Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
„Mafía er hún og Mafía skal hún heita“
2.1.2011 | 21:50
Mafía er hún og Mafía skal hún heita sagði Ólafur Jóhannesson forðum um ritstjórn Vísis. Þessi orð gætu allt eins átt við um tryggingarfélögin Íslensku sem farið hafa ránshendi um fébætur skjólstæðinga sinna, áratugum saman í skjóli íhaldsmafíunnar, og látið tilganginn helga meðulin.
Sjúkt og slasað fólk er í það óendanlega dregið á bótagreiðslum þar til það í neyð sinni verður að samþykkja tilboð tryggingarfélagana um smánargreiðslur sem yfirleitt nema aðeins broti af bótafjárhæðinni.
Þetta síðasta sótsvarta dæmi um ósvífni og lágkúru tryggingafélagsins Sjóvá, sem greint var frá í fréttum Stöðvar2 og í þessari frétt á Vísi.is, þar sem tryggingafélagið stal 2/3 af slysabótum mans upp í ógreidd iðgjöld fyrirtækisins, sem hann vann hjá, hlýtur að vera kornið sem fyllir mælinn.
Íslenska ríkið, sem lagði 12 milljarða inn í þennan Sjóvá ræningjaklúbb, honum til bjargar, hlýtur að sjá til þess Sjóvá og önnur tryggingarfélög taki upp ný og mannsæmandi vinnubrögð og komi fram af virðingu við sjúka og þjáða bótaþega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðilegt ár!
31.12.2010 | 17:15
Fátt er nýtt...
26.12.2010 | 21:45
...í þessari frétt, illu heilli.
![]() |
Landeyjahöfn verður lokuð í mánuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig getur Lilja Mósesdóttir sagt núna, eftir höfnun hennar á máli málana, fjárlagafrumvarpinu, hversu súrt sem henni fannst það ber vera, að hún styðji ríkisstjórnina?
Í hverju hefur stuðningur Lilju Mósesdóttur við þetta stjórnarsamstarf, fram að þessu, falist?
Í flestum málum, öðrum en einhverjum femínistabulli, hefur Lilja Mósesdóttir sveigt sér frá samstöðu ríkisstjórnarflokkana og sveiflast út og suður, fram og aftur, allt eftir vindáttinni.
Ekkert bendir til að breyting verði þar á og á meðan nærast íhaldspúkarnir á fjósbitanum.
![]() |
Segist styðja ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Og hvaðan heldur þú, Þór Saari, að ....
9.12.2010 | 21:42
....bankarnir komi til með að taka þann kostnað?
Margir eru þeir ruglukollarnir á Alþingi, en er þetta ekki toppurinn?
![]() |
Bankarnir eiga að borga Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Framsóknarfjósið endanlega flutt í 101 Reykjavík?
30.11.2010 | 23:04
Það er greinilegt að allur bænda- og höfðingjabragur er farin af leyfum Framsóknarflokksins sem enn hokrar í einu horni Alþingis. Því nú þegar öllum rjómanum af aðstoð AGS hefur verið fleytt ofanaf fötunni og undanrennan ein er eftir, vilja þessir Framsóknargarpar, sem enn hokra á þingi, standa upp og segja takk fyrir veitingarnar og vísa bjargvættinum á dyr.
Slík var ekki gestrisnin í Framsóknarsveitunum forðum, en nú þegar fulltrúar bændaflokksins, sem fyrr á tíð vissi reisn sína og virðingu meiri, eru öll pappírsdýr af mölinni eða R101 er ekki von á góðu.
Enda sýnir það sig.
Hreyfingunni er vorkunn, þeir hafa hvort eð er aldrei vitað, hvort úr hægri spenanum til vinstri, komi mjólk eða rjómi.
![]() |
Vilja efnahagsáætlun án aðkomu AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér er létt, en ykkur?
30.11.2010 | 22:10
Jæja þá getur grátkórinn undið vasaklútana, Geir veslingurinn er ekki varnarlaus lengur og getur væntanlega í skjóli verjandans fundið sig á ný.
Er ekki öllum létt?
![]() |
Andri skipaður verjandi Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru menn tapsárir, getur það verið?
30.11.2010 | 20:44
Þjóðin kaus, niðurstaðan er ljós og framhaldið getur ekki orðið annað en að vinna úr niðurstöðunni og standa að baki Stjórnlagaþinginu til að það skili sem bestu hugmyndum til Alþingis að nýrri stjórnarskrá.
Vonandi mun þetta þing skila það góðri vinnu að Alþingi hafi ekki ástæðu eða þor til að hræra í niðurstöðu þingsins.
En greinilegt er að ekki eru allir sáttir og þegar byrjaðir að argast út í niðurstöðuna, tapsárir og fúlir eins og fram kemur í skrifum fallframbjóðandans Jóns Vals Jenssonar, sem þreytist ekki að boða öðrum fagnaðarerindið og að menn eigi að bjóða hinn vangann, en á í einhverjum vandræðum með það sjálfur.
Svo sprettur fram, í kjölfar skrifa Jóns, samkór Íhaldsins og tekur undir í viðlaginu og kyrjar gamla þreytta ESB andstöðu sönginn, rétt eins og þetta hafi verið einhver ESB kosning.
Jón Valur Jensson, sættu þig við að þjóðin var ekki nálægt því að telja þig eiga nokkurt erindi á stjórnlagaþingið, taktu þér tak maður, sýndu manndóm og réttu fram hinn vangann, svona einu sinni.
![]() |
Íris Lind var næst inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Er Sigurður Kári ekki....
28.11.2010 | 17:38
....að segja; að slök kosningaþátttakan sé sigur afturhaldsaflanna, sem með forystu Sjálfstæðisflokksins lögðust, að því er best verður séð, gegn þessum kosningum?
Það er greinilegt að Sigurður Kári og flokkurinn hans vill ekki beint lýðræði. Enda skiljanlegt, Sjálfstæðisflokkurinn og lýðræði eiga ekki samleið!
![]() |
Kosningaþátttakan áfall fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hvað eru 30.000 rúmmetrar á milli vina?
26.11.2010 | 17:35
Í blíðunni undanfarna daga hafa verið fjarlægðir 30.000m3 af sandi úr Landeyjahöfn. Þetta er feikna mikið magn efnis og samsvarar teningi sem er 31 metri á kannt, eða nálægt því magni efnis sem kemur upp úr grunni 120 til 150 meðal einbýlishúsa.
Hvað er búið að moka miklu magni upp úr Landeyjarhöfn frá upphafi og hvernig er það í hlutfalli við aðrar hafnir á landinu?
Það væri gaman að fá úttekt og samanburð á þessu.
Það kæmi mér ekki á óvart þótt dýpkun Landeyjahafnar hafi þegar toppað það magn sem hefur verið mokað upp úr öllum öðrum höfnum landsins til samans á ársgrundvelli að meðaltali, undanfarna áratugi.
Ef þannig háttar, væri það eitt umhugsunarefni, þótt ekki komi annað til.
![]() |
Nýtt dýpkunarskip til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)