Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hvernig sigla skip sem eru í slipp?

Boðað hefur verið til mótmælafundar af hálfu LÍÚ á Austurvelli á morgun kl.16. Þar er frjálsmæting útgerða og áhafna að sögn framkvæmdastjóra LÍÚ, sem allir vita að má ekki vamm sitt vita.  

Það er ágætt að vera með djarfar yfirlýsingar um siglingu skipa frá Grindavík til Reykjavíkur, eins og þessi frétt greinir, þegar þau sömu skip eru þegar komin í  „slipp“ í Hafnafirði.  

Eftirfarandi er gott dæmi um meinta frjálsa mætingu áhafna á fundinn á Austurvelli.

Skip með heimahöfn fyrir norðan landaði í Reykjavík fyrir sjómannadag. Brottför hefur verið ákveðin á morgun 7. júní.  Rúta leggur af stað með áhöfnina frá útgerðarstað fyrir norðan laust fyrir hádegi.

Ekið verður með áhöfnina beint niður á Austurvöll, á mótmælafund  LÍÚ. Þar verður áhöfninni hleypt út og henni síðan ekið um borð frá sama stað klukkutíma síðar að mótmælum loknum.

Engum er skylt að mæta á þennan fund segir hinn vammlausi framkvæmdastjóri LÍÚ!

Einmitt það!

  


mbl.is Grindvíkingar munu sigla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrir LÍÚ í sjálfu sér?

Það hefur legið ljóst fyrir að útgerðarmenn hafi haft opinn aðgang að ferli kerfisbreytinga sjávarútvegsins og allri vinnu kringum það, en þeir hafnað því alfarið eða hundsað. Núna rísa þeir upp á lokasprettinum, sem nývaknaðir hundar af værum blundi, úrillir og skapstyggir og beita fyrir sig starfsmönnum sínum.

Þessir sömu útgerðarmenn hafa boðað til funda með starfsmönnum sínum næstu daga, til að fara yfir stöðu mála eins og það er orðað. Ætli þeir hafi boðað fulltrúa Alþingis eða stjórnvalda á þessa fundi svo þess sama jafnaðar verði gætt og þeir krefjast eftir á, sér til handa?


mbl.is Engin viðbrögð frá stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmar hlutinn sinn faktorinn

Það er víða grátið og tönnum gníst ef fiskiskipaflotinn stoppar viku í landi. Verslunarstjóri í Ólafsvík er að drukkna í eigin táraflóði  og harmar sinn hlut vegna minni kostsölu meðan skipin eru stopp.

Ég hef alltaf haldið að það séu áhafnir skipanna sem éta kostinn, ekki skipin. Þurfa sjómenn ekkert að éta meðan þeir eru í landi? Hvaðan kemur sá kostur?

  


mbl.is Ólafsvík ekkert án báta á sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé með röngum hirði

Er það eina lausn Péturs Blöndal á því fjárfestingaóráði sem stjórnir lífeyrissjóðanna hafa verið haldin undanfarin ár að hækka lífeyrisaldur? Þessi sami Pétur hefur líka haldið því fram að hægðaleikur sé að lifa af lágmarkslaunum, þó hann hafi ekki orðið við áskorunum um að sanna það á eigin skinni.

Það kann svo að fara að hækkun lífeyrisaldurs verði þrautaráðið, til bjargar lífeyrissjóðunum, óhjákvæmileg afleiðing af sukki atvinnurekenda með sjóðina, sjóða sem þeir eiga ekkert tilkall til, en voru settir yfir með lagaboði.

Lausn Péturs, að hækka lífeyrisaldur, til viðbótar við þegar orðnar skerðingar á  lífeyrisréttindum, er til þess eins fallin að tryggja atvinnurekendum áframhaldandi  ráðstöfunarrétt á annarra manna fé og þannig nægt fjármagn til fjárfestinga í eigin ranni.

Pétur Blöndal ætti, sé honum eins annt um lífeyriseign landsmanna og hann lætur, að beita sér fyrir þeirri lagabreytingu að atvinnurekendur verði fjarlægðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna og sjóðirnir verði alfarið  undir stjórn og ábyrgð  þeirra sem þá eiga og í þá greiða.

En sem sannur íhaldsmaður hefur Pétur Blöndal ekki hinn minnsta áhuga á því.  


mbl.is Ellilífeyrisaldur sennilega upp í 70 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útkeyrð vinnudýr

30_tired_man_sleeping_while_standingÞessir starfsmenn Haga hljóta að vera úrvinda af þreytu eftir að hafa þrælað myrkranna á milli fyrir þessum aurum.

Þeir hljóta að þrá að komast í smá frí og losna frá allri ábyrgðinni sem þeir bera, þó ekki sé nema í smá tíma.


mbl.is Finnur fékk 68 milljónir í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður skipstjórinn tekinn á teppið?

Tryggingafélag Kristbjörgu VE er án vafa ekki par hrifið að þeirri yfirlýsingu skipstjórans að mikil hætta hafi verið á ferðum í yfirvofandi strandi skipsins.

Næsta víst er að tryggingarfélagið reynir hvað það getur til að lita framburð áhafnar að hagsmunum tryggingafélagsins þegar til sjóprófa kemur og noti til þess þau meðul sem það þykir best hennta.

Það virðist nánast lögmál í svona málum að tryggingarfélögin svífist einskis í viðleitni sinni að lágmarka tjónagreiðslur sínar, björgunarlaun og annan útlagðan kostnað, enda milljóna tugir ef ekki hundruð milljóna í húfi fyrir þau.

Fjölmörg skipsströnd og mannskaðar hafa einmitt orðið fyrir þessa stefnu tryggingarfélaga, sem staðið hafa í vegi fyrir að aðstoðar væri óskað fyrr en of seint. Svo er sökinni klínt á skipstjórana sem meinað var að kalla eftir aðstoð í tíma.

Skítleg starfsemi, segi það og meina.


mbl.is Heldur fljótlega til veiða á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hentifánafélagið Eimskipafélag "Íslands"

Stjórn Eimskipafélags "Íslands" hefði átt samhliða þessari skráningu að sjá sóma sinn í því að skrá skip félagsins á Íslandi, enda hæfir vart annað skipafélagi sem kennir sig við Ísland og vill standa undir nafni sem slíkt.

Þannig að framvegis myndu skip "óskabarns þjóðarinnar" sigla undir Íslenskum fána, en ekki erlendum.

selfoss st.johns

  
mbl.is Eimskip undirbýr skráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið?

Að það sé að myndast smá vísir að samkeppni á olíumarkaðnum Íslenska?  En hatröm telst samkeppnin varla vera.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.

 
mbl.is Lækkuðu díselinn aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílskúrsiðnaður

Bílskúrsiðnaður hefur alltaf verið litin hornauga á Íslandi. Víða mátti lengi vel ekki byggja tvíbreiða bílskúra, því yfirvöld töldu víst að þá kæmi atvinnustarfsemi í þá með það sama.  

En þannig hugsa þeir ekki suður í Sviss, þar gera menn stórhuga áætlanir um „bílskúrsiðnað“ og styðja um leið sjálfstæða atvinnustarfsemi ákveðins hóps kvenna. Það ætti að gleðja femmurnar.


mbl.is 53% sögðu „já“ við vændisbílskúrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóknarfæri

saenskarkjotbollurÞessi frétt segir okkur að í þessum löndum og víðar er sóknarfæri fyrir útflutning á íslenskum matvælum tilbúnum á pönnuna.  

Nema náttúrulega að allur slagkrafturinn sé settur í að framleiða „sænskar kjötbollur“ og annan erlendan meltumat fyrir innanlandsmarkað.

 
mbl.is Skandinavísk matargerð vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband