Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hamingju Ísland!

Niðurstaðan er ljós. Ekkert meira um það að segja!

 
mbl.is Mun fleiri segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!

íslenski fáninnÍslendingar ganga að kjörborðinu í dag, valið er einfalt , tveir kostir í boði, JÁ eða NEI við Icesace samningnum.

Sjaldan eða aldrei hafa kosningar verið jafn spennandi, úrslit jafn tvísýn.

Það er mikilvægt lýð- ræðisins vegna,  í þessum kosningum sem öðrum, að kosningaþátttaka sé sem best, ekkert er hættulegra lýðræðinu en léleg kjörsókn og áhugaleysi kjósenda.

Fólk á að láta sannfæringu sína og hjarta ráða sínu vali, ekki hræðslu- og ýkjuáróður beggja fylkinga.

Vonandi ber þjóðin gæfu til að sætta sig við úrslitin, hver sem þau verða, og stríðandi fylkingar hafi þann manndóm til að bera að sameinist um að vinna sem best úr niðurstöðunni, þjóðinni til heilla.

Nýtum þau vatnaskil, sem úrslit kosninganna óneitanlega verða hvernig sem fer, til að snúa bökum saman og sækja sameinuð fram til framtíðar.

Áframhaldandi deilur og sundrung bitna á engum öðrum en okkur sjálfum. Það er nóg komið af slíku!

Íslandi allt!


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blönduð leið að nýjum óskapnaði

Það er Framsóknarflokknum líkt að vilja fara einhverja „blandaða“ leið í sjávarútvegsmálum, leið sem auðvitað verður hvorki fugl né fiskur og leiðir til engra lausna en  endar alltaf eins, með nýjum óskapnaðaði.

  


mbl.is Blönduð leið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannaðar niðurstöður

Skoðanakönnun á Facebook, Útvarpi Sögu og öðrum miðlum sem setja fram skoðanakannanir þar sem þátttakendur taka sjálfir ákvörðun um þátttöku í viðkomandi könnun eru fráleitt marktækar kannanir. 

Morgunblaðið á að skammast sín fyrir að setja svona „könnun“ fram sem einhvern sannleik, slíkt er  ekkert annað en ósvífinn og svartur áróður, ef ekki beinlínis fölsun á staðreyndum.

Svo ekkert fari á milli mála, þá vil ég taka það fram að ég mun segja Nei á morgun, en ég get samt ekki sætt mig við slík vinnubrögð, þar sem menn láta tilganginn helga meðulin í lágkúrulegum áróðrinum.

Þeir sem kalla á heiðarleg vinnubrögð verða að gera betur en þetta.

   


mbl.is 72% segja nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem Íslendingur.....

Sem Íslendingur hefði ég gjarnan viljað að Halldór Ásgrímsson hefði haldið sig við endurskoðun og látið afskipti af pólitík eiga sig. Í skjóli Halldórs og Davíðs Oddsonar voru bankarnir einkavæddir og þeim sleppt lausum hömlu- og eftirlitslaust með  afleiðingum sem öllum eru kunnar.

Halldór ætti að fara að eigin ráðum og að axla sína ábyrgð áður en hann gerir þá kröfu á aðra, það hefur hann ekki gert. Svo er hann þar að auki, enn á framfæri almennings.

  


mbl.is Hefði viljað sjá betri samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðsskrum og gjammandi smáhundar

Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nái  ekki meirihluta á Alþingi samkvæmt þessari könnun. Það sem kemur á óvart er að Icesace virðist ekki hafa teljandi áhrif á fylgi flokkana.

Afstöðu stjórnarflokkana til Icesave þarf ekki að útskýra.

Sjallarnir ólmuðust hvað þeir gátu gegn Icesave, en 11 þingmenn  þeirra studdu það að lokum og mæla með samþykkt þess, en 75% kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja ekki Icesave,  sú afstaða virðist ekki skila sér ekki í þessari könnun.

Allir smáhundar Framsóknar hafa gjammað hvað þeir geta gegn Icesave og njóta þess einungis með minnkandi fylgi. Útþurrkun af þingi eru verðlaun Hreyfingarinnar fyrir hennar baráttu.

Athyglisvert er í ljósi gagnrýni á fjórflokkinn undanfarið að ekki skuli koma fram í þessari könnun fylgi við önnur eða ný framboð.

Í ljósi allra þeirra erfiðu og óvinsælu aðgerða sem ríkisstjórnin hefur þurft að beita sér fyrir síðustu tvö ár er fylgi hennar með ólíkindum mikið. Það er undrunarefni að stjórnarandstaðan skuli ekki ríða feitari hesti frá þessari könnun, því aldrei í sögunni hefur verið jafn auðvelt að vera í stjórnarandstöðu á Íslandi.

Könnunin segir okkur að innihaldslaust lýðsskrum gangi illa í landann og því hlýtur Framsókn að leggjast undir feld með útkomuna og hugsa sinn gang.  

„Ég verð að segja það!“


mbl.is Fylgi eykst við Sjálfstæðisflokk og VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kusk á hvítflibba

justiceÞetta mál mun klárlega koma til kasta Hæstaréttar. Ég tel fullvíst stjórnarandstöðu dómstóllinn sá muni, án þess að hiksta, hvítskúra sinn mann og blása burt því kuski sem fallið hefur á hvítflibba Baldurs,  fyrir tilverknað illaþenkjandi komma og krata í ríkisstjórninni.

 
mbl.is Baldur í 2 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keypti 40 manna fjöldahreyfingin þessa niðurstöðu?

Ofurbloggari einn,  sem er gjarn á að fara örlítið framúr sjálfum sér um leið og hann gengur fram af fólki, hefur haldið því blákalt fram að fyrri skoðanakannanir hafi verið keyptar eða falsaðar, nema hvorutveggja væri.

Það verður fróðlegt að sjá hugrenningar hans hverjir hafi fjármagnað og falsað þessa útkomu.

 


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei - skal það vera!

Ég er lengi búinn að velkjast  í vafa hvoru megin veggjar við Icesave ég ætti að leggja mig í kosningunni  n.k. laugardag.  Ég hef verið,  fram að þessu, tilbúinn að velta mér á hvora hliðina sem væri,  en nú er ég búinn að taka endanlega ákvörðun, ég ætla að velta mér á hægri hliðina og krossa við nei!

Ég þakka Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra SA fyrir að hafa opnað augu mín með þeirri hótun sinni að yfirstandandi samningagerð yrði í uppnámi verði Icesave hafnað auk þeirrar kröfu SA að kvótakerfið verði óbreytt næstu 50 árin hið minnsta. Það kallar beinlínis fram ofnæmisviðbrögð og  æluna upp í háls að fá þennan mann og það sem hann stendur fyrir, inn í stofu til manns, gegnum sjónvarpið, á hverju kvöldi.

Ég var að velta því fyrir mér áðan af hverju ég hafi ekki ákveðið þetta fyrir löngu, ég var m.a.s.  um tíma hallur undir að segja já. Ég er ekki í nokkrum vafa hver ástæðan er. Ástæðan er hinn fordæmalausi haturs og fyrirlitningar áróður sem hefur verið rekin af andstæðingum Icesave. Þar hafa farið fyrir liði Útvarp Saga, Jón Valur Jensson, Loftur Altice Þorsteinsson ásamt ótal öðrum öfgasinnuðum hægrimönnum og blaðmönnum sem ekki segjast vera Baugsmiðlar.   

Þeirra baráttutækni og karma er ekki til þess fallin að laða hugsandi fólk til fylgis, hún fælir það frá.


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrulögmál SA

Samtök atvinnulífsins hafa kjörstöðu í þessum samningum, efnahagskreppan  gefur lítið svigrúm til launahækkana og þá fyrst og fremst vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs. SA virðast ekki hafa getað gert kjarasamninga í seinni tíð nema ríkið gerðist aðili að samningunum og borgaði meira og minna fyrir þá brúsann.

Hvergi á byggðu bóli hefur slík svívirða verið sett fram af samtökum vinnuveitenda eins og hótun SA að ekki verði gerðir kjarasamningar nema sjáfarauðlindin verði afhent fáum útvöldum aðilum til eignar.

Þessu til viðbótar búa SA svo vel að viðsemjendur þeirra, forystusamtök verkalýðsins, ASÍ er magnlaus og ónýt og hefa verið lengi, alveg síðan hagfræðin var leidd þar til hásætis. Allur kraftur ASÍ fer í að halda aftur af þeim tveimur verkalýðsforingjum á landsbyggðinni sem sýnt hafa þann dug að standa í lappirnar, og vinna fyrir sína umbjóðendur.

villi vitlausiÞað er alltaf sami sorgarsöngurinn hjá SA, allt fer á hliðina sé krafan að lægstu laun verði hækkuð. Hvað sagði kjáninn hann Vilhjálmur Egilsson ekki í fréttum í gær:

„Krafa ASÍ er aðallega á hækkun lægstu launa á meðan við höfum viljað flatar hækkanir þar sem allir fá sömu prósentuhækkun.“ Og áður sagði hann; „Lægstu launin verða alltaf alltof lág..“  rétt eins og það sé órjúfanlegt náttúrulögmál.

Aldrei virðist til aur til að hækka lægstu laun nema allt fari á hliðina, en viljugt er fjármagnið til hækkunar á milljónalaununum. Aldrei virðist það rugga bátnum að hækka toppana sem nemur heilum mánaðarlaunum þeirra lægst launuðustu, meðan táraflóð fylgir þeim tveimur, þremur þúsundum sem að smælingjunum er rétt. 


mbl.is Boltinn hjá ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.