eins og nátttröll á jólum, rétt eins og aðal hvatamaðurinn að framkvæmdinni.
Það á auðvitað aldrei að afsaka rangar ákvarðanir, eins og menningarmálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir gerir, með því að segja að vitleysan sé ekki óafturkræf.
Ráðherrann ætti frekar að velta því fyrir sér hvort mögulegt sé að afturkalla sjálfan forvígismanninn að þessari vitleysu.
Nokkuð, sem frómir telja að hefði átt að gera strax í upphafi.
![]() |
Þorláksbúð ekki óafturkræf framkvæmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða tímamót á konukjáninn við?
20.11.2011 | 17:52
Voru þau ekki í nákvæmlega þeirri sömu forystu fyrir landsfundinn án þess að það teldist eitthvað tímamarkandi eða eftirtektarvert?
Var það kannski ákveðið í hliðarherbergjum á landsfundinum að til leiks myndu mæta alveg nýr Bjarni, öflugur og ákveðin og glæný Ólöf magnþrungin og mergjuð í stað liðleskjanna og sleikipinnana sem þau áður voru?
Þarf ekki meira til að skapa trausta forystu en hó, hó og hallelúja í hliðarherbergjum landsfundar?
![]() |
Ólöf kjörin varaformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er þakklátur og klökkur
20.11.2011 | 15:30
Bjarni Ben er, rétt eins og ég, þakklátur og klökkur að loknu formannskjörinu.
Það er full ástæða til að þakka landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir formannskjörið. Landsfundurinn hafnaði möguleikanum sem hann hafði til að opna gluggann og hleypa ferskleikanum inn. Fundurinn valdi þess í stað að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram slappur og skuggalegur flokkur.
Þetta var því gagnlegur landsfundur eftir allt saman. Fátt gefur betri nætursvefn en slappur og atkvæðalítill Sjálfstæðisflokkur.
Ég viðraði þá skoðun mína fyrir formannskjörið að flokkurinn ætti langt í land að geta stigið það spor að velja sér konu sem formann, 30 ár sagði ég á einu blogginu, gott ef það gengur ekki eftir. Líklegt má telja að fyrsta konan sem verður formaður Sjálfstæðisflokksins fermist í vor.
![]() |
Bjarni sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)