Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Kúnstin að breyta rómantík í hverfislegt ógeð!
23.11.2010 | 21:19
Kamínur geta verið skemmtileg tæki, skapað góða stemningu jafnvel rómantík, þegar þannig háttar til á tyllidögum og hátíðum. Ef þessi tæki eru notuð í þeim tilgangi eingöngu, er ekki margt við þau að athuga.
En þegar fólk fer að nota þessar græjur til upphitunar á húsum sínum þar sem völ er á, eða gert ráð fyrir, öðrum umhverfisvænni orkugjöfum fer skörin að færast upp í bekkinn.
Því miður voru fyrrum nágranar mínir á Skagaströnd ekki svo heimskir, eins og fólkið í fréttinni, að vita ekki að kamínur á auðvitað að tengja við reykrör áður en kveikt er upp í þeim. Staðfestingu á þeirri skynsemi kamínueigendanna fengum við nágrannarnir daglega, á miður skemmtilegan hátt.
Reykur nágrannanna skilaði sér skilmerkilega upp um reykháfinn þeirra, en virtist hafa sömu náttúru og reykurinn hans Kains forðum, að vilja ekki upp í loftið, en hafði þess í stað þá leiðu tilhneigingu að leita inn um opna glugga næstu húsa.
Kaldhæðnin í málinu var að fyrirvinnan á heimili kamínunágranna minna vann í Blönduvirkjun við framleiðslu rafmagnsins sem m.a. er notað til upphitunar á flestum heimilum á Skagaströnd. Það var umtalað að nágrannar mínir tímdu ekki að kaupa rafmagnið til upphitunar, sem maðurinn, þó hafði laun sín af að framleiða, en kyntu þess í stað meira og minna með brenni sem þau fengu frítt.
Klögumál streymdu til sveitarstjórnar, sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom sér hjá að taka á málinu, þrátt fyrir að aldrei hefði verið sótt um leyfi fyrir reykröri á umræddu húsi. Þannig virtist réttur rykframleiðendanna ná með formlegum hætti inn á lóðir okkar nágrannana og alveg upp að opnanlegum fögum og þar, og fyrst þar, byrjaði réttur okkar hinna, sem virtist aðallega felast í því vali að hafa alla glugga kirfilega lokaða, ætti húsið ekki að lykta eins og brunarústir þegar fólk kæmi heim úr vinnu á kvöldin.
Þeir sem voru áhættufíklar hengdu þvott á snúrur.
![]() |
Kúnstin að kveikja upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég má til...
20.11.2010 | 23:12
...að renna þessu í gegn, rétt einu sinni, ef ske kynni að einhverjir væru búnir að gleyma hvað gerðist.
Textinn er tær snilld.
![]() |
Fjáraukalög rædd í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er í vanda, ég þarf hjálp!
20.11.2010 | 18:02
Það verður kosið til stjórn- lagaþingsins eftir slétta viku og kominn tími til að undirbúa sig aðeins.
Ég settist því niður með kynningarblaðið um frambjóð- endur og þegar ég hafði þvælst fram og aftur um blaðið, hafði ég myndað hóp 25 manna og kvenna sem ég taldi að mest erindi eiga á þingið og stæðu næst þeim hugmyndum sem ég hef sjálfur um stjórnarskránna og tilgang þingsins.
Ég var býsna ánægður með unnið verk þar til ég áttaði mig á kynjaskiptingu kandídatanna minna. Mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að mér hafði orðið illilega á í messunni og þverbrotið jafnréttishugsjónir samtímans, því á blaðinu voru nöfn 16 kvenna og 9 karla.
Nú stend ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun, í mér togast á, skynsemin annarsvegar og útgefin jafnréttisformúla hinsvegar.
Á ég að láta listann minn standa og hundsa með öllu kynjajöfnunarkröfur samfélagsins, EÐA á ég að henda út af listanum mínum 4 til 5 hæfum konum fyrir jafn marga minna hæfa karla til að þjóna steingeldri kynjajöfnunarkröfu?
Hvort er líklegra til að þjóna landinu okkar betur, kynjajöfnun eða mannkostir og hvort er líklegra til að skila okkur meira réttlæti og jöfnuði, veit það einhver?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stundum er betra að láta satt kyrrt liggja
18.11.2010 | 07:45
Eins og við var að búast hófst upp hefðbundinn grátkór þegar Brasilíueiturlyfjasmyglarinn var handtekinn, eins alltaf gerist þegar íslendingar eru nappaðir við glæpastarfsemi erlendis og þurfa að gera sér að góðu gistiaðstöðu sem ekki mun samboðin íslenskum glæpamönnum.
Með útkomu þessarar bókar hefst önnur umferð á þeirri tilraun að taka þennan eitursmyglara í tölu dýrlinga. Ef marka má viðtalið við höfund bókarinnar í Kastljósinu í gær er rauði þráður bókarinnar sú þjáning og raun sem fangavistin var manninum og þá ekki hvað síst fjölskyldu hans.
Það er ekki ætlun mín að gera lítið úr þjáningum og angist ættingja mannsins og ég hef fulla samúð með þeim, en það er eins og það vilji gleymast að fórnarlömb eitursmyglarans eiga líka fjölskyldur, ættingja og vini.
Eitursmyglarinn viðurkennir, að sögn, í bókinni að þetta hafi ekki verið frumraun hans að bera eitur í íslensk ungmenni. Það kom ekki fram í Kastljósinu, hvort þjáningum og fjörbroti fórnarlamba smyglarans væri líka gerð skil í bókinni, svo ekki sé talað um angist og örvinglan ættingja þeirra.
![]() |
Viðurkennir kókaínsmygl hingað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Getur einhver nefnt eitt atriði,...
14.11.2010 | 10:07
...aðeins eitt atriði sem Gnarinn vælir ekki eða kvartar yfir?
Mikið djöfull reynir þessi maður stöðugt að pirra og þreyta fólk á öllum sköpuðum hlutum.
Ég var jákvæður í fyrstu fyrir Gnarinum, vildi gefa honum séns, en andskotinn hafi það, það er engu líkara en hann reyni hvað hann getur að fá sem neikvæðasta umfjöllun.
![]() |
Kvartar yfir rafbílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Er.....
13.11.2010 | 19:31
.....það kirkjunnar að ákveða hvaða fjármagn hún tekur frá samfélaginu?
Er það kirkjunnar að ákveða að frekar skuli skorið niður í líkamlegri líkn en þeirri andlegu?
Eru þrír prestar, sem þjóna í sömu sókn með eina vikulega messu, sem starfskildu, best til þess fallnir að ákveða hvort skuli skorið niður hjá þeim eða öðrum ?
Hverjir halda þeir eiginlega að þeir séu prestarnir, þessar afætur þjóðfélagsins?
![]() |
Skorið niður í rekstri kirkjunnar um 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Æ, æ...
12.11.2010 | 21:35
gat það verið, barnaverndarinn hinn mesti?
Eitthvað nýtt í þessu eða gamla kaþólska sagan?
Á þessi miðalda hugmyndafræði ekki sinn fulltrúa í framboði til stjórnlagaþings á Íslandi 2010?
![]() |
Prestur með 600 gígabæti af barnaklámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Jónína segir!
12.11.2010 | 17:17
Jónína segir, Jónína segir,....!
En spurningin er.... er allt satt sem Jónína segir?
Svo kemur auðvitað, eins og gefur að skilja,.... hallelúja, amen á eftir efninu!
![]() |
Póstarnir sendir frá netfangi sem skráð var í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég bið Morgunblaðið afsökunar á að hafa haft rétt fyrir mér.
11.11.2010 | 14:59
Ég skrifaði blogg fyrr í dag kl. 13.31 að Mbl.is hefði ekki áhuga á að birta frétt um sóðalega aðkomu Íslands að Íraksstríðinu fyrir tilverknað Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Morgunblaðið staðfesti þessa skoðun mína með því að birta kl. 14.16 frétt um málið og hafa fjarlægt hana af forsíðunni 12 mínútum síðar.
Ég bið því blaðið og vammlausan ritstjórann afsökunar á að hafa gefið í skyn að blaðið reyndi að fela sannleikann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Seinir eða alls ekki?
11.11.2010 | 13:31
Þeir eru þá ekki alltaf fyrstir með fréttirnar hjá mbl.is, svo mikið er víst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)