Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flokknum fórnað fyrir peð

Ef Jóhanna Sigurðardóttir er sannfærð um að Ingibjörg Sólrún verði sýknuð fyrir Landsdómi, þá skil ég ekki andstöðuna við ákæru.  

Þó Ingibjörg Sólrún hafi ekki farið með neitt þeirra fagráðuneyta sem að bankahruninu komu ber hún án minnsta vafa mikla ábyrgð, því hún myndaði, ásamt Geir H, Árna Matt og núverandi Hádegismóra, skuggasellu sem tók ákvarðanir í málum sem lögum samkvæmt átti að leggja fyrir ríkisstjórnina en var ekki gert.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að sennilega orki sekt Björgvins G. Sigurðssonar mest tvímælis af þeim fjórmenningum, vegna þess hvernig honum var af skuggasellunni  skipulega haldið utan við þau mál sem hann bar þó ábyrgð á. En ég er samt sem áður þeirrar skoðunar að ákæra eigi Björgvin, sem hin. Honum, sem hinum, kemur miklu betur að hafa sýknu frá Landsdómi í farteskinu hendur en að hafa ákæruleysið á bakinu ævilangt.

Jóhanna Sigurðardóttir er komin út á hálan ís, svo virðist sem hún sé tilbúin að fórna grasrót flokksins fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fari svo, þá segi ég bara verði þeim að góðu og „verið þið sælir allir Harrastaðahundar“!


mbl.is Gagnrýnir málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er umræða um innflytjendavandamál tabú?

Það er ekki sjálfgefið að mikil fylgisaukning Svíþjóðardemókratana og fylgi upp á 5,4% og 20 þingmenn sé eingöngu tilkomin vegna þeirrar eigin stefnu. Hún er allt eins og ekki síður tilkomin vegna  stefnu, eða frekar stefnuleysi, annarra flokka í innflytjendamálum.

Allir lýðræðissinnaðir flokkar, hvar sem er í Evrópu,  þurfa að taka sjálfa sig í naflaskoðun og íhuga hvað það gæti verið í þeirra eigin stefnu  sem gerir öfgaflokka eins og Svíþjóðardemókratana að raunhæfum valkosti.

Öll umræða um innflytjendamál og svokallað fjölmenningarsamfélag og þau vandamál sem þeim fylgja er nánast tabú hér á landi og þeir sem upp á þessum málum brydda eru samstundis stimplaðir sem rasistar.

Það er eins víst og dagur fylgi nótt að fylgi við öfga- og rasistasjónamið munu halda áfram að aukast á meðan menn neita að taka þessa umræðu.

Það mun líka gerast hér í fyllingu tímans að öllu óbreyttu.


mbl.is „Sorgardagur í Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er stærri sandkassi, Alþingi eða Landeyjahöfn?

Mikið mál var gert á Alþingi og þess krafist að trúnaði yrði létt af rannsóknargögnum varðandi hugsanlega stefnu ráðherra fyrir Landsdóm og þingmönnum afhent gögnin.  Enda eðlilegt að  þeir sem ákveða eiga um saksókn þekki öll gögn og staðreyndir málsins.

Þór Saari lét ekki á sér standa og kom í sjónvarpsfréttir fullur vandlætingar yfir vinnubrögðum Alþingis í Landsdómsmálinu og lét að því liggja að þingmenn væru að leita allra leiða að eyðileggja málið.

En svo kom það í ljós við eftirgrennslan fréttamanna að þeir þingmenn sem rætt var við höfðu ekki kannað gögnin og töldu sumir ekki ástæðu til þess, enda þegar búnir að gera upp sinn hug.

Þessi tillaga Hreyfingarinnar að öll gögn málsins verði sett á netið er fáránleg og lýðsskrum eitt. Það er vísasta leiðin til að eyðileggja málið að gera öll rannsóknargögn opinber áður en málið fer fyrir dóm.

Mér finnst það liggja beinast við að sanddæluskipinu Perlunni verði fengið það verkefni, þegar stund gefst milli stríða í Landeyjum austur, að dæla sandinum úr sandkassanum við Austurvöll.


mbl.is Vilja trúnaðargögn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju kjósa menn flokk eins og Svíþjóðardemókratana?

Bæði stjórn og stjórnarandstaðan í Svíþjóð hafa í kosningabaráttunni keppst við að afneita Svíþjóðardemókrötunum og sverja af sér hugsanlega stjórnarþátttöku með þeim.

Það er ekki sjálfgefið að fylgisaukning SD sé eingöngu tilkomin vegna þeirrar eigin stefnu, hún gæti allt eins og ekki síður legið í stefnu, eða stefnuleysi, annarra flokka í ákveðnum málaflokkum.

Það ættu allir lýðræðissinnaðir flokkar, jafnt hér á landi sem í Svíþjóð,  að íhuga hvað það gæti verið í þeirra eigin stefnu  sem gerir öfgaflokk eins og Sænskudemókratana að raunhæfum valkosti.


mbl.is Pólitísk kaflaskil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður missir sig

Mörður Árnason virðist ekki hafa  borið sitt barr eftir landsfræga þrætuþætti hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. 

Það er engu líkara en hann hafi smitast af soranum úr Hannesi, því það er sama á hverju Mörður tekur, hann er alltaf öfugu megin á síðunni.

En líklegast verður að telja skrif Marðar sem auma smjörklípu tilraun Samfylkingarinnar í þeirri vonlausu viðleitni að forða Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin G. Sigurðssyni frá stefnu fyrir landsdóm. 


mbl.is Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnunin

Í nokkra daga hefur verið upp könnun á blogginu og spurt var:

Ef tímabundin skipun einræðisherra væri besta lausnin á vandamálum íslendinga á líðandi stundu, hvern eftirtalinna vildir þú fá í Jobbið?

191 svaraði og niðurstaðan er eftirfarandi:

Davíð Oddson 22,60%
Jón Baldvin Hannibals 16,80%
Þór Saari  8,40%
Guðni Ágústsson 6,30%
Steingrímur J Sigfússon6,30%
Ögmundur Jónasson4,20%
Ólafur Ragnar Grímsson4,20%
Jón Valur Jensson 2,60%
Bjarni Benediktsson 2,60%
Össur Skarphéðinsson2,60%
Jóhanna Sigurðardóttir1,60%
Sigmundur Davíð Gunnlaugs1,10%
Geir Haarde 1,10%
Halldór Ásgrímsson 0,50%

 

 

 

Kanntu annan 19.5%  

Halldór Ásgrímsson fékk eitt atkvæði, og er honum, sem öðrum, þakkað fyrir þátttökuna. 

 

 


Skoðar kvenréttindafélagið í klof landsmanna?

Kvenréttindafélag Íslands varar við svokallaðri „kynfæragötun“ sem hefur færst í vöxt meðal ungra kvenna að undanförnu og kennir um hinni margþvældu klámvæðingu sem síast inn í vitund kvenna og karla eins og sjá má á poppmenningunni!!

Kynfæragötun getur auk þess haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar fyrir konur. Kvenréttindafélag Íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld að vera vel á verði, bæði hvað varðar afleiðingar þessara aðgerða svo og leyfisveitingar til handa þeim er framkvæma þær.

Konunum þykir full ástæða til að könnun verði gerð á umfangi kynfæragötunar á Íslandi, þær eru örugglega ólmar að taka verkið að sér svo þær geti kíkt í hversmanns klof.

Kvenréttindafélagið hefur ekki nokkrar áhyggjur af annarri götun en í kynfæri, því getur hún  hvorki verið heilsufarsvandamál né klámógn!


mbl.is Álykta um kynfæragötun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal segja?

Það eru blikur á lofti þessa dagana í Íslenskri pólitík. Á Alþingi standa þingmenn frammi fyrir þeim vanda að þurfa að ákæra samherja og vini fyrir vanrækslu og embættisafglöp. Þó það sé ekki öfundsvert hlutskipti verður ekki undan því vikist, því svo mæla lög fyrir um. Stundum þarf einfaldlega að gera fleira en gott þykir, líka á Alþingi.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í heild sinni að bregðast skyldum sínum til að þjóna sérhagsmunum og er fátt fréttnæmt eða nýtt í því. En mér bregður að mörgum Samfylkingarmönnum virðist einnig súrna þessi skylda sín í augum og virðast á hröðu undanhaldi frá samvisku sinni.

Margt bendir því til þess að samstaða sé í uppsiglingu milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar að sópa í heild sinni út af borðinu þeirri skyldu Alþingis að ákæra fyrir Landsdómi. Því til rökstuðnings er talað um að lögin séu úrelt og sýkna sakborninga fyrir Landsdómi yrði áfellisdómur yfir Alþingi!  Eins og þessi staða sé það ekki?

Það er spurning hvort þessir flokkar eigi þá ekki hreinlega að stíga skrefið til fulls og mynda saman ríkisstjórn. Víst er að það myndi gleðja margan íhaldsmanninn, sem myndu þá stoltir nefna Samfylkinguna sínu rétta nafni og hætta að tala um Samspillinguna, þá fyrst þegar hún hefði unnið fyrir þeirri nafngift.

Verði ekki ákært eru lögin um ráðherraábyrgð einskis nýt og öllu siðferði og aðhaldi ráðherra á haug kastað. Vandséð er hvaða tilfelli í framtíðinni gæti kallað á framkvæmd ráðherraábyrgðar, gerist það ekki núna.  

Hvað segir grasrótin í Samfylkingunni, er hún sátt við þessa þróun mála? Eru Samfylkingarmenn almennt þeirrar skoðunar að ákærur eigi að fara eftir flokksskýrteinum?  Erum við komnir niður á það plan? Til hvers kjósa menn þá Samfylkinguna, væri ekki hreinlegra að kjósa helvítis Sjálfstæðisflokkinn og spillinguna beint, ef þetta er leiðin?

Fari Alþingismenn ekki að lögum og hlaupast frá skyldum sínum í þessu máli, rjúfa þeir öll grið.

Ég er rólyndismaður að upplagi og seinþreyttur til vandræða, en fari þetta svona, þá tekur steininn úr. Hugtakið bylting hlýtur að fá  vaxandi  vægi í hugum landsmanna.

 

Hér áhugaverður og vel skrifaður pistill um ráðherraábyrgð!


mbl.is Yrðu yfirheyrðir og gætu kallað til vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hægt Matthías?

Fimm klukkustundum fyrir opnun fór biðröð að myndast fyrir framan dyr Fjölskylduhjálparinnar og í henni stóðu fjögurhundruð og þrjátíu manns í gær.  Stöðugur stígandi er í fjölda þeirra sem aðstoð og matargjafir  þurfa til þess hreinlega að lifa af.

Þetta er Íslandi í dag.

Því miður verður þetta fólk að bíða þess enn um hríð að ríkisstjórnin finni og útfæri úrlausnir fyrir það  því Samfylkingin, forystuflokkurinn í ríkisstjórninni, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana. Núna ríður mest á að hindra að kusk falli á hvítflibba Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem ekki hefur annað til saka unnið en hafa sofið í örmum Geirs Haarde,  meðan landið fór á hliðina.

Það verður mörgum eflaust huggum harmi gegn, þar sem þeir standa klukkutímunum saman kaldir á kroppinn og kalnir á sál í biðröðum fyrir framan Fjölskylduhjálpina og aðrar hjálparstofnanir,  að vita að röðin kemur að þeim einhvern daginn.

Því má treysta á meðan norræna velferðarstjórnin, hin tæra vinstristjórn, stendur vaktina. Nema þá að þeirri vakt sé lokið. 


mbl.is Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru menn að hugsa?

guilty_puppyÞað er í hæsta máta óeðlilegt að þingflokkur Samfylkingarinnar fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um hugsanlega ákæru á hendur henni fyrir Landsdómi.

Þessi fundur getur aðeins orðið til þess að ala á tortryggni og ljá málinu enn frekar ímynd spillingar og samtryggingar, nóg er samt.

Hefur ekki verið talað um að brýnt sé að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi ávinni sér aftur traust almennings, ef þetta er leikur í því tafli, þá er hann afleitur.

Eftir fundinn verður skítalykt af aðkomu Samfylkingarinnar að málinu hvernig sem hún verður.

  


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband