Færsluflokkur: Spaugilegt

Ný Bjarmalandsför?

 Á enn að leggja í nýja Bjarmalandsför gegn Baugi? Er sú illgirni og hefndarþorsti sem var upphaf málsins enn að verki í einhverju bakherberginu við sundin blá, þótt forsætisráðherra hafi í sjónvarpsfréttum lýst því yfir, harla daufur í dálkinn, að dómur Hæstaréttar væri endir málsins?

Geir hefur líka sagt að ákæruvaldið  starfi sjálfstætt og án afskipta framkvæmdavaldsins. Þannig er það víst hugsað en er hægt að draga þá ályktun af  Baugsmálinu að þannig sé það? 

  


mbl.is Ákvörðun um ákæru tekin í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskur friður

Eftir komu frönsku Mirage herþotanna er mun friðvænlegra á Íslandi og á hafinu í kring en verið hefur þann tíma sem enginn stóð vaktina. Ástandið var satt að segja orðið alvarlegt, en nú getum við andað léttar. Franskur ferskleiki mun leika um landsmenn og létta lund.

Um stund.

 


mbl.is Franskar herþotur vakta landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá neðanbeltis grín

Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo hann fer til læknis.Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera, nema að hann sé tilbúinn að prófa tilraunaaðgerð.

Hann spyr hvernig aðgerð það sé og læknirinn útskýrir það fyrir honum: “Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og vonum það besta.”Honum finnst þetta allt hljóma hálf óhugnanlega, en tilhugsunin við að geta aldrei stundað kynlíf framar verður óttanum yfirsterkari.

Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni af því tilefni út að borða.Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega pressu á félaganum, hann er að fá standpínu dauðans.Hann ákveður að renna aðeins niður klaufinni til að losa um hann.


Um leið og hann opnar fyrir klaufina, sprettur félaginn út, grípur Kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar.Kærastan hans gapir orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: “Vá, geturðu gert þetta aftur?”

Já örugglega,” segir gaurinn eldrauður í framan, “en ég er ekki viss um að það komist önnur Kínarúlla upp í rassinn á mér.”


Lagt fyrir sjónvarpi með haglabyssu

Þeir eru fljótir að grípa til byssunnar Kanarnir við lausn ýmissa vandamála og með misjöfnum árangri. En við lestur fréttarinnar rifjaðist upp gömul saga ekki ósviðuð.

Fyrir allmörgum árum fluttu frá Sauðárkróki  til Skagastrandar þrír bræður. Þetta voru ágætis grey en þóttu nokkuð einfaldir. Gárungarnir sögðu reyndar, að við flutninginn hefði greindarvísitalan lækkað bæði á Króknum og Ströndinni. En það er önnur saga.

Af þeim bræðrum fara margar skemmtilegar sögur. Eitt sinn voru þeir að setja upp sjónvarpsloftnet. Engin verkfæri höfðu þeir til að bora göt fyrir loftnetskapalinn. En vinirnir dóu ekki ráðalausir, þeir áttu haglabyssu og gripu til hennar. Með henni skutu þeir göt á veggi og gólf. Þar sem þetta var gamalt forskalað timburhús, fúið og feyskið, gekk götunin eins og í sögu og þeir gátu tengt sitt sjónvarp.

En þeir bræður voru að því leitinu skynsamari en Kaninn að engin hlaut bana af.

  


mbl.is Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðleg miðlun eða mansal?

Þetta kallar maður þjónustu. Það er deginum ljósara að sumstaðar borgar það sig að tilheyra söfnuði Guðs. Ef kirkjan hér á landi tæki þetta upp er aldrei að vita nema það trekkti að og fjölgaði sanntrúuðum.

En ekki er víst að þetta fyrirkomulag falli í kramið hjá bleika liðinu.

  


mbl.is Vísindakirkjan í kvinnuleit fyrir einmana Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi mokar holu

Ekki fannst mér hróður Bubba aukast með viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósinu í kvöld. Held að plötusala hans aukist ekki í Eyjum í bráð. Og víðar.

Þetta stefnir í Kristjánsseringu Jóhannssonar.

Ef Bubbi gáir ekki að sér þá urðar hann sjálfan sig í eigin holu. Og það hratt, því eins og gömlu konurnar sögðu, þá virðist vitið ekki meira en Guð gaf.

  


Lattur eða hvattur?

Ekki finnst mér þetta líklegt, í sannleika sagt,  til að skila þeim árangri sem til er ætlast.

  


mbl.is Sex mánaða kynlífsbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að gefa upp andann

Í frönsku þorpi hefur fólki verið hótað harkalegum refsingum ef það gefi upp andann án leyfis.

Þetta hljómar eins og fáránleg lög sem ég las um að giltu einhverstaðar; "að þeir sem gerðust sekir um sjálfsmorð gætu átt yfir höfði sér dauðadóm!" 

 


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.