Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Kirkjunnar vegir

Það er gleðiefni að Kirkjan skuli hafa stigið það skref að bjóða Sigrúnu Pálínu til fundar með Kirkjuráði, sem vonandi leiðir til lausnar á þessu viðkvæma og tilfinningarþrungna deilumáli.

Ljóst er að Kirkjan hefur mjög svo misjafnlega tekið á meintum brotum Hr. Ólafs Skúlasonar og séra Gunnars Björnssonar. 

Hr. Ólafur kærði þær konur til lögreglu, sem ásakað höfðu hann um kynferðislega áreitni, fyrir meiðyrði. Rannsókn og meðferð saksóknara á kæru Ólafs leiddi í ljós að ekki var grundvöllur fyrir kæru Ólafs!   Ólafur dró kæruna til baka.

Mál Ólafs kom aldrei fyrir dóm, hann var því hvorki sakfelldur, né sýknaður fyrir dómi. Kirkjan ákvað að sýkna Ólaf.

Séra Gunnar var kærður, kom fyrir dóm og var sýknaður. En samt lýtur út fyrir að Kirkjan hafi sakfellt Gunnar, ef marka má framvindu þess máls. Ólíkt tekur Kirkjan á þessum tveim málum.

Er Kirkjunnar mönnum eitthvað kunnugt, sem ekki má dagsins ljós líta? Eða er bara ekki saman að jafna presti og biskup?

Það er því deginum ljósara að í kynferðisafbrotamálum innan kirkjunnar, eru vegir hennar sannarlega órannsakanlegir.


mbl.is Sigrúnu boðið á fundinn 19. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað boðaði Kristur?

Þetta er merkileg könnun og allrar athygli verð. Það er uggvænlegt að tæp 20% kaþólskra og annarra kristinna manna, skuli telja pyntingar réttlætanlegar, hæfi það tilefninu.

kross í hendiÞað vekur athygli að því trúaðri sem viðkomandi er, því hlynntari er hann pyntingum. Í fljótu bragði hefði mátt ætla að því nær sem fólk teldi sig standa „kenningum“ Krists og náð Drottins yrði það andvígara þannig hátterni, en því er öfugt farið!! 

  

Hverju hefði Kristur svarað, spurður um pyntingar?

Andstaða gegn pyntingum mun vera mest meðal þeirra sem ekki tilheyra neinum sérstökum trúarhópum!


mbl.is Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni páfagarðs

Manni hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar páfagarður boðar bætt siðferði öðrum til handa.

Páfagarður hefur fram að þessu ekki séð ástæðu til yfirlýsinga um líferni og frjálslynt háttalag Berlusconi þótt það hafi verði daglegur fréttamatur.

En þegar frú Berlusconi gagnrýnir hátterni bóndans opinberlega þá vaknar Vatikanið og leggur áherslu á að sýnd sé meiri nærgætni og meira tillit tekið til friðhelgi einkalífsins og allir verði að haga sér af yfirvegun og alvöru!

Hjá kirkjunni eru eðlilega sumir töluvert jafnari en aðrir.MontyPython2

Undanfarin ár hefur því miður ekki verið skortur á miður fallegum dæmum um  mannlega harmleiki þar sem starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hafa níðst á sóknarbörnunum.

Brást kirkjan við þeim málum af yfirvegun, alvöru og ábyrgð?

Nei, undantekningarlítið var boðskapurinn lagður til hliðar og öllu til tjaldað að kveða niður og fela óþverrann, meðan stætt var.

Það var að sjálfsögðu aðeins gert til að vernda friðhelgi og einkalíf fórnarlambanna!  

 
mbl.is Páfagarður gagnrýnir Berlusconi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi páfa er best að lifa

benedikt 16Það er mikið til í því hjá páfanum blessuðum að hugsi menn eingöngu um eigin hagsmuni muni illa fara.

Leiðtogar Kaþólsku kirkjunnar og annarra kirkjudeilda,hafa í gegnum aldirnar og allt fram á þennan dag, þráfaldlega sett veraldlega hagsmuni kirkjunnar ofar þeim andlegu, svo ekki sé talað um þeirra eigin persónulegu veraldlegu hagsmuni.

Það er gott að kaþólska kirkjan skuli loks sjá til lands. Sannarlega ljós í myrkrinu og í anda jólanna og veit vonandi á gott.


mbl.is Fordæmdi sjálfselsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleiksþrá

kertiÚr því að sannleiksástin greip ræfils prestinn heljartökum hefði hann átt að segja allan sannleikann og upplýsa að ævintýrið um Guð & Co ætti ekki samleið með sannleikanum frekar en önnur ævintýri ef grannt væri skoðað.

Jólin eiga uppruna sinn í heiðni, kirkjan yfirtók sólstöðu hátíðir sem haldnar voru á þessum tíma og gerði að fæðingarhátíð „frelsarans“.

Gleðileg jól, gleðilega hátíð hækkandi sólar, hátíð ljóss og friðar.

 
mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð kirkjan söm við sig.

Fyrr frýs í „Helvíti“ en að Kaþólska kirkjan feti sig í átt að frjálslyndi.

Áttu menn raunverulega von á einhverju öðru frá þessari mestu kreddu- og afturhaldsstofnun veraldar í Guðs blessaða nafni?

  
mbl.is Pilsaráðið kærir erkibiskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúartáknum kastað á dyr?

krossÞessi dómari hefur komist að nokkuð skynsamlegri niðurstöðu. Það er grundvallaratriði þar sem trúfrelsi ríkir, að trúartáknum sé ekki att að fólki í opinberum stofnunum svo sem skólum.

Jafnt skal þá yfir alla ganga, ekki gengur að úthýsa einu trúartákni en umberamúhameðkonur önnur á sama tíma. Ekki kemur fram í fréttinni hvort trúartáknum t.d. múhameðstrúarmanna hafi líka verið úthýst.

Klæðnaður múhameðstrúar- kvenna t.d. er ekkert annað en gargandi trúartákn, ætli þeim klæðnaði hafi jafnframt verið úthýst úr skólum Spánar?

Ég efast satt að segja um það, enda verður víst umfram allt að gæta þess að styggja ekki það ágæta fólk.


mbl.is Burt með krossana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stéttarfélag öfugugga og barnaníðinga?

Vegna fjölmargra öfugugga- og barnaníðingsmála, sem „slysast hafa“ upp á yfirborðið innan kaþólsku kirkjunnar undanfarið, hefur  Benni páfi látið ný boð út ganga. Sálfræði próf skal gera á þeim sem vígjast til þjónustu í kaþólskukirkjunni!

kaþólskur presturLeita skal að þeim sem ekki hafa stjórn á greddunni, eru hommar eða brenglaðir á annan hátt,kynferðislega!  En mönnum er heimilt að neita að gangast undir prófið!!??

Af skiljanlegum ástæðum munu þeir sem ástæðu hafa til að óttast að falla á prófinu eðlilega neita að taka það. Vandinn situr eftir óleystur sem fyrr.

Þetta er enn ein máttlaus tilraun kaþólsku kirkjunnar að sópa vandanum undir teppið. kaþólskur prestur2

Eina raunhæfa aðgerð til úrbóta í þessum vanda er að heimila prestum að kvænast.

Þá yrði prestsembættið ekki lengur þetta fullkomna og örugga skjól sem krafan um einlífi hefur skapað óþverrunum.

Kaþólska kirkjan gæti þá kannski hrist af sér það óorð að vera stéttarfélag öfugugga og barnaníðinga.


mbl.is Kynhvöt kaþólskra presta könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn alveg að tapa sér.

Er það á næsta leiti að standi eitthvað til á vesturlöndum þá verði skeyti sent til Mekka og spurt – má ég? Er þetta í lagi? Er þetta þóknanlegt  Allah?

klósetHvað er til ráða fyrir múslima í flugi og klósetið snýr til Mekka, verður að breyta stefnunni svo þeir geti kúkað?

  Ef Allah er  allstaðar,  líkt og Guð, þá er slétt sama hvert taðgatið snýr við sína iðju, það hlýtur alltaf að snúa í áttina til hans.  

 


mbl.is Ólympíusalernin snúi ekki að Mekka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Músa eða múslímavandi?

Mickey MouseNú er Mikki mús kominn á útrýmingarlista Múslímskra öfgaklerka  enda er músin sú, eins og allir vita, handbendi djöfulsins og á dauðan einan skilið.  

Sjaría lögin kalla eftir því að öllum músum verði útrýmt, raunverulegum og ímynduðum.

Þetta hreyfir kannski við einhverju því fólki sem hvorki hefur viljað sjá eða heyra neitt misjafnt um múslíma.

Margt af þessu fólki hefur jafnframt haft meiri áhyggjur af dýrum en náunga sínum. Nú er dýrum hótað, kannski það opni eyrun.

Þótt heltin af Múslímum sé friðsemdar og sómafólk, þá má það sín lítils, því  er haldið í gíslingu trúarinnar af  öfgamönnum sem ráða ferðinni.

mikki fingerMér er spurn, því skapaði Allah mýsnar ef þær eru slíkar óþurftarskepnur?

En Allah skapaði ekki Mikka mús, það gerði Walt Disney.

.

.

Svar Mikka til klerksins. 


mbl.is Mikki Mús er ekki handbendi djöfulsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband