Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Elska hann, hata hann, elska hann, hata hann, elska........
20.2.2011 | 12:00
Það gildir einu hvað Ólafur gerir. Hann mun eftir sem áður verða bæði elskaður og hataður.
Ef hann skrifar undir mun hann verða hataður af þeim sem elska hann núna, en hötuðu áður og elskaður af þeim sem hata hann núna, en elskuðu áður.
![]() |
Forsetinn kominn að niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver vakti Gylfa?
18.2.2011 | 12:40
Hver ætli hafi hringt í Gylfa og vakið hann af bjútýblundinum og sagt honum að nú yrði hann í það minnsta að hósta létt.
Gylfi getur svo, sæll með sig, hallað sér aftur eftir allt erfiðið.
![]() |
Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hvaða plánetu kemur þetta kjararáðspakk?
18.2.2011 | 11:08
Þetta er hneyksli, þetta kjararáð er gersamlega út á túni. Með þessum úrskurði sýnir það þjóðinni ekki bara fingurinn, heldur rekur krepptan hnefann á kaf upp í rassgatið á henni og það án sleipiefna.
Meirihluti kjararáðs notar aukið álag á dómurum sem rök fyrir hundrað þúsund króna launahækkun og hundsar gersamlega þá staðreynd að nýlega var ákveðið að fjölga dómurum tímabundið til að mæta þessari álags aukningu.
Ekkert er til skiptana til launahækkana fyrir almenning í þessu landi, einu hækkanirnar sem almenningi er úthlutað eru hækkanir á öllum mögulegum sköttum og þjónustu, hægri vinstri. En það er til aur í mánaðarlega launahækkun til dómara, sem nemur 65% af lámarkslaunum.
Burt með þetta kjararáðspakk áður en það útdeilir fleiri svona glaðningum til forréttinda hópa þessa lands.
Láti ríkisstjórn og Alþingi þetta standa án inngrips þá hefur þetta helvítis pakk endanlega sagt sig úr lögum við þjóðina.
![]() |
Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sýndardómur?
16.2.2011 | 12:23
Það er undarlegt, af aðstandandanda eins ákærða, að kalla dóminn sýndardóm, ég sé ekki betur en dómurinn sé stórsigur hinna ákærðu, sem voru sýknuð af aðalákærunni, árásinni á Alþingi.
![]() |
Sýndardómur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
„Var það ýsa heillin“?
15.2.2011 | 23:38
Sigmundur hefur frétt að fiskneysla skerpi hugann og örvi heilbrigða hugsun. Ekki mun af veita.
![]() |
Ég var staddur heima að borða fisk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ofjarl Vigdísar
15.2.2011 | 13:01
Vigdís segist ætla að taka málið upp á þingflokksfundi Framsóknar í dag og fara þess á leit að flokkurinn tilnefndi í nefndina annan þingmann, í hennar stað.
Það væri fróðlegt að vita hvaða þingmann Framsóknarflokksins Vigdís telur eðlilegast að kasta fyrir frekjuna Mörð úr því hún, af öllum, þolir þar ekki við.
![]() |
Snýst um yfirgang og frekju í Merði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hafa skal það sem sannara reynist.
11.2.2011 | 15:57
Ég er sammála því að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafi með dómi þessum fengið þarfa áminningu, sem vonandi leiðir til þess að vinnubrögðin í ráðuneytinu verði færð til betri vegar.
En það er hinsvegar ósatt og lýðsskrum á hæsta stigi hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þessi ákvörðun umhverfisráðherra hafi tafið umræddar framkvæmdir og haft vinnu af fólki og tekjur af þjóðarbúinu. Ragnheiður Elín virðist búin að gleyma því að erlend lán, sem svona framkvæmdir velta alfarið á, hafa ekki legið á lausu frá því hún og hennar flokkur strönduðu þjóðarskútunni á blindskeri frjálshyggjunnar.
Landsvirkjun hefur af þeim sökum haldið að sér höndum í öðrum verkefnum og hefði gert það líka í þessum virkjunarkostum, óháð rangri ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur.
![]() |
Of dýr ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já kjósum og spörum
5.2.2011 | 12:24
Sjálfstæðismenn hafa mikið talað um kostnaðinn við stjórnlaga- þingskosningarnar og að 300 milljónum hafi verið kastað út um gluggann.
En núna vilja þeir henda 300 miljónum í kosningar um mál sem allir vita að þjóðin vill afgreiða sem fyrst og setja að baki sér svo leiðin framundan verði greið.
Ok, höldum 300 milljón króna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, þá er í leiðinni hægt að kjósa aftur til stjórnlagaþingsins, sú kosning kostar þá ekkert!
![]() |
Vilja þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hve djúpt getur hatrið rist?
5.2.2011 | 02:28
Það vantar ekki samsæriskenningarnar þessar stundirnar á blogginu um ástæður sinnaskipta Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málsins og þá ekki hvað síst á útvarpi Sögu, sem er einhver öflugasta sorauppspretta sem þekkist á Íslenskri grund nú um stundir.
