Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Toppurinn á tilverunni?
21.11.2009 | 18:51
Fyrir okkur öllum dauðlegum mönnum liggur að enda ævina og deyja. Dauða manna getur borið að með ólíkum hætti.
Þeir sem ekki deyja af elli látast þá af sótt, slysum, hernaði o.s.f.v.
Suma hendir það lán að látast í pílagrímsferð Drottni sínum til dýrðar.
Ekkert ætti að toppa þann dauðdaga nema þá ef dánarorsökin væri svímaflensa, sem er auðvitað erfðasyndin sjálf.
Pílagrímar í Sádi-Arabíu hafa látist úr svínaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kostar það hýðingu að svara í símann?
4.11.2009 | 17:34
Sanntrúaðir uppreisnarmenn í Sómalíu beita fólk hörðum refsingum til að fá það til að eyða syndsamlegum hringingum úr símum sínum og setja í staðin upplestur úr Kóraninum.
Það er svo sem gott og blessað.
En skapar það ekki annað og öllu verra vandamál?
Er það þá ekki Guðlast að svara í símann og stöðva þannig upplesturinn úr hinni merku bók?
Banna spillta" hringitóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætli það séu ekki einungis...
23.9.2009 | 09:54
Ætli karlmenn megi snerta undirföt eiginkvenna sinna heima í skjóli myrkurs?
Gínur beri slæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað eiga menn að fá...
15.9.2009 | 19:59
... annað tækifæri þegar þeir hafa setið af sér dóma. En það tækifæri getur aldrei verið galopið í báða enda og án takmarkana.
En enginn er svo vitlaus, nema þá kirkjan bersýnilega, að gefa dæmdum barnaníðingi annað tækifæri með því að láta hann fara aftur að vinna með börnum, jafnvel þó níðingurinn hafi gengið í gegnum einhver afníðingaprógrömm.
Það er nóg að öðrum störfum sem hefðu hentað Guðsmanninum betur, sem annað tækifæri.
Það virðist gersamlega vonlaust að Kirkjan, þetta sendiráð fáránleikans hér á Jörðu, læri af reynslunni.
Barnaníðingur skipaður prestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þegar menn fá þá flugu...
28.8.2009 | 11:22
...í höfuðið að ímyndaður Guð þeirra standi þeim nær en öðrum og ætli þeim sérstakt hlutverk, verða bullinu engin takmörk sett, allt getur gerst og fæst af því fallegt, því miður.
Telur sig sendiboða Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
17.8.2009 | 20:29
Söngkonan Katy Perry byrjaði níu ára að biðja Guð að skenkja sér risabrjóstum!
Ekki er annað að sjá en konan á myndinni hafi byrjað sínar bænir enn fyrr og verið bænheyrð í ríkum mæli.
En stundum er yfirdrifið nóg ekki nóg!
.
.
Bað Guð um stærri brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kristnum kennisetningum skal, ....
17.8.2009 | 18:18
....já skal troðið upp á pakkið með góðu eða illu. Múhameðstrúar ofstæki hvað? Hér má sjá einn trúboðann boða fagnaðarerindið.
Skylt að kenna biblíufræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er Guð pempía?
1.8.2009 | 15:40
Er það vanhelgun á kirkjunni ef maðurinn, kóróna sköpunarverks Guðs, sést þar innanveggja, án klæða, rétt eins og maðurinn var af Honum í heiminn skapaður?
Því skapaði Guð manninn nakinn, ef Hann þolir ekki nekt?
Lögsóttur vegna erótískra mynda í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er Guð útrásarvíkingur?
4.7.2009 | 23:09
Ekki er gott um það að segja en hann, líkt og útrásarvíkingarnir, virðist reiðubúinn að hirða hagnaðinn en láta aðra sjá um útgjöldin.
Kreppan nær líka til Páfagarðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var hann ekki bara fullur......
27.6.2009 | 22:13
.....af heilögum anda? Svo var hann úti að aka, blessaður, á Guðs vegum.
Kennir messuvíni um ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)