Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

"Komdu inn í hlýjuna" - já einmitt!

 „Komdu inn í hlýjuna – Kringlan, -af öllu hjarta“ !

Þannig auglýsir verslanamiðstöðin Kringlan – en þvílík öfugmæli.

Nýlega varð uppvíst að Kringlan rukkar góðgerðasamtök um tugi eða jafnvel hundruð þúsundir fyrir sölustæði í hlýjunni á göngum verslunarmiðstöðvarinnar í mánuði hverjum.

Nýskeð er að Kringlan,  af allri sinni hlýju, úthýsti markaði einum á hans fyrsta starfsdegi.

Ástæðan var einföld:  Að mati annarra verslunareigenda í Kringlunni okraði markaðurinn ekki nægjanlega á sinni söluvöru. Markaðurinn seldi sína vöru sem sagt OF ódýrt.

Gefum því Kringlunni, með allri okkar hlýju, frí fyrir jólin!

   


Jóla kreditkortareikningurinn kemur í febrúar eins og venjulega

credit-card-scamsÞað er mikill léttir að Páfagarður hefur staðsest að þeirra æðsti yfirmaður ætli ekki að skella á heimsendi  21.  desember  í ár, heimsendirinn verður ekki fyrr en eftir 1 milljarð ára.  

Það er vissulega gleðilegt fyrir okkur synduga að hafa fengið smá frest á heimsendinum til að bæta okkar ráð, þótt fresturinn sé raunar aðeins fimmtungur af þeim tíma sem vísindamenn höfðu áætlað sem líftíma sólkerfisins.

En hvað um það, smá viðbót er vel þegin, nema auðvitað hjá þeim sem hafa sleppt sér gersamlega með kreditkortin núna fyrir jólin í þeirri von að febrúarreikningurinn kæmi aldrei.

  


mbl.is Páfagarður: Heimsendir ekki í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallar hann þetta drasl - skóflur?

647667Verslunarstjórinn í Múrbúðinni á Akureyri þarf ekkert að látast vera hissa á því að fólk sé alltaf í þörf fyrir nýjar skóflur, ef meðfylgjandi mynd er af honum og „skóflunum“ sem hann selur.

Þessir amerísku húsmæðra spaðar, sem þarna hanga uppi eru, ónýtt drasl á allan máta sem nær ekki einu sinni upp í þann flokk að geta talist einota.

  


mbl.is Skóflur mokast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegur sparnaður

Af hverju var stjórnendum Glitnis ekki greidd það góð laun að þeir næðu að hafa fulla yfirsýn yfir sitt starfssvið?

Varla ætlaðist nokkur til þess að stjórnendur bankans svo mikið sem opnuðu augun fyrir því sem fram fór í bankanum fyrir þau skítalaun sem þeim var skammtað.

   


mbl.is Þokukenndur dagur í febrúar 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er full ástæða til að vorkenna LÍÚ Mafíunni hvar hún, tötrum klædd, hímir í ræsinu og betlar sér viðurværis.

LÍÚÞessi afleita rekstrarafkoma hjá Samherja upp á aðeins tæpa níu milljarða hagnað er auðvitað alls óviðunandi og eins víst að afkoman sé engu betri hjá öðrum aðildarfélögum LÍÚ.

Samherji og reglubræður þeirra í LÍÚ Mafíunni hafa því ákveðið að þvinga fram, með verkbanns- aðgerðum, launa- og kjara- skerðingu hjá sjómönnum.

Vesalingarnir telja sig ekki eiga annan kost, í þessari kröppu stöðu, eigi þeir að geta greitt sjálfum sér feitan arð. 

*Fyrir þá sem ekki vita hvað verkbann er, þá er það öfug „verkfallsboðun“, þar sem atvinnurekendur loka fyrirtækjunum og senda launafólk heim launalaust.)  


mbl.is Methagnaður hjá Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að áreita Kringluna

Afskaplega er það dapurt af rekstraraðilum Kringlunnar að rukka góðgerðar- og líknarfélög fyrir afnot af smá gólfplássi í þágu góðs málefnis.  Maður hefði haldið að óreyndu að eigendur Kringlunnar hefðu þá reisn og þann metnað að seilast ekki með krumlu græðginnar ofan í söfnunarbaukana hjálparsamtaka. Þeim ætti frekar að vera það kappsmál að leggja góðgerðarfélögum lið þó ekki væri með öðru en einum fermetra af gólffleti annað veifið.

Kringlan ber fyrir sig ónæði og áreiti sem viðskiptavinir verða fyrir sem ástæðu fyrir þessu hnupli úr söfnunarbaukunum. Lægra verður ekki lagst. Viðskiptavinir Kringlunnar sætta sig örugglega mun betur við áreitið núna, vitandi að Kringlan rukkar fyrir óþægindin.

Til að koma til móts við Kringluna ætla ég framvegis að hlífa þeim sem mest ég má við áreiti af minni hálfu og snúa mér annað með mín innkaup.

  


mbl.is Leigja pláss í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eiga ástandið skilið

Europris ætlar að hætta verslunarrekstri  á Íslandi. Verslunin auglýsir því veglega rýmingarsölu. Og hvað gerist?  Í stað þess að þjóðin sýni þeirri ákvörðun fingurinn, hundsi þessa „útsölu“ og segi Europris þannig að ætli þeir að hverfa úr verslunarrekstri og samkeppni hér á landi þá geti þeir bara átt sinn lager, þá ryðst landinn sem aldrei fyrr fram og inn um dyr Europris, í von um smá hagnað, til að auðvelda þeim að hverfa frá samkeppni á Íslandi og stuðla þannig til framtíðar að hærra vöruverðverði.

Þannig vill til að þeir sem gráðugt streyma inn um dyr Europris, í von um skjótfenginn stundargróða eru þeir sömu og ekki náðu upp í nef sér af hneykslan yfir  græðgisvæðingu þjóðfélagsins sem olli bankahruninu, en það er auðvitað löngu gleymt.

Svo koma þeir sömu og núna streyma með „gróðann sinn“ út úr Europris, fram  síðar og óskapast yfir fákeppni í verslunarrekstrinum á Íslandi og verðlaginu. 

Þangað til Íslendingar hætta að hugsa aðeins um eigið rassgat og stundarhagsmuni, þá eiga þeir það efnahagsástand sem hér ríkir svo sannarlega skilið.


mbl.is Erill á rýmingarsölu Europris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að handleika það sem ekki er til?

Er það ekki rökvilla að tala um að handbært fé sé neikvætt? Hvernig getur fé sem er ekki til verið handbært?

 
mbl.is Handbært fé neikvætt um 33,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja bakara fyrir bankamann

David Walker, nýr stjórnarformaður Barclays bankans breska, telur að upptaka þjónustugjalda og  gjaldtöku allskonar í bankakerfinu þarlendis muni leiða til heilbrigðari viðskiptahátta bankanna.

Það mætti benda þessum Walker á, að þjónustugjöld og önnur gjaldtaka Íslensku bankanna af viðskiptavinum sínum hafi hreint ekki, nema síður væri, hindrað græðgisvæðingu bankanna sem varð þeim að lokum að falli.


mbl.is Leggur til gjald á bankareikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur, nei rán!

Þá hafa nýjar íslenskar kartöflur hafið innreið sína í búðir landsmanna með hefðbundnu okri. Verð nýju kartaflnanna er venju samkvæmt ráni líkast, þetta á bilinu 260 til 280 % hærra en á eldri uppskeru.

Svo er ýmsum brögðum beitt til að dylja okrið á nýju uppskerunni, henni er t.a.m. aðeins pakkað í 1 kg pakkningar til að blekkja verðvitund neytenda.  

Slíkur kíló poki kostaði í fyrradag 445 kr en í dag 426 kr.  445 kr virðist augljóslega mun hagstæðara verð, við fyrstu sýn,  en væri hefðbundin 2ja kg poki verðlagður á  tæpar 900 kr.

Hvert rennur þýfið?

   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.