Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ætla Jóhanna og Steingrímur að stela 192 milljónum?

Ef þú heldur það,  lestu þá þetta.

 

 


Hver á peningana?

Þess er krafist af saksóknara að Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri verði dæmdur til tveggja ára fangelsis fyrir innherjasvik og að „hagnaður“ hans  af sölu hlutabréfa hans í Landsbankanum rétt fyrir fall bankanna, samtals  192 milljónir verði gerðar upptækar.

Flest sem fyrir almenningsjónir hefur komið í þessu máli bendir til að Baldur sé sekari en andskotinn, og hafi á sviksamlegan hátt selt þriðja aðila hlutabréf sín í Landsbankanum, sem Baldur vissi manna best að væri að falla.

En halló, halló, halló, getur ríkið gert söluþýfið upptækt, dæmt durginn í tukthús en stungið þýfinu í ríkiskassann og sagt málinu sé þar með lokið?

Ef sannað þykir fyrir dómi að Baldur hafi með sviksamlegum hætti blekkt þriðja aðila til kaupanna, ber þeim aðila þá ekki bæði siðferðislega og réttarfarslega að fá svikin bætt og sína peninga til baka eða getur ríkið hirt peningana, rétt si svona og látið svikna kaupandann þannig borga sekt Baldurs?

Ég bara spyr!


mbl.is Krefst tveggja ára fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiður hleypur fyrir horn

Væri ekki ráð að Álfheiður Ingadóttir bæði þjóðina afsökunar á veru sinni í pólitík og gerði í framhaldinu viðeigandi ráðstafanir til að leiðrétta þau mistök?


mbl.is Álfheiður baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljum kjarnann frá hisminu.

Ekki hvarflar að mér, sem var alla mína æsku aðnjótandi eineltis jafnt af hendi barna sem fullorðinna,  að gera lítið úr einelti og þeirri góðu eineltisumræðu sem farin er í gang í þjóðfélaginu, af gróflega gefnu tilefni.

En varðandi þessa VR frétt og aðrar svipaðar er rétt að segja HÆGAN, HÆGAN,  stíga varlega til jarðar  og athuga vel hvort þetta VR ástand eigi eitthvað erindi inn í eineltis umræðuna og önnur viðkvæm mál af svipuðum toga.

Það getur eyðilagt ávinning jákvæðra umræðu um eineltið ef fjölmiðlar og almenningur fara að hrópa einelti, einelti af minnsta tilefni.

Ósætti og „eitrað“ andrúmsloft á skrifstofu VR eða öðrum vinnustöðum stafar í flestum tilfellum af samskiptaerfiðleikum eða öðrum þáttum sem eiga  ekkert skylt við einelti  og  umræðuna um það.

Skiljum kjarnann frá hisminu, kaffærum ekki umræðuna um árans eineltið með  því að hræra saman við hana alls óskyldum málum.


mbl.is Einelti á skrifstofu VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall

Svo er að sjá að dýpkunarskipið „Skandal“  sé enn einn skandallinn á skandal ofan í þessari hafnar ómynd allri. 


mbl.is Skandia frá í dag vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég syrgi líka ömmu mína...

...í móðurætt, Jóhönnu Lárusdóttur frá Læk á Skagastönd, sem hefði orðið 103 ára á ICESAVE kjördaginn 9. apríl n.k. hefði hún lifað.

Ég velti því fyrir mér hvernig ég get sem best heiðrað minningu ástkærar ömmu minnar þann örlagaríka dag.

  


mbl.is Madonna syrgir ömmu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salt í sárin

Sú staðreynd að íslenskt fé,  illa fengið jafnvel, var í töluverðum mæli notað til að styrkja Íhaldsflokkinn  Breska gleður örugglega margt íslenskt íhalds hjartað.  

Það gleður menn, sem er slétt sama hvaðan og hvernig fjár er aflað, auki það aðeins framgang aumrar hugmyndafræði íhaldsins. 


mbl.is Gjafmildir Kaupþingskúnnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið gleður vesæla.

Ekki er allstaðar sút og seyra, eymd og vonleysi í þjóðfélaginu þrátt fyrir ástandið. Sem betur fer heyrum við annað veifið í fréttum um menn sem sanda keikir og taka vindinum í fangið með reisn og bjóða mótlætinu byrginn af karlmennsku og djörfung og taka því jafnvel með fögnuði.

En gallinn er sá að heltin af þessum glaðbeittu, vígreifu og kokhraustu mönnum standa frammi fyrir rannsókn á sínum misgjörðum eða jafnvel frammi fyrir dómstólum.

Það er nánast regla,  í framhaldi af fréttum um húsleitir hér og þar, að hvítflibbakrimmarnir, þolendur húsleitarinnar, lýsa því digurbarkalega í fjölmiðlum hve mikið og innilega þeir fagna húsleitinni og rannsókninni á hendur þeim!

Gunnar Þorsteinsson, sem sætir ásökun 8 kvenna um kynferðislega áreitni, segist fagna því að mál hans sé komið til lögreglunar og þannig í lögformlegan farveg!

Geir H. Haarde fagnaði sérstaklega ákæru Alþingis á hendur honum, með tilfinningaríkum yfirlýsingum í fjölmiðlum,  og sagði  að fyrir Landsdómi yrði honum gert kleift að sanna sakleysi sitt.

 Samt hefur þessi sami Geir látið lögmann sinn leita logandi ljósi  í hverri smásmugunni eftir aðra að öllu sem að gagni gæti komið til að bakka upp óraunhæfar  frávísunar kröfur á ákærunni.

Hvers vegna frávísun? Jú, til þess að forða Geira glaðbeitta frá því að sanna sakleysi sitt fyrir Landsdómi, sem hann hlakkaði svo mjög til að gera!

 
mbl.is Enginn vildi taka sæti í fagráði Krossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðislegur niðurgangur

Þessi leið, sem allt útlit er á að verði farin, til að leysa þetta stjórnlagaþings klúður er í besta falli umdeild, illa fær og torsótt. Hún skilar engu öðru en frekari deilum og vandamálum en leysir engin.

Hennar eini kostur er , ef kost er hægt að kalla, að hún gefur þeim  sem þannig eru sinnaðir tækifæri til að trúa því að þannig hafi ósanngjörnum Hæstarétti verið réttur fingurinn.

Ef við teljum okkur hafa rétt til að fordæma dóma Hæstaréttar og hafa þá að engu hugnist okkur ekki hvernig þeir leggjast þá höfum við ekkert með stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá að gera.  

Til þess að eiga nýja stjórnarskrá skilið er lágmark að við virðum fyrir það fyrsta þá stjórnarskrá sem er í gildi og þau lög sem við hana styðjast.

Það er óskiljanlegt af hverju mönnum yfir höfuð datt það  í hug að reyna að fara aðra leið en þá einu færu, að endurtaka kosninguna!

  


mbl.is Tillagan á mjög gráu svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar geirinn gellur

Þessa stundina hlýtur Geir að horfa hugsi á lögmann sinn og velta því fyrir sér hvort áhættandi sé að  eiga fjör sitt og frelsi undir lögmanni sem þekkir ekki dómsstig og réttarreglur landsins.

 


mbl.is Landsdómur vísar kæru frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.