Auk Arnþrúðar Karlsdóttur, Sögueiganda, sem ekki dregur af sér í skítkastinu, er óhætt að segja að á Sögu fari fremstur meðal jafningja þáttastjórnandinn, lögfræðingurinn og stjórnlagaþingsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson.
Sálfræðimat á Pétri byrjaði líklega á því að engu væri líklegra en hann ætti einhverra harma að hefna en hefði ekki kjark eða vit til að beina þeim ofsa í réttan farveg en léti þess í stað heift sína bitna á því sem best lægi við höggi í það og það skiptið. Rétt eins og þegar hann varð sér til skammar á fréttamannafundinum við kynningu á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Svo tekur lögfræðingurinn við innhringingum frá hlustendum og hafi sá er inn hringir eitthvað annað til málana að leggja en þema Péturs þá yfirkjaftar Pétur viðkomandi með langlokuræðu um sína skoðun. En merkilegt nokk hvorki hann sjálfur eða viðmælendur virðast taka eftir því að hann skiptir iðurlega um skoðun í miðri setningu.
Samsæriskenningarnar á Sögu og bloggheimum um sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins í Icesave málinu ganga helst út á að fyrir stuðninginn við Icesave hafi stjórnarflokkarnir lofað Sjálfstæðisflokknum að:
..hætt yrði við kvótainnköllunaráform ríkisstjórnarinnar.
..frekari stjórnlagaþingshugmyndir yrðu slegnar af.
..undirbúningur sé hafinn að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og svo framvegis og svo framvegis.
Svo gáfulega sem þetta hljómar!
Sjá menn ekki í gegnum svona bull áður en þeir útvarpa því áfram eða er það hrein illgirni og hatur sem ræður því að svona er látið í loftið eins og virðist raunin. Bera þeir sem svona haga sér enga ábyrgð?
Gæti ég haldið úti linnulausum áróðri gegn nágranna mínum, með dylgjum, hálfsannleik og beinlínis lygum, ef það væri einungis gert gegnum hlustendaþátt á opinberlega úthlutaðri útvarpsrás?
Ég spurði í fyrirsögninni hve djúpt hatrið gæti rist. Ég náði því miður því stigi í denn að hata annan mann. Hatrið grasseraði innra með mér, át mig að innan en gerði mínum manni ekkert, honum var örugglega sama, hataði mig örugglega líka og hafði líklegast ekki áhyggjur af því hvernig ég hugsaði til hans.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að fyrirgefa, gaf m.a. út blogglega tilkynningu þess efnis að viðkomandi væri fyrirgefið, en áttaði mig þó á við nánari skoðun að hugur hafði ekki fylgt máli og dró allt til baka.
Ég hef núna áttað mig á því að ég er hættur að hata viðkomandi, en í hjarta mínu fyrirgef ég ekki og geri sennilega aldrei, ég get lifað við það, en hatrið er ég laus við, sem betur fer.
Hatur er ekki gjörvulegur förunautur, trúið mér, það ristir enga í sundur, nema okkur sjálf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æpandi þögnin segir meira en mörg orð.
4.2.2011 | 19:50
Hún æpir á okkur hin algera þögn á mbl.is um átökin í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirlýsingar Bjarna Ben formanns um stuðning þingflokks Sjálfstæðisflokksins við Icesave III.
Oft er hægt að lesa meira út úr þögninni en langlokugreinum, þannig er því einmitt farið að þessu sinni. Ef frá er talin leiðari Moggans í dag þá er þögnin um ástandið í flokknum alger. Núna eltir ekki hver æsingar- og dramafréttin aðra á mbl.is, eins og venjan hefur verið þegar einhver ræskir sig í Vinstri Grænum, upplognar ef ekki vildi betur og allt skrifað á litla nafnlausa heimildarmanninn.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins næstu daga, nú þegar Hádegismóri hefur helt úr næturgagni sínu yfir formanninn sem boðskap dagsins . Fullvíst er að allir þeir þingmenn sem sátu hjá við síðustu afgreiðslu Icesave munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir breyta hjásetunni í stuðning.
En enn skemmtilegra verður að fylgjast með þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með Icesave, hvort þeir standa á sínu eða heykist á viljanum til góðra verka og snúi við blaðinu af eðlislægum ótta sínum við Hádegismóra.
Það væri gaman að vera fluga á vegg í Valhöll á fundi formannsins á morgun þegar hann ætlar að skýra og rökstyðja Icesave kúvendinguna. Fastlega má búast við hressilegum fundi, mæti Hádegismóri á fundinn og taki glímu við formanninn. Fullvíst er að formaðurinn, líkt og Grettir forðum eftir glímuna við Glám, komi ekki samur úr þeirri glímu, ef hann lifir hana þá af, yfir höfuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)