Færsluflokkur: Spaugilegt
Málfarssamband við Mbl.is liggur niðri.
12.11.2008 | 23:14
Það er skiljanlegt að símasamband við Krossholtsstöðina liggi niðri ef línan hefur slitnað.
En að símstöðin í Krossholti hafi lagst niður er ótrúlegt í meira lagi.
Vonandi verður hún ekki látin liggja lengi ef hún getur ekki staðið upp hjálparlaust.
.
Burt með spillingarlið allra flokka.......enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei!
Símstöðin í Krossholti liggur niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hárlaus kvenmannsbringa?
8.11.2008 | 15:27
Eftirfarandi klausa er í frétt á visir.is:
.
Heroes stjarnan, leikkonan Hayden Panettiere, vakti athygli á tónleikum Madonnu í Los Angeles í vikunni fyrir fleginn bol sem hún klæddist, svo hárlaus bringa hennar kom fram í dagsljósið".
Mér er spurn, hverslags kvenmanns bringum hefur þessi blaðamaður átt að venjast?
.
.
.
Burt með spillingarliðið....... og enga Breta hingað til landvarna, aldrei!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blaðamaður ársins?
7.11.2008 | 02:13
Það er niðurstaða blaðamannsins að Minnie þessi hafi kennt karlmanns um það leyti sem hún varð þunguð! Þá vitum við það.
.
.
.Burt með spillingarliðið....... og enga Breta hingað til landvarna, aldrei!
Heldur faðerninu leyndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísland í dag
1.11.2008 | 14:09
Þetta eru Galdur og Donni, langvinsælustu skemmtikraftar landsins í dag.
Eftirspurnin eftir þeim félögum hefur verið slík að þjóðin hefur steypt sér í botnlausar skuldir til að geta notið þessara gleðigjafa sem lengst.
Þeir hafa fært birtu og yl í hjörtu landsmanna á þessum seinustu og verstu tímum..
.
Ræddu lítið um IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brandari dagsins
28.10.2008 | 15:36
Ég brá mér á salernið eftir hádegið til að gera það sem maður þarf að gera. Nafni minn 4 ára elti mig að salerninu og spurði hvað ég ætlaði að gera. Ég sagði honum að ég ætti sama erindi og hann þegar hann sæti á dollunni.
Þá er ég sit og bíð eftir að hlutirnir geri sig þá heyri ég í honum á ganginum fyrir framan dyrnar.
Ert þú þarna ennþá nafni? Sagði ég í gegnum hurðina.
Þá heyrist í þeim stutta. Mamma, mamma, afi er að kalla, hann er búúúiiinn!
Maður og salerni verða eitt.
27.10.2008 | 16:55
Þessi vakúm salerni eru eins og bankarnir, ef maður réttir þeim litlafingurinn, þá hirða þeir allt.
.
.
Festi handlegginn í klósettinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýi Ice Bank Group - helfrosinn banki
25.10.2008 | 08:01
Skemmtileg hugmynd og lyftir gráma dagsins á annað plan.
Það léttir óneytanlega að geta séð spaugilegu hliðina, þótt mál og aðstæður séu grafalvarleg.
Meira af svona!
.
.
Innstæður frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Halló, halló!
21.10.2008 | 16:20
4 mánaða dómur fyrir mannrán og grófar, eða eins og segir í dómsorði, fólskulegar líkamsmeiðingar ásamt öðrum alvarlegum sakargiftum? Halló!
Var ekki verið að dæma konu í sömu refsingu um daginn fyrir að hnupla sokkum og öðru álíka ómerkilegu?
Þessi heiðursmaður situr inni í hámark 2 mánuði og væntanlega á Kvíabryggju sem er orðin gæslustaður grófra ofbeldismanna og dópinnflytjenda samkvæmt stöðluðum vinnubrögðum fangelsisyfirvalda.
Er allt í lagi heima hjá þessum mönnum?
Dæmdur fyrir frelsissviptingu og líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður allt nettengt?
21.10.2008 | 12:26
Nettengt blóm, athyglisvert. Það er gleðilegra en orð fá lýst að geta á netinu fylgst með heilsufari og líðan pottaplöntu í Japan, milliliðalaust.
Mér dettur í hug hvort ekki sé hægt að útfæra þessa tækni yfir á fræga fólkið og nettengja það. Þá gætu þeir sem ekki geta á heilum sér tekið, nema þeir geti fylgst með hverju fótmáli stjarnanna og kóngafólksins, öðlast gleði alla daga.
Þá væri hægt að fara á netið og sjá hvort Brad Pitt hafi skipt um nærbuxur, hvað Sharon Stone hafi drukkið með morgunmatnum o.s.f.v.
Hildur Helga gæti þá séð á netinu hvort Beta frænka Englandsdrottning sé búinn að kúka.
Haldið þið að það væri nú munur?
.
Blómið bloggar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komið í veg fyrir vanskil
13.10.2008 | 08:08
Íslendingar geta andað léttar. Jennifer Lopez og Marc Anthony hafa endurnýjað hjúskaparheit sitt og þannig forðað því að lenda í vanskilum með hjónabandið.
Vanskil hefðu haft áhrif á gengi krónunnar.
Gengin aftur í hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |