Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Góðir strákar í slæmum félagsskap
4.3.2011 | 22:54
Ég hef enga ástæðu til að rengja strákana í mótorhjólaklúbbnum MC Iceland, þegar þeir segjast vera góðir strákar og vilja engum illt.
En hitt skil ég ekki, af hverju góðir drengir leggja svo hart að sér að gerast meðlimir í mótorhjóla samtökunum Hells Angels, sem hafa vægt til orða tekið, afar vafasamt orð á sér, hvar í heiminum sem þeir hafa drepið niður hjóli.
![]() |
Brottvísun kemur ekki í veg fyrir fullgildingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sá, vissi og sveik.
2.3.2011 | 13:09
Jú Baldur sá hvert stefndi, hann gerði meira en það, hann snaraði sér í björgunarbátinn og bjargaði sjálfum sér, en lét ógert að vara þjóðina við yfirvofandi strandi.
Glæpur hans snýst því ekki bara um krónur og aura heldur svik hans við þjóðina sem hafði hann á brjósti sér borið.
![]() |
Neitar að hafa búið yfir innherjaupplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesave-landvættirnir, fyrir hvað standa þeir?
1.3.2011 | 04:09
Að sjálfsögðu vill enginn greiða eitthvað sem honum ekki ber ekki að greiða og þá ekki hvað síst fyrir glamur og sukk annarra. En þegar mest á reynir getur verið ansi djúpt á hinu fullkomna réttlæti. Meira að segja Biblían sjálf getur ekki boðið upp á slíkan lúxus nema fyrir örfáa útvalda.
Allt útlit er fyrir að Íslendingar verði dæmdir til að greiða þessa Icesave-skuld óreiðumanna Landsbankans við almenning í Bretlandi og Hollandi að fullu, verði Icesave-samningurinn ekki samþykktur og málið látið fara fyrir dóm.
Lárus Blöndal, sem var í samninganefndinni, sagði í Silfri Egils á sunnudaginn var, að þótt hann telji að okkur beri ekki að borga væri áhættan af málarekstri slík, að samþykkt samningsins væri besti kosturinn.
Þeir hafa talað digurbarkalega, sem hvað harðast hafa lagst hafa gegn samningum um málið, útlistað málið á tilfinninganótunum sem glæp gegn þjóðinni og sagt að þeir sem vilji borga ættu þá bara að gera það en sleppa þeim við greiðslur sem ekki vilja borga.
Gefum okkur að þeirra ráðum verði fylgt og samningurinn verði felldur í þjóðaratkvæðinu. Þá má fastlega gera ráð fyrir að þjóðin verði í framhaldinu dæmd til að greiða margfalda þá upphæð sem um hefur verið samið. Þá gengur væntanlega Þór Saari ásamt þeim Jóni Val, Lofti Altice og þeirra sporgöngumönnum fram fyrir skjöldu, fara að eigin tilmælum, snara upp veskinu og punga sjálfir út þessu lítilræði og hlífa þeim við aukagreiðslunum sem vildu fara mjúku leiðina. En ég efast um það, satt best að segja!
Hefur ekki íslensku þjóðinni þegar verið gert að greiða, hægri vinstri, fyrir glæpi og sukk fjármálasóðanna með endurreisn bankanna, sparisjóðanna, tryggingafélagana o.s.f.v.- o.s.f.v?
Hvar voru þessir Icesave-landvættir þegar krafsað var niður úr vösum skattgreiðenda í þeim björgunaraðgerðum?
Þögðu þeir þá, meðan þeirra eigin tapi var forðað á kostnað skattgreiðenda? Nei það getur ekki verið ástæðan, eða hvað?
![]() |
Icesave þýðir hærri skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af hverju kemur Margrét Tryggvadóttir ekki með tillögur um þá aðila sem hún telur nægjanlega hlutlausa og hæfa til að koma á framfæri við þjóðina fullkomlega óháðum upplýsingum um nýjasta Icesave samninginn, úr því hún þekkir aðferðirnar?
Eru fjölmiðlarnir vanhæfir til að fjalla um málið á mannamáli? Ekki þarf að efast um að Fréttablaðið er vanhæft að mati Margrétar, en hvað með Morgunblaðið telur hún það líka vanhæft með sína grjóthörðu og nánast andsetnu andstöðu?
Er ekki samninganefndin, sem landaði þessum samning, eðli máls samkvæmt hæfust og best til þess fallinn að kynna hann?
Er Margrét á móti því? Hverja vill Margrét fá í kynninguna, (Ör)Hreyfinguna sjálfa eða kannski postulana í Þjóðarheiðri Jón Val og Loft Altice? Ætli þeir séu nægjanlega hlutlausir að mati Möggu?
![]() |
Krefst óháðra upplýsinga um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar sem...
24.2.2011 | 18:00
... ný stjórnlagaþingskosning hefur að öllum líkindum verið slegin af hef ég lokað skoðanakönnunni, þar sem spurt var:
Vilt þú að kosið verði að nýju til stjórnlagaþings, samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Niðurstaðan var þessi:
Já sögðu 56,6% -
Nei sögðu 32,1% -
og 11,3% - vildu vita hver málaði hestinn þeirra grænan.
53 svöruðu.
Vilt þú....
23.2.2011 | 21:30
.....að kosið verði að nýju til stjórnlagaþings, samhliða þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Icesave?
Ég var að setja inn skoðanakönnun hér til vinstri þar sem þessari spurningu er varpað fram.
Endilega, takið þátt!
![]() |
Óákveðið með stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bretar bíða átekta
20.2.2011 | 20:43
Já bretarnir bíða, bíða eins og ljón í leyni eftir því að bráðin komi aftur í færi. Hvað annað gætu þeir svo sem gert í stöðunni?
![]() |
Bresk stjórnvöld bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjum datt í hug....
20.2.2011 | 18:14
....að spyrja þennan mann álits, hvort þjóðinni bæri að borga reikninga vina hans og samherja?
Klikkið á myndina til að stækka textann.
![]() |
Ábyrgðin liggur hjá þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjar stjórnlagaþingkosningar fást þá nánast frítt!
20.2.2011 | 17:32
Það er sjálfgefið að kjósa aftur til stjórnlagaþingsins, jafnhliða kosningunni um Icesave. Þá fást þær kosningar nánast frítt og það ætti að gleðja þá sem töldu fjármunum illa varið í kosningar um slíkt fánýti.
Þá er bara að vanda til verka, rasa ekki um ráð fram og framkvæma báðar kosningarnar rétt og óaðfinnanlega og taka þann tíma í þetta sem þarf svo ekki komi aftur til inngrips pólitíkusana í Hæstarétti.
Eðlilegast er að kosið verði aftur á milli þeirra 522 voru í framboði í fyrri stjórnlagaþingskosningunum. Framboðin sem slík voru ekki ógild aðeins framkvæmd kosninganna sjálfra. Einfalda þarf þó kosninguna, nóg er að þrjú til fjögur nöfn, eða númer, verði rituð á hvern kjörseðil, því það er í raun aðeins efsta nafnið sem atkvæðið fær. Nöfnin sem á eftir koma hafa lítið eða ekkert vægi og því minna sem neðar dregur.
Þetta fyrirkomulag gæti, þó ekki væri annað, örvað þátttöku í stjórnlagaþingkosningunum, því ekki þarf að efa að kosningaþátttakan í Icesave verður örugglega með því sem best gerist.
![]() |
Tvöfaldar kosningar hugsanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Amen, eftir efninu
20.2.2011 | 15:20
Þá vitum við það.
Ekki hafa aftur orðið pólskipti á ástar og haturssambandi forsetans og þjóðarinnar. Hann er enn hataður af þeim sem þar áður elskuðu hann og enn elskaður af þeim sem þar áður hötuðu hann.
Seint verður hægt að saka forsetann um að vera pólitískur bakherji ríkisstjórnarinnar. Hann er sá öryggisventill þjóðar gagnvart þingi og framkvæmdavaldi sem stjórnarskráin ætlar honum að vera.
Þjóðin á núna völina og kvölina og verður vonandi tilbúin að lifa með eigin ákvörðun, og afleiðingunum.
![]() |
Forsetinn staðfestir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)