Færsluflokkur: Spaugilegt
Vá maður!
8.10.2008 | 23:44
Selur upp í fjöru á Íslandi, vá........ Kunnið þið annan?
Selur í fjörunni á Grenivík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona á að gera þetta, en ekki .......
7.10.2008 | 19:12
Þetta er gott framtak hjá Ölgerðinni, þeir eiga hrós skilið. Olífélögin brugðust hratt við með lækkun, takk fyrir það.
Þeir eru aumkunarverðir sem reyna að maka krókinn á ástandinu og sumir fara ekki leynt með það.
Þannig aðila eigum við að sniðganga og beina viðskiptum okkar annað.
Hún er spaugileg auglýsingin frá Vinnufatabúðinni sem hefur síðustu daga auglýst að allar buxur væru á gamla genginu til að laða til sín viðskipti.
Þessi auglýsing var spiluð áfram í dag. Í græðgisviðleitni sinni höfðu þeir ekki áttað sig á því að gamla gengið var orðið 30% dýrara, miðað við gengi Seðlabankans í dag.
Ölgerðin lækkar verð á innfluttum vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 8.10.2008 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn einn vellingurinn?
29.9.2008 | 13:22
Er líklegt að Lárus rúsínuWellingur hafi byrjað á þeirri vitleysu að segja satt í morgun?
Óánægja meðal starfsfólks Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
A COW
14.9.2008 | 23:38
Þetta minnir á sögu frá Kanada. Fjölmargir bændur á sumum svæðum í Kanada urðu árlega fyrir verulegum búsifjum á veiðitímabilinu. Skotglaðir veiðimenn skutu kýr og annan búsmala í misgripum fyrir veiðidýr.
Svo rammt kvað að þessu á einum bænum að bóndinn greip til þess ráðs að mála á kýrnar eins stórum stöfum og rúmuðust á skrokk þeirra, orðið COW.
Hann var rétt að ljúka við seinni síðuna á einni kúnni þegar skothvellur ómaði um engin og kýrin féll dauð við fætur hans.
Veiðidýr á fjórum hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
616 - Stefán Rögnvaldsson
8.9.2008 | 10:06
Þessi bátur, Stefán Rögnvaldsson, hefur legið í höfninni á Skagaströnd um nokkurn tíma. Hann mun vera í eigu aðila á Blönduósi. Hvorugt er þó fréttnæmt í sjálfu sér. Það er þó eitt sem er athugavert við bátinn og vakti athygli mína. Ég ætla að bíða með að upplýsa hvað það er og gefa lesendum síðunnar færi á að spreyta sig og koma með rétt svar.
Það vantaði skrúfganginn.
2.9.2008 | 23:12
Ef hann hefði haft vit á því að snitta gengjur á vininn þá hefði hann getað skrúfað róna af. Ekkert vanda mál. Þá hefði aðeins þurft að snitta dömuna líka og þau hefðu getað skrúfað sig saman.
Festi ró á getnaðarlimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breytt hegðan bætir ástandið, eða hvað?
2.8.2008 | 15:36
Dregið hefur úr vandamálum sem fylgja papparössum í borg Englana. Ástæðan mun víst vera sú, að sögn William Bratton lögreglustjóra þar á bæ, að Britney Spears er farin að ganga í fötum og haga sér sæmilega, París Hilton er farin úr bænum, guði sé lof, og Lindsay Lohan er víst orðin að lesbíu.
Sú síðastnefnda mun víst ekki hress með þessa yfirlýsingu, enda hefur þessi skápaútferð hennar eflaust átt að auka á umtalið. Sumir virðast þrífast á því og lifa fyrir það.
Lohan skammar lögguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefði betur gerst í BNA
27.7.2008 | 10:54
Ef þetta hefði gerst í BNA væri viðkomandi búinn að stefna húseiganda fyrir að hafa svalirnar ekki aðgengilegar fyrir innbrot og væri allt eins líklegur til að vinna málið og fá himinháar skaðabætur.
Prílaði upp svalir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jafntefli
22.7.2008 | 15:55
Var þetta ekki jafntefli? Þurfa ekki allir íbúar hússins, jafnt menn sem pöddur að leita sér að nýju húsnæði?
Sprengdi íbúðina í skordýraslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bíll greiddur með klinki.
20.7.2008 | 13:21
Það var í einu ágætu þorpi út á landi að skrifstofustjóri í banka einum keypti bíl af vini sínum, bónda í nágrenninu. Þar sem bóndinn var þekktur fyrir ýmis uppátæki og hrekki ákvað skrifstofustjórinn að nýta tækifærið og hrekkja þennan vin sinn.
Hann ákvað að greiða bílinn með mynt af öllum stærðum og gerðum. Myntin var innpökkuð í sívalninga sem allir þekkja, var það umtalsvert magn. Bóndi lét sér ekki bregða og tók við greiðslunni án athugasemda. Skrifstofustjórinn var ekki að liggja á þessum hrekk sínum og sagði öllum sem heyra vildu.
Það var nokkrum dögum síðar sem bóndinn kemur í bankann með myntina að leggja inn. En þá var myntin ekki lengur í sívalningum. Bóndinn hafði rifið þá alla upp og blandað öllu saman í nokkrar fötur sem hann bar inn í bankann.
Þar sem talningavél bankans var biluð þurftu gjaldkerarnir að handtelja alla myntina. Þeir kunnu skrifstofustjóranum, sem hafði gumað af hrekk sínum, litlar þakkir fyrir uppátækið.
Borgaði rafmagnsreikninginn með einseyringum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |