Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Var Jesú náttúrulaus geldingur?
5.9.2008 | 14:59
Jesú var karlmaður, ekki rétt? Ekki herma sagnir að hann hafi verið geldingur. Honum hlýtur því að hafa risið hold annað slagið hið minnsta. Ef ekki til kvenna þá af öðrum hvötum. Ekkert dónalegt við það aðeins hrein máttúra til viðhalds mannkyninu að boði Guðs.
Hvað Múhameð áhrærir þá þarf ekki svona umræðu um hann. Allir vita að hann var graðhundur sem reið öllu sem hreyfðist í kringum hann. Nógu margar átti hann víst konurnar og börnin.
Málsókn út af dónalegum Kristi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er munur á kúk og skít?
20.7.2008 | 18:18
Býður ekki blessuð Biblían okkur að gera einmitt þetta? Okkur er af ríkinu boðuð trú á guð og Biblíuna. Af hverju förum við ekki eftir þessum helgidómi okkar og gerum eins og Biblían býður?
Í stað þess gagnrýnum við aðra trúarhópa sem fara eftir bókinni. Er þetta ekki hræsni?
Eða erum við búin að átta okkur á bullinu án þess að vilja viðurkenna það? Og þá af ótta við hvað?
Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kristið umburðarlyndi?
20.7.2008 | 13:47
Svo talar fólk um að múslímar séu þröngsýnir og .......
Bannað að sýna Life of Brian | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kirkjulegt óeðli?
5.7.2008 | 17:37
Ég er algerlega trúlaus maður og er því slétt sama hvað kirkjan gerir. Þó get ég ekki annað en velt fyrir mér áleitnum spurningum. Nú virðist sem kirkjunnar þjónar vilji fylgja tíðaranda og samþykja hjónaband einstaklinga af sama kyni þrátt fyrir að Biblían fordæmi slíkt.
Enda er þeim vafalaust ljóst að flest í þeirri góðu bók stenst ekki skoðun. Þannig að eitt frávik frá bókstafnum til viðbótar telst vart frágangssök.
Megum við kannski eiga von á því í framtíðinni þegar frjálslyndið hefur náð því stigi að það þyki ekki lengur óeðli að makast með dýrum að kirkjan leggi blessun sína yfir hjónaband manna og dýra og þá jafnvel dýrakynvilluhjónaband?
Spyr sá sem ekki veit.
Hýrnar yfir kirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Mengaður rétttrúnaður
27.5.2008 | 23:02
Það er deginum ljósara að þarna hefur heilagri jörð verið spillt af óguðlegri návist kvennanna. Sennilega þarf að skipta út spilltum jarðveginum og setja í hans stað ómengaðan rétttrúnaðar jarðveg sem hefur ekki verið snertur af þessum hræðilegu verum, mæðrum mannkynnis.
Það væri vert að benda þeim rétttrúuðu á að setja sig í samband við Reykjavíkurborg. Ráðamenn hennar og undirmenn þeirra hafa sýnt frammúrskarandi vel útfærða verkkunnáttu í förgun og frágangi á olíumenguðum jarðvegi.
En kannski er trúarleg mengun allt annað.
Þúsund ára gamalt kvennabann brotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjúklegt samfélag
15.4.2008 | 20:18
Mér varð óglatt þegar ég las þessa frétt. Er þetta það sem við munum búa við þegar áhangendum þessa siðleysis hefur fjölgað nægjanlega á Íslandi?
Átta ára stúlku veittur lögskilnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær er mynd af Múhameð mynd?
21.3.2008 | 21:14
Snemma í dag skrifaði Hjörtur J. Guðmundsson ágæta grein á blogg sitt Hægrisveiflan þar sem hann reiknar með mótmælum múhameðstrúarmanna við myndbirtingum af Múhameð. Ég skrifaði athugasemd við þá grein og birti hana hér sem sjálfsætt blogg.
Trúarboðskapur getur aldrei náð út fyrir þann hóp sem aðhyllist viðkomandi trú. Ef allir ættu að taka tillit til allra, þá yrði heimurinn stjórnlaus hrærigrautur og enginn botnaði neitt í neinu. Íslam á víst að vera umburðarlynd trúarbrögð að sögn, allavega í orði. En á því virðist verulegur skortur á borði, bæði heima og að heiman.
Auðvitað eiga menn að fara varlega í að gera grín eða hæðast að fólki. En þetta myndabull er svo vitlaust að engu tali tekur. Múhameðstrúarmenn segja Múhameð svo fallegan að það sé ekki í mannlegu valdi að teikna hann. Ekki dreg ég það í efa. En ef svo er, þá getur engin þessara mynda verið af honum! Af hverju kjósa þeir þá að sjá Múhameð þegar þeir horfa á þessar myndir? Það er stóra spurningin. Það skyldi þá aldrei vera að málið væri meira pólitískt en trúarlegt.
Íslam hefur í gegnum tíðina verið misnotað af ráðamönnum sumra íslamskra ríkja, sem nota trúna til að þjappa fólki saman gegn ímynduðum óvini, sem á að hafa óvirt spámanninn eða Íslam. Þetta gera þeir til að beina athyglinni frá eigin ódugnaði. Slæmum lífskjörum, skorti á félagslegum lausnum og jafnvel nær algerum skorti á mannréttindum og þá ekki hvað síst tjáningar- og ritfrelsi.
Tjáningar- og ritfrelsi eru hornsteinar vestræns lýðræðis og frelsi einstaklingsins. Ekki er hægt að veita neinn afslátt af þessu frelsi okkar. Ef stigið er hið minnsta skref til undanhalds til að halda friðinn , eins og maður hefur heyrt örla á hjá fáeinum, þá er ósigurinn vís því þá verður gengið á lagið og stöðugt nýjar kröfur settar fram.
Ég hef ætíð boðið nýbúa velkomna til landsins, vilji þeir, og séu komnir til að, gerast Íslendingar og aðlagast samfélaginu. Þetta er Ísland, hér búa íslendingar, hér er töluð íslenska, hér gilda íslensk lög, og hér hafa þegnarnir víðtækt frelsi til orðs og athafna.
Margir nýbúar hafa ekki átt þessu að venjast í sínu fyrra landi og það kemur svolítið spánskt fyrir sjónir að þeir skuli nota nýfengið frelsið til að reyna að brjóta það niður. Ef þeir eru ekki sáttir við okkar fyrirkomulag og lífshætti þá eiga þeir að halda sig heima eða fara eitthvað annað þar sem þeim hugnast betur fyrirkomulagið. Hér á ég heima og ég tel ekki ásættanlegt að öll íslenska þjóðin breyti sér til að hugnast nýbúum sem ekki geta losað sig við vandamál sem þeir draga með sér að heiman.
Þetta fjölmenningarsamfélagskjaftæði er bull. Það er að sýna sig betur og betur að það gengur ekki upp annarstaðar. Ég sé engar forsendur að það geri það frekar hér, hvað sem góðum vilja líður.
Krossar og hræsni
22.2.2008 | 00:49
Ítalskur dómari var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að neita að sitja í dómsal þar sem róðukross hékk á veggnum! Þetta er gott dæmi þess að öfgar í trúarbrögðum leiða menn undantekningar lítið á algerar villigötur. Gildir þá einu hvort um er að ræða Íslam, kristna trú, hindúa trú, eða hvað þetta heitir nú allt saman.
Öll trúarbrögð hafa í gegnum aldirnar verið dragbítur á þróun og framfarir. Hafi verið hægt að túlka Guðs orð gegn framförum, tilslökun, o.s.f.v. hefur það verið gert af sjálfskipuðum fulltrúum Guðs sem telja sig vita betur og telja sig hafa vald til að segja öðrum hvernig þeir eiga að hugsa. Grunnstoð almenns siðgæðis, umburðalindi, kærleikur og vinsemd í garð náungans er það fyrsta sem víkur hjá þessum mönnum og við tekur þraungsýni, afturhald og hræsni.
Eins og gefur að skilja erum við frekar tilbúnir að sjá þessa bresti hjá öðrum trúarbrögðum en okkar eigin.
Vonandi nær mannkynið fljótlega þeim þroska að henda öllum trúarbrögðum á öskuhauga fáfræðinnar, því fyrr því betra.
Það var í valdatíð Mussolinis sem tilskipun um krossa í dómsölum var gefin út. Það hefur sennilega átt að undirstrika með hverjum Guð stæði. Einkennilegt að tilskipanir Mussolinis skuli enn vera í fullu gildi.
Margir grófustu glæpir sögunnar hafa verið framdir í Guðs nafni!
Það er spaugilegt að lesa sögur af stríðsátökum þar sem herprestar beggja liða fóru með bænir fyrir orrustu. Bæði lið geystust fram og börðust í Drottins nafni, bæði lið töldu hann í sínu liði. Og svo sigraði annað liðið, með Guðs hjálp að sjálfsögðu. Þvílík hræsni. Ekki passar þetta við þann alvitra, almáttuga, algóða, kærleiksríka og miskunnsama Guð sem prestarnir segja okkur að hann sé.
Og þetta er enn að gerast.
Dómari dæmdur í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)