Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu
3.2.2011 | 13:07
Allir vita að það hefur ekki verið framalega í stafrófi Sjálfstæðisflokksins að þjóðin hefði eitthvað um sín mál að segja milli reglubundina Alþingiskosninga.
Birni Bjarnasyni hlýtur því að vera illa brugðið yfir nýjasta áfallinu í tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins úr því hann er farinn að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið sé í pólitíska sjálfheldu með því að stíga smá skref í þá átt að taka loksins ábyrgð á eigin klúðri, svo undarlega sem það hljómar. Björn óttast klofning í flokknum og eina ráðið sem hann sér er að koma enn einn ganginn ábyrgð flokksins á einhvern annan.
Það liggur þá beinast við að mati Björns að varpa völinni á þjóðina og láta hana eiga kvölina. Flokkurinn getur því fríað sig enn ganginn af allri ábyrgð, hvernig sem fer, brosað fölsku brosi framan í þjóðina og sagt, þetta var það sem þið vilduð!
![]() |
Björn vill þjóðaratkvæði um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Liggur fyrir blessun ritstjórans í Hádegismóum?
2.2.2011 | 18:12
Vonandi hefur Bjarni tryggt sér blessun ritstjóra Moggans í málinu. Það væri síst til þess fallið að styrkja þegar ótrygga stöðu hans á formannsstóli, reki ritstjórinn þetta öfugt ofan í hann.
![]() |
Óánægja kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jón Steinar játar!
1.2.2011 | 23:16
Allir vita að óviðunandi vinnuálag getur valdið dýrkeyptum mistökum, hver sem vinnustaðurinn er.
Jón Steinar Gunnlaugsson Hæstaréttardómari segir vinnuálagið í Hæstarétti algerlega óviðunandi. Jón Steinar segir lögmannsreynslu sína segja að nauðsynlegt sé að nægur tími gefist til að melta málin en í Hæstarétti sé því ekki að heilsa, málin séu keyrð í gegn svo hægt sé að fara í næsta mál. Hann segir vinnuálagið hafa nær tvöfaldast frá því hann byrjaði í dómnum!
Það er alveg ljóst að þetta er ástand sem ég tel að sé alveg óviðunandi og fólkið í landinu ætti að átta sig á að gengur ekki. Þetta er allt of mikið álag, sagði hann. Jóns Steinar sagði að það sæju það allir, að þegar Hæstiréttur þurfi að dæma í svona mörgum málum þá aukist hættan á því að mönnum verði eitthvað á í dómarastarfinu.
Er í alvöru, eftir þessa umsögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar Hæstaréttardómara, að fullu mark takandi á því sem frá Hæstarétti kemur hvort heldur það heitir dómur eða álit?
![]() |
Fjölgun dómara eykur ringulreiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var réttarvenjunni „að njóta vafans“ snúið á haus?
1.2.2011 | 20:33
Oft er talað um það í dómteknum álitamálum að þar sem vafi leiki á sekt ákærða skuli hinn ákærði njóta vafans og skuli því sýknaður.
Þar sem Jón Steinar hefur staðfest að enginn viti hvort ágallarnir á kosningunni hafi haft áhrif á útslit kosninganna, það blasir það við að einmitt það, er með öllu ósannað.Bar þá ekki Hæstarétti að sýkna lýðræðið, hið ákærða, og láta það að réttarvenju njóta vafans í stað þess að snúa réttarvenjunni á haus og láta kærendurna njóta vafans, sem ekki höfðu annað til að vinna en að þjóna meinfýsni sinni og pólitískri illgirni.
![]() |
Enginn veit um áhrif ágalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Aldrei hefur falskari tillaga verið sett fram á Alþingi
1.2.2011 | 18:16
Það hefur verið starfandi stjórnarskrárnefnd með hléum nánast allan lýðveldistímann með það hlutverk að breyta og bæta stjórnarskránna. Hvorki hefur gengið né rekið í þeirri vinnu. Alltaf hefur strandað á því sama, stjórnmálamönnum allra flokka hefur verið um megn að taka heildar hagsmuni þjóðarinnar fram yfir þrönga flokkslega hagsmuni.
Það er ekkert í pípunum að einhver breyting hafi orðið hvað það varðar, nema síður sé. Það hefur aldrei verið þýðingarmeira fyrir fulltrúa LÍÚ á Alþingi að verja hagsmuni sinna umbjóðenda, þar helgar tilgangurinn meðalið.
Því er þetta örvæntingarútspil sett fram af sjálfstæðismönnum, vitandi að nái þessi falska viljayfirlýsing fram að ganga, hafa þeir náð að hindra endurskoðun kvótakerfisins eða seinkað henni nægjanlega, hið minnsta, þar til þeir fá völd til að innsigla endanlega eignarhald Sægreifanna á aðalauðlind þjóðarinnar um aldur og ævi.
Er eitthvað sem hindrar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á Alþingi, Bjarna Ben og hans hjörð, að semja drög að nýrri stjórnarskrá, úr því þetta er allt í einu ekkert mál? Þau drög væri síðan hægt að bera saman við þær stjórnarskrártillögur sem fulltrúar þjóðarinnar á stjórnlagaþinginu semja og kjósa á milli þeirra ef vill.
Ég er ekki í nokkrum vafa, hvort plaggið, myndi hugnast þjóðinni betur.
![]() |
Alþingi hefji endurskoðun stjórnarskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vilja Íslendingar efla Norska tungu?
28.1.2011 | 17:50
Naumast er það nú hrokinn í stúlku kindinni að vilja ekki verða Íslenskur ríkisborgari! Rýjan kann ekki gott að meta og getur þá étið það sem úti frýs.
Þeir hefðu getað sparað sér þetta vinaþel þeir Sigmundur Meig Nokkuð Á Þig Hundur og Árni í Grjótinu.
Helstu rök þeirra félaga með þessum snöggsoðna ríkisborgararétti, samkvæmt lagafrumvarpi þeirra félaga, var hvað hún talar góða norsku og það væri einlægur vilji og skylda Íslendinga að hlúa að norskri tungu, sem væri móðurmál íslenskunnar!
Ekkert minna!
![]() |
Amelie vill ekki verða Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fara saman orð og meining?
25.1.2011 | 23:14
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings ekkert minna en meiriháttar áfall fyrir lýðræðisríkið Ísland. Það er skelfilegt að svo sé komið málum.
Í lauslegri þýðingu á mannamál þá merkja þessi orð Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins:
Ógilding Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings er meiriháttar sigur fyrir okkur, sem staðið hafa sveittir við að verja sérhagsmuni umbjóðenda okkar LÍÚ. Það er guðsþakkarvert að svo hafi atvikast.
![]() |
Meiriháttar áfall fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heyrði ég rétt, hlakkar í stjórnarandstöðunni?
25.1.2011 | 18:29
Ég hélt að Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki ætluðu báðar hreinlega að kafna, á Alþingi áðan, af áfergju og ánægju yfir dómi hæstaréttar, sem kippti til baka einhverju mesta lýðræðisframfaraskrefi sem stigið hefur verið á Íslandi frá því Alþingi var endurreist.
Það er fráleitt að stjórnlagaþingið verði slegið af, nú þarf aðeins að leiðrétta kúrsinn og gera það sem þarf til að þingið nái fram að ganga. Við Íslendingar erum því vanastir að eflast við mótlæti, leiðrétta gerð mistök og halda ótrauð áfram en ekki að lyppast niður eða rýna út í hornin eins og stjórnarandstaðan virðist leggja til.
![]() |
Íhaldið er skíthrætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núna væri gott að fá smá leka þótt ekki væri meira.
25.1.2011 | 13:06
Við skulum rétt vona að flóðgáttir opnist og samtalinu verði lekið til fjölmiðla. Þessi leyndarleikaraskapur lítilla karla á ómerkilegustu hlutum er undarlegur, vægast sagt.
Snýst þessi leynd ekki aðallega um viðtekin ómerkilegheit pólitíkusa og kerfiskarla að segja það sem þú vilt heyra í eintali en allt annað í almennri áheyrn eða þegar herma á samtalið upp á þá?
![]() |
Segir samtalið eiga erindi við almenning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er lögregla landsins til óþurftar að mati þingmannsins?
23.1.2011 | 14:35
Skil ég þetta rétt, vill þingmaðurinn ýtarlega rannsókn á því hvort lögreglan hafi fengið upplýsingar frá flugumanninum , sem hún gat síðan nýtt sér gegn ólöglegum aðgerðum aðgerðarsinnana?
Telur Birgitta Jónsdóttir að lögreglan eigi ekki að sinna sínum skyldum, skarist þær við hennar áhugamál?
Væri ekki hreinlegra hjá henni, í stað þess að reyta sig og belgja út í fjölmiðlum, að leggja fram frumvarp í þinginu sem bannar þegnum landsins að kjafta í lögguna og jafnframt verði lögreglunni stranglega bannað að nýta sér slíkar upplýsingar, til að koma upp um glæpi, reki þær á hennar fjörur.
Í hvaða liði spilar þessi kona?
![]() |
Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |