Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ying og yang
3.10.2011 | 22:04
Ég var hreint ekki viss, þegar Þór Saari hafði lokið ræðu sinni, að hann hefði yfir höfuð, tekið til máls.
En mikið djöf... var Guðmundur Steingrímsson góður!
![]() |
Vill nýjar kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn ólgar eldur í æðum
3.10.2011 | 20:34
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á eldhúsdegi Alþingis í kvöld.
Jóhönnu, sem verður 69 ára á morgun, mæltist vel og hún sýndi að hún hefur engu gleymt og henni brennur enn eldur í æðum.
![]() |
Stefnuræða á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
„Forsetafrúin kyssti mig“
3.10.2011 | 00:53
Sagði froskurinn vonsvikinn, því ekkert gerðist. Hann kom froskur og fór heim, alveg sami froskurinn.
![]() |
Forsetafrúin kyssti mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar var okkar ríkisrekni Guð og allir hinir guðirnir þegar eggjum rigndi yfir þingmenn milli þings og kirkju?
2.10.2011 | 22:41
Fá þingmenn ekkert frá Guði, nema vanþakklætið, í staðin fyrir alla milljarðana sem þeir ákveða ár hvert að eyða í trúmál og þessháttar vitleysu, meðan heilbrigðiskerfið sveltur, meðan löggæslan sveltur, meðan menntakerfið sveltur, meðan fólkið sveltur?
Kirkjusókn fyrir setningu Alþingis ár hvert er greinilega meira upp á forneskjuna og hefðina gert en trúarhita þingmanna.
Það er löngu ljóst af auknum fjölda þingmanna á samkomu Siðmenntar sem haldin er á sama tíma, auk þeirra fjölmörgu þingmanna sem hvorugt sækja.
Ríkisrekið trúarapparat hverskonar er forneskjan uppmáluð og tímaskekkja. Burt með alla ríkisstyrki til trúfélaga, látum þau sjá um sig sjálf, á jafnréttisgrundvelli.
Talandi um eggjakast og önnur þingsetningarvandamál þá væri miljörðum kirkjunnar betur varið í lögregluna.
![]() |
13 þingmenn mættu hjá Siðmennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Athyglisvert
2.10.2011 | 13:55
Allir vita að Foringjalausi flokkurinn og þinglið hans allt eru grímulaust hagsmunagæsluapparat fyrir LÍÚ klíkuna sem húka eins og hrægammar yfir ránfeng sínum og neita að láta hann af hendi við réttmæta eigendur.
Það eina sem Pétur og Foringjalausi flokkurinn gætu hugsanlega komið með nýtt í umræðuna, væri tillaga um að ákvæði um eignarhald LÍÚ bófana á þýfinu væri sett í Stjórnarskránna með kennitölum og alles.
Pétur fer á höggstokkinn leggi hann til að eitt einasta hreistur verði skert á þessari „einkaeign“ LÍÚ.
![]() |
Pétur semur nýtt kvótafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Leigupenni sægreifana
1.10.2011 | 22:38
Gæti það verið að þessi ofuráhugi sem Morgunblaðið leggur á níðskrif um Ólínu Þorvarðardóttur, þessa dagana, tengist eitthvað áhuga hennar á uppstokkun kvótakerfisins?
Þegar litið er á eignarhald Moggans, þarf það ekki að koma á óvart.
Ritstjóri blaðsins er þá sjálfur ekki annað en vesæll leigupenni af aumustu gerð, eftir öll stóru orðin um þá stétt manna?
Blogg-auki
Nú hefur þessi frétt verið fjarlægð og beðist afsökunar á henni, nei, nei Ólína var ekki beðin afsökunar, heldur lesendur.
Þeim liggur orðið svo á Moggamönnum að níða niður þingmanninn að þeir hafa ekki fyrir því að kanna hvort satt eða rétt sé með farið. Óttalega klént, verð ég að segja.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Verulega dapurlegur framagosi
1.10.2011 | 18:21
Það er broslegt að heyra fjarvistakóng Alþingis tala um kosningar til að endurnýja þingmanns umboð sitt.
Honum væri nær að mæta betur í vinnuna áður en hann fer fram á það við þjóðina að endurnýja núverandi ráðningarsamning.
Á þessu kjörtímabili kemst enginn þingmaður með tærnar þar sem lýðsskrumarinn Atli hefur hælana í fjarvistum frá þingstörfum.
Hann hefur öðrum hnöppum og mikilvægari að hneppa en hanga á þinginu.
![]() |
Vill kosningar undir eins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um margt athyglisverð fréttamynd
1.10.2011 | 17:38
Á myndinni sjást Álfheiður Ingadóttir, Þuríður Backman, Unnur Brá Konráðsdóttir og Bjarni Benediktsson koma Árna Þór Sigurðssyni til hjálpar þar sem hann liggur óvígur í götunni eftir árásina.
Þannig bregðast flestir við, af samkennd og fórnfýsi. En það gera félagarnir Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson ekki, þeir horfa í forundran á þingmennina koma félaga sínum til hjálpar, stíga fimlega til hliðar og halda för sinni áfram.
Það er greinilega ekki í þeirra eðli að koma fólki til hjálpar, eða hafa samkennd með öðrum. Þeir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Þeir eru Þingmenn, með stórum staf.
![]() |
Eggjum kastað í þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Friðareggið
1.10.2011 | 13:40
Auðvitað var friðsamlegu egginu ekki miðað á gagnauga Árna af velmeinandi mótmælandanum, það sjá allir, svo eru egg algerlega skaðlaus að mati Hagsmunasamtaka heimilanna.
![]() |
,,Eggið hæfði mig á vondan stað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrílslæti í boði útvarps Sögu og Moggans – misheppnað herkall
1.10.2011 | 12:01
Mótmælin á Austurvelli voru miklu mun fámennari en reiknað var með af skipuleggjendum þeirra. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að útvarpi Sögu, Morgunbalðin og þeim öðrum sem eggjuðu fólki átaka og óláta við þingsetninguna hafi mistekist gersamlega. Sómakært og löghlýðið fólk áttaði sig á hvað að baki hvatningu þursana lá, lét ekki ginnast og hélt sig heima.
Það voru hinsvegar ofbeldisseggir, mannorðsleysingjar og annar ósómaskríll sem fann sér samstöðu með fjölmiðlaþursunum og svöruðu kallinu. Sækir sér um líkan.
Hádegismóri seðlabankafellir, Arnþrúður grimma og Pétur rannsóknarnefndarskelfir hljóta að vera að rifna úr stolti af hirð sinni og framlagi þeirra til þjóðfélagsins.
Útvarp Saga gagnrýndi RUV fyrir „rangar“ tölur um mannfjöldann og sagði alvarlegt þegar fjölmiðlar reyndu að falsa tölur um mannfjöldann! Útvarpsstöðin sagði mótmælendur hafa skipt þúsundum, talan 8000 var nefnd af innhringjanda, við góðan róm Arnþrúðar og Péturs!
Reynsluboltinn Geir Jón yfirlögregluþjónn nefndi töluna 2000, ég trúi honum.
![]() |
Annað eggjaregn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